„Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 17:56 Andri segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera þeim til skammar. Vísir/Samsett Andri Snær Magnason fer ófögrum orðum um Viðskiptaráð Íslands og segir starfsmenn þess „kosta 130 milljónir til að vinna gegn menningu.“ Hann segir jafnframt peningunum sem fyrirtæki borga til að reka Viðskiptaráð vera betur varið í að styrkja höfunda. Þetta segir hann í samtali við yfirhagfræðing Viðskiptaráðs Íslands á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Gunnar birti færslu á miðilinn í gær þar sem hann veltir fyrir sér áformum um hækkun listamannalauna í samráðsgátt. Með færslunni birti hann graf sem sýnir að Ísland sé með ein hæstu opinberu útgjöld til menningarmála á mann í Evrópu. Af umsögnum áform um hækkun listamannalauna í samráðsgátt að dæma mætti halda að línulegt samband sé milli menningarstigs ríkja og beinna niðugreiðslna ríkissjóðs til menningarmála. Ef svo er satt þá finn ég svo innilega til með Spáni, Ítalíu og Portúgal. pic.twitter.com/K77kpCDci3— Gunnar Úlfarsson (@gunnarulfars) March 22, 2024 Andri segir útreikning Gunnars beinlínis rangan en Gunnar er ósammála því. „Þarna eru gögnin eins og þau koma beint af kúnni. Ekkert land ver hærra hlutfalli opinberra útgjalda í mennningarmál, íþróttir og trúmál,“ segir Gunnar og spyr hvort „virkilega sé óhugsandi að málaflokkurinn sé vel fjármagnaður og það megi forgangsraða innan hans?“ Andri Snær segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera forkastanleg og að það hafi „sullað“ saman íþróttum, trúmálum og menningu án nægs rökstuðnings. „Á bak við ykkur standa stærstu fyrirtæki landsins - finnst þeim of mikil menning eða æskulýðsstarf?“ spyr Andri Gunnar. Þið eruð 7 starfsmenn @vidskiptarad og kostið 130 milljónir til að vinna gegn menningu. Launasjóður rithöfunda er 250 milljónir og skiptist á 80 einstaklinga. Fyrirtæki landsins hefðu getað styrkt 40 höfunda sem hefðu skapað þúsundföld verðmæti á við þessar skýrslur ykkar.— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 23, 2024 Andri segir framsetningu Viðskiptaráðs á gögnunum setja íþróttir og trúmál undir menningu í viðleitni til að ýkja umfang menningar til þess eins að grafa undan sjálfstæðu listafólki. „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar. Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar,“ segir Andri í einni færslunni. Gunnar segir framsetninguna hins vegar leiðrétta fyrir verðlagsáhrifum sem dragi annars úr umfangi útgjaldanna og sýnir graf af vef EUROSTAT sem sýnir að Ísland verji hærra hlutfalli útgjalda til menningarmála en allar Evrópuþjóðir. Hann segir málið vera einfalt. „Þakið lekur og heimilið er rekið á yfirdrætti. Í slíkum aðstæðum myndu engum skynsömum manni detta í hug að rölta niður í Gallerí fold og kaupa sér Kjarval verk.“ Listamannalaun Efnahagsmál Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira
Þetta segir hann í samtali við yfirhagfræðing Viðskiptaráðs Íslands á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Gunnar birti færslu á miðilinn í gær þar sem hann veltir fyrir sér áformum um hækkun listamannalauna í samráðsgátt. Með færslunni birti hann graf sem sýnir að Ísland sé með ein hæstu opinberu útgjöld til menningarmála á mann í Evrópu. Af umsögnum áform um hækkun listamannalauna í samráðsgátt að dæma mætti halda að línulegt samband sé milli menningarstigs ríkja og beinna niðugreiðslna ríkissjóðs til menningarmála. Ef svo er satt þá finn ég svo innilega til með Spáni, Ítalíu og Portúgal. pic.twitter.com/K77kpCDci3— Gunnar Úlfarsson (@gunnarulfars) March 22, 2024 Andri segir útreikning Gunnars beinlínis rangan en Gunnar er ósammála því. „Þarna eru gögnin eins og þau koma beint af kúnni. Ekkert land ver hærra hlutfalli opinberra útgjalda í mennningarmál, íþróttir og trúmál,“ segir Gunnar og spyr hvort „virkilega sé óhugsandi að málaflokkurinn sé vel fjármagnaður og það megi forgangsraða innan hans?“ Andri Snær segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera forkastanleg og að það hafi „sullað“ saman íþróttum, trúmálum og menningu án nægs rökstuðnings. „Á bak við ykkur standa stærstu fyrirtæki landsins - finnst þeim of mikil menning eða æskulýðsstarf?“ spyr Andri Gunnar. Þið eruð 7 starfsmenn @vidskiptarad og kostið 130 milljónir til að vinna gegn menningu. Launasjóður rithöfunda er 250 milljónir og skiptist á 80 einstaklinga. Fyrirtæki landsins hefðu getað styrkt 40 höfunda sem hefðu skapað þúsundföld verðmæti á við þessar skýrslur ykkar.— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 23, 2024 Andri segir framsetningu Viðskiptaráðs á gögnunum setja íþróttir og trúmál undir menningu í viðleitni til að ýkja umfang menningar til þess eins að grafa undan sjálfstæðu listafólki. „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar. Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar,“ segir Andri í einni færslunni. Gunnar segir framsetninguna hins vegar leiðrétta fyrir verðlagsáhrifum sem dragi annars úr umfangi útgjaldanna og sýnir graf af vef EUROSTAT sem sýnir að Ísland verji hærra hlutfalli útgjalda til menningarmála en allar Evrópuþjóðir. Hann segir málið vera einfalt. „Þakið lekur og heimilið er rekið á yfirdrætti. Í slíkum aðstæðum myndu engum skynsömum manni detta í hug að rölta niður í Gallerí fold og kaupa sér Kjarval verk.“
Listamannalaun Efnahagsmál Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira