Samfélagssálartetur í ríkri aðhlynningarþörf? Árni Stefán Árnason skrifar 20. mars 2024 11:30 Undanfarna daga hefur hluti íslensku þjóðarinnar opinberað vanþóknun sína um amk tvö málefni, sem ratað hafa á aldir ljósvakans. Þjóðinni er gefin kostur á slíku í kommentakerfum miðlanna ef miðlunum þykir þóknanlegt að bjóða upp á slíkt, því það á ekki við um öll tíðindi sem miðlar dreifa. Yfirleitt er það svo, við slíkar aðstæður, að vanþóknuninni er beint að einhverjum. Þannig var það í þessi skipti. Þetta byrjaði með látum þegar úrslit söngvakeppni sjónvarpsins lágu fyrir. Í kjölfarið mátti sigurvegarinn Hera Björk þola ótrúlega aðför. Söngkonan hefur nú svarað málefnalega, fallega og af vissum sannleik fyrir sig. Haft er eftir henni í fyrirsögn í frétt þegar blm. visir.is grennslaðist af umhyggju fyrir um líðan hennar: „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Málið er komið á lygnan sjó og ég óska henni alls hins besta á sviðinu í Svíþjóð. Í annan stað lenti ég sjálfur í þessu. Ég hefði aldrei nokkurn tíma haft hugmyndaflug í það hvaða viðbrögðum ég lenti í vegna fréttar um öryrkja, sem ég er í tengslum við, hefðu. Mér blöskraði þetta andlega ofbeldi sem fólk beitti í skjóli símans eða tölvunnar í kommentakerfum og í einkaskilaboðum til mín. Ég hef persónulega mjög gaman af allri rökræðu og rökstuddum samræðum. Það helgast af áhuga mínum á heimspeki og auðvitað áhrifum sem ég varð fyrir í og eftir laganám mitt. Í ljósi þessara tveggja atburða rifjuðust rækilega upp fyrir mér tveir einstaklingar og hvaða skoðun/álit þeir hafa á þessari þjóð og í felst líklega nokkuð sannleiksgildi að mínu mati. Það eru þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Styrmir Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir mælti, við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins, og er af mörgum talin einhver frægasta tilvitnum seinni tíma: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Heimild: skjáskot af vef heimildin.is Í annað stað rifjast upp fyrir mér viðtal við Kára Stefánsson í Silfri Egils. Hann sagði: „Skelfilegar niðurstöður úr PISA-könnun gæti hugsanlega bent til þess að Íslendingar séu heimskari en gerist og gengur" - hann sagði jafnframt að honum væri rammasta alvara með þessar vangaveltur sínar, hann væri ekki að reyna að vera fyndinn. Auðvitað er það svo að vinir mínir hafa komið að máli við mig um málið, sem varðar mig. Einn þeirra, afar vandaður maður og flinkur í rökræðu, skrifaði þegar við vorum að ræða heilbrigða skynsemi - common sense og þetta mál barst á góma: „Fólk er margt skrítið.. Margir virðast óska þess að þú sért til mests ófriðs..að þú sért sem mestur drullusokkur og skíthæll og sért alltaf að gera einhverja skandala... þá hefur fólk eitthvað að tala um á kaffistofum landsins. En þegar þú svarar fyrir þig á heiðarlegan hátt þá þagna allir. Furðulegt alveg þykir mér - Þú lætur mikið á þér bera oft í umræðunni ....en það fær ekki almennilega athygli fyrr en fólk telur sig geta fundið einhvern höggstað á þér. Fólk er alltaf að leita að einhverju sem er krassandi.“ Ég hafði ekki heldur hugmyndaflug að sjá þetta í þessu ljósi vinar míns, taldi þjóðina skárri en það sem hann lýsir. Ég velti því reyndar aldrei fyrir mér hvað fólki finnst um mig og mín skrif. Ég tjái mig af sannfæringu, heiðarleika en umfram allt alltaf rökstutt. En til baka til Kára. Heimska birtist ekki bara í getu til námsárangur, hún endurspeglast í öllu lífi manna. Það sama á við um spillingu sem oft rekur rætur sínar til siðblindu. Hafi þessir tveir merku og lífsreyndu menn og vinur minn rétt fyrir sér er íslenska þjóðin svo sannarlega ekki á góðri vegferð. Ég upplifi það sama og þeir og ástandið skánar ekkert nema síður sé. - Það er í bókstaflegri merkingu hættulegt fyrir framtíð Íslendinga. Hafnarfirði 19. mars 2024 Árni Stefán Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur hluti íslensku þjóðarinnar opinberað vanþóknun sína um amk tvö málefni, sem ratað hafa á aldir ljósvakans. Þjóðinni er gefin kostur á slíku í kommentakerfum miðlanna ef miðlunum þykir þóknanlegt að bjóða upp á slíkt, því það á ekki við um öll tíðindi sem miðlar dreifa. Yfirleitt er það svo, við slíkar aðstæður, að vanþóknuninni er beint að einhverjum. Þannig var það í þessi skipti. Þetta byrjaði með látum þegar úrslit söngvakeppni sjónvarpsins lágu fyrir. Í kjölfarið mátti sigurvegarinn Hera Björk þola ótrúlega aðför. Söngkonan hefur nú svarað málefnalega, fallega og af vissum sannleik fyrir sig. Haft er eftir henni í fyrirsögn í frétt þegar blm. visir.is grennslaðist af umhyggju fyrir um líðan hennar: „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Málið er komið á lygnan sjó og ég óska henni alls hins besta á sviðinu í Svíþjóð. Í annan stað lenti ég sjálfur í þessu. Ég hefði aldrei nokkurn tíma haft hugmyndaflug í það hvaða viðbrögðum ég lenti í vegna fréttar um öryrkja, sem ég er í tengslum við, hefðu. Mér blöskraði þetta andlega ofbeldi sem fólk beitti í skjóli símans eða tölvunnar í kommentakerfum og í einkaskilaboðum til mín. Ég hef persónulega mjög gaman af allri rökræðu og rökstuddum samræðum. Það helgast af áhuga mínum á heimspeki og auðvitað áhrifum sem ég varð fyrir í og eftir laganám mitt. Í ljósi þessara tveggja atburða rifjuðust rækilega upp fyrir mér tveir einstaklingar og hvaða skoðun/álit þeir hafa á þessari þjóð og í felst líklega nokkuð sannleiksgildi að mínu mati. Það eru þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Styrmir Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir mælti, við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins, og er af mörgum talin einhver frægasta tilvitnum seinni tíma: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Heimild: skjáskot af vef heimildin.is Í annað stað rifjast upp fyrir mér viðtal við Kára Stefánsson í Silfri Egils. Hann sagði: „Skelfilegar niðurstöður úr PISA-könnun gæti hugsanlega bent til þess að Íslendingar séu heimskari en gerist og gengur" - hann sagði jafnframt að honum væri rammasta alvara með þessar vangaveltur sínar, hann væri ekki að reyna að vera fyndinn. Auðvitað er það svo að vinir mínir hafa komið að máli við mig um málið, sem varðar mig. Einn þeirra, afar vandaður maður og flinkur í rökræðu, skrifaði þegar við vorum að ræða heilbrigða skynsemi - common sense og þetta mál barst á góma: „Fólk er margt skrítið.. Margir virðast óska þess að þú sért til mests ófriðs..að þú sért sem mestur drullusokkur og skíthæll og sért alltaf að gera einhverja skandala... þá hefur fólk eitthvað að tala um á kaffistofum landsins. En þegar þú svarar fyrir þig á heiðarlegan hátt þá þagna allir. Furðulegt alveg þykir mér - Þú lætur mikið á þér bera oft í umræðunni ....en það fær ekki almennilega athygli fyrr en fólk telur sig geta fundið einhvern höggstað á þér. Fólk er alltaf að leita að einhverju sem er krassandi.“ Ég hafði ekki heldur hugmyndaflug að sjá þetta í þessu ljósi vinar míns, taldi þjóðina skárri en það sem hann lýsir. Ég velti því reyndar aldrei fyrir mér hvað fólki finnst um mig og mín skrif. Ég tjái mig af sannfæringu, heiðarleika en umfram allt alltaf rökstutt. En til baka til Kára. Heimska birtist ekki bara í getu til námsárangur, hún endurspeglast í öllu lífi manna. Það sama á við um spillingu sem oft rekur rætur sínar til siðblindu. Hafi þessir tveir merku og lífsreyndu menn og vinur minn rétt fyrir sér er íslenska þjóðin svo sannarlega ekki á góðri vegferð. Ég upplifi það sama og þeir og ástandið skánar ekkert nema síður sé. - Það er í bókstaflegri merkingu hættulegt fyrir framtíð Íslendinga. Hafnarfirði 19. mars 2024 Árni Stefán Árnason
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun