Utan vallar: Fjarvera Sigtryggs Arnars stór hluti af vandamálum Stólanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 13:31 Það er erfitt að halda því fram að Sigtryggur Arnar Björnsson sé ekki einn allra mikilvægasti leikmaður Tindastólsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Tindastólsmenn komust sannfærandi í bikarúrslitaleikinn í gær með því að vinna átján stiga sigur á Álftanesi í Laugardalshöllinni. Stuðningsmenn Stólanna gátu því fagnað vel í leikslok en kannski mest yfir því að Sigtryggur Arnar Björnsson var kominn aftur í búning og aftur í gírinn. Stólaliðið minnti líka á nýjan leik á hið kappsama, lífsglaða og orkumikla lið sem fór alla leið síðasta vor. Eftir ládeyðu og erfiðleika síðustu mánaða var eins og Sauðkrækingar mættu endurfæddir í þennan leik. Lykilatriðið var án efa endurkoma eins leikmanns. Með því að sjá breytinguna á liðinu í gær er erfitt að halda öðru fram en hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi heldur betur mikilvægi sitt og hversu mikill kveikikerti hann er fyrir Tindastólshraðlestina á báðum endum vallarins. Breytti leiknum Sigtryggur Arnar byrjaði á bekknum og kom inn á þegar Tindastóll var þremur stigum undir, 13-10. Fimm og hálfri mínútu síðar hafði leikurinn snúist og Stólarnir komnir sex stigum yfir, 23-17, þegar fyrsti leikhlutinn kláraðist. Þegar upp var staðið hafði Sigtryggur Arnar skorað 22 stig á aðeins 23 mínútum og 34 sekúndum og Tindastólsliðið hafði líka unnið þær mínútur með 25 stigum. Hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í vetur en það má ekki líta fram hjá því að liðið hefur verið mikið án Sigtryggs Arnars. Hann hefur nefnilega verið afar óheppinn með meiðsli í vetur og er aðeins búinn að spila af alvöru í átta af tuttugu deildarleikjum. Í tveimur hefur hann spilað samanlagt í tíu mínútur og í einum sat hann á bekknum án þess að koma inn á völlinn. Sex af tíu sigrum með hann í liðinu Liðið hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum þar sem Sigtryggur Arnar hefur spilað og aðeins 3 af 9 leikjum þar sem hann hefur ekki verið á skýrslu. Með öðrum orðum 67 prósent sigurleikja Tindastóls hafa komið í þeim helmingi leikja liðsins þar sem Sigtryggur Arnar hefur getað hjálpað til. Stólarnir unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni eða alla leikina áður en Sigtryggur Arnar meiddist fyrst. Eftir það hefur hann verið að koma inn og detta út aftur sem er aldrei gott, hvorki fyrir hann né liðið. Allir á Króknum leggjast á bæn Nú hlýtur öll Sauðarkróksfjölskyldan að leggja á bæn um að leikurinn hafi ekki tekið toll eða að meiðsladraugur Arnars banki ekki enn á ný á dyrnar hans. Tindastólsliðið er ekki sama lið með og án Sigtryggs Arnars Björnssonar. Fjarvera hans var stærri hluti af vandamálinu en margir halda. Subway-deild karla Tindastóll VÍS-bikarinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en annars „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Stólaliðið minnti líka á nýjan leik á hið kappsama, lífsglaða og orkumikla lið sem fór alla leið síðasta vor. Eftir ládeyðu og erfiðleika síðustu mánaða var eins og Sauðkrækingar mættu endurfæddir í þennan leik. Lykilatriðið var án efa endurkoma eins leikmanns. Með því að sjá breytinguna á liðinu í gær er erfitt að halda öðru fram en hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi heldur betur mikilvægi sitt og hversu mikill kveikikerti hann er fyrir Tindastólshraðlestina á báðum endum vallarins. Breytti leiknum Sigtryggur Arnar byrjaði á bekknum og kom inn á þegar Tindastóll var þremur stigum undir, 13-10. Fimm og hálfri mínútu síðar hafði leikurinn snúist og Stólarnir komnir sex stigum yfir, 23-17, þegar fyrsti leikhlutinn kláraðist. Þegar upp var staðið hafði Sigtryggur Arnar skorað 22 stig á aðeins 23 mínútum og 34 sekúndum og Tindastólsliðið hafði líka unnið þær mínútur með 25 stigum. Hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í vetur en það má ekki líta fram hjá því að liðið hefur verið mikið án Sigtryggs Arnars. Hann hefur nefnilega verið afar óheppinn með meiðsli í vetur og er aðeins búinn að spila af alvöru í átta af tuttugu deildarleikjum. Í tveimur hefur hann spilað samanlagt í tíu mínútur og í einum sat hann á bekknum án þess að koma inn á völlinn. Sex af tíu sigrum með hann í liðinu Liðið hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum þar sem Sigtryggur Arnar hefur spilað og aðeins 3 af 9 leikjum þar sem hann hefur ekki verið á skýrslu. Með öðrum orðum 67 prósent sigurleikja Tindastóls hafa komið í þeim helmingi leikja liðsins þar sem Sigtryggur Arnar hefur getað hjálpað til. Stólarnir unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni eða alla leikina áður en Sigtryggur Arnar meiddist fyrst. Eftir það hefur hann verið að koma inn og detta út aftur sem er aldrei gott, hvorki fyrir hann né liðið. Allir á Króknum leggjast á bæn Nú hlýtur öll Sauðarkróksfjölskyldan að leggja á bæn um að leikurinn hafi ekki tekið toll eða að meiðsladraugur Arnars banki ekki enn á ný á dyrnar hans. Tindastólsliðið er ekki sama lið með og án Sigtryggs Arnars Björnssonar. Fjarvera hans var stærri hluti af vandamálinu en margir halda.
Subway-deild karla Tindastóll VÍS-bikarinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en annars „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira