Gistu tvær nætur í Madríd eftir ferð til Venesúela Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2024 13:32 Flóttamenn frá Venesúela mótmæla brottflutningi við Útlendingastofnun. vísir/vilhelm Kostnaður vegna fylgdar 180 Venesúela til síns heima var rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi til Allsherjar- og menntamálanefndar. Útlendingastofnun (ÚTL og embætti ríkislögreglustjóra (RLS), í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustöð Evrópu (Frontex) aðstoðuðu 15. nóvember 2023 alls 180 venesúelska ríkisborgara að snúa aftur til síns heima. Athygli vekur að samkvæmt ferðaáætlun gisti hópurinn tvær nætur í Madríd. Samkvæmt heimildum Vísis var þessi tilhögun höfð til að fá fólk til að leggja í hann. Kostnaður íslenskra stjórnvalda umfram hefðbundin laun starfsmanna voru dagpeningar uppá tvær milljónir króna, áætlunarflug frá Madríd til Keflavíkur sem voru rúmlega 900 þúsund krónur, rútuferðir 15. nóvember sem nam 360 þúsund krónum, flutningur farangurs fyrir farþegar til Keflavíkurflugvallar 14. nóvember 870 þúsund krónur, veitingar á Keflavíkurflugvelli sem voru 17.639 krónur. AF þessum kostnaði, sem var alls 4.108.687 krónur, endurgreiddi Frontex 2,5 milljónir. Fjöldi starfsfólks lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra aðila sem fylgdi Venesúelum á leiðarenda var nokkur eða 28 manns. Einn yfirmaður ferðarinnar frá RSL, fjórir lögreglufulltrúar frá RLS, einn lögreglufulltrúi og hjúkrunarfræðingur, einn lögreglufulltrúi og vettvangsliði, einn túlkur, einn upplýsingafulltrúi, tveir starfsmenn ÚTL, einn var frá Frontex auk mannréttindafulltrúa þaðan, fulltrúi flugvélamiðlarans og svo áhöfn vélarinnar sem voru 14 en öll voru þau spænskumælandi. Þann 11. mars hafa 269 ríkisborgarar Venesúela óskað eftir heimferð fyrir þá sem eru staddir hér á landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur til meðferðar 26 verkbeiðnir um flutning í fylgd lögreglu til Venesúela í ár en 800 mál einstaklinga frá Venesúela eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun og um 500 hjá kærunefnd útlendingamála. Undir þetta rita, fyrir hönd dómsmálaráðherra, þeir Gunnlaugur Geirsson og Arnar Sigurður Hauksson. Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Útlendingastofnun (ÚTL og embætti ríkislögreglustjóra (RLS), í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustöð Evrópu (Frontex) aðstoðuðu 15. nóvember 2023 alls 180 venesúelska ríkisborgara að snúa aftur til síns heima. Athygli vekur að samkvæmt ferðaáætlun gisti hópurinn tvær nætur í Madríd. Samkvæmt heimildum Vísis var þessi tilhögun höfð til að fá fólk til að leggja í hann. Kostnaður íslenskra stjórnvalda umfram hefðbundin laun starfsmanna voru dagpeningar uppá tvær milljónir króna, áætlunarflug frá Madríd til Keflavíkur sem voru rúmlega 900 þúsund krónur, rútuferðir 15. nóvember sem nam 360 þúsund krónum, flutningur farangurs fyrir farþegar til Keflavíkurflugvallar 14. nóvember 870 þúsund krónur, veitingar á Keflavíkurflugvelli sem voru 17.639 krónur. AF þessum kostnaði, sem var alls 4.108.687 krónur, endurgreiddi Frontex 2,5 milljónir. Fjöldi starfsfólks lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra aðila sem fylgdi Venesúelum á leiðarenda var nokkur eða 28 manns. Einn yfirmaður ferðarinnar frá RSL, fjórir lögreglufulltrúar frá RLS, einn lögreglufulltrúi og hjúkrunarfræðingur, einn lögreglufulltrúi og vettvangsliði, einn túlkur, einn upplýsingafulltrúi, tveir starfsmenn ÚTL, einn var frá Frontex auk mannréttindafulltrúa þaðan, fulltrúi flugvélamiðlarans og svo áhöfn vélarinnar sem voru 14 en öll voru þau spænskumælandi. Þann 11. mars hafa 269 ríkisborgarar Venesúela óskað eftir heimferð fyrir þá sem eru staddir hér á landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur til meðferðar 26 verkbeiðnir um flutning í fylgd lögreglu til Venesúela í ár en 800 mál einstaklinga frá Venesúela eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun og um 500 hjá kærunefnd útlendingamála. Undir þetta rita, fyrir hönd dómsmálaráðherra, þeir Gunnlaugur Geirsson og Arnar Sigurður Hauksson.
Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00