Fríar máltíðir grunnskólabarna - merkur samfélagslegur áfangi Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 26. mars 2024 14:00 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendur á grunnskólaaldri standi til boða hádegismatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu. Vissulega eru margir foreldrar sem geta alveg greitt fyrir mat sinna barna enda með ágætis tekjur og þá koma einhver nestuð að heiman já eða skólarnir grípa, líkt og hingað til, börn af efnaminni heimilum. Fyrir mér sem fyrrum stjórnanda í grunnskóla og umsjónarkennara er þetta ekki svona einfalt að það séu nægilega mörg heimili sem hafi tök á að greiða og rest sé reddað. Það eru nefnilega mikil tækifæri fólgin í því að taka kostnað við máltíðir nemenda út fyrir jöfnuna og setja öll börn við sama borð hvað það varðar. Bæði léttir þetta á þeim heimilum barna þar sem glímt er við fátækt, já þau eru nefnilega glettilega mörg get ég sagt ykkur, og verður vonandi til þess að létta undir með þeim heimilum sem eru samt það tekjuhá að þau njóta ekki góðs af öðrum aðgerðum ríkis til að létta undir með barnafólki. Það munar alveg um 20-35 þúsunda útgjaldalið í árferði líkt og núna. Þetta gerir það líka að verkum að mötuneyti geta nú gert ráð fyrir föstum fjölda nemenda í mat jafnvel út skólaárið en ekki á mánaðargundvelli fengist við óvissan fjölda jafnvel með tilheyrandi matarsóun og geta þá frekar aukið hagkvæmni eða gæði og fjölbreytni. Þetta léttir á heimilum þar sem nú verður aðgengi að mat í skólanum og ekki þarf að útbúa nesti, senda með aukapening til að skreppa í sjoppuna eða senda börn með mishollt skyndifæði með tilheyrandi umbúðafargani í skólann. Þetta er því umhverfisvænna, ætti að draga úr innkaupum heimila og auka jöfnuð meðal barna. Vel nærð, södd börn eiga nefnilega auðveldara með að sinna náminu, heilsa þeirra er betri og almenn vellíðan eykst. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á þessum aldri og máltíð borðuð í skóla er einnig hluti af lífsleikni, næringarfræði og sjálfbærnikennslu og í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar eru mýmargir möguleikar til að nýta máltíðir fyrir öll í námi. Sem skólastjóri og umsjónarkennari hef ég horft upp á allskonar neikvæð áhrif þess að öll börn hafi ekki aðgang að mat á skólatíma, hvort sem þau koma með nesti (sem þeim stundum líkar ekki eða er ekki nóg) eða það gleymist að senda nesti. Þá er sá aðstöðumunur sem felst í að horfa upp á þau sem hafa efni á skyndifæði (ýmist úr næstu sjoppu eða einfaldlega panta það í skólann) mörgum sár og getur einnig verið tilefni til eineltis. Við erum nefnilega samfélagið sem elur upp börnin og því mikilvægt að horfa á heildina og öll börnin í menginu, börnin okkar gera það nefnilega sjálf eins og barnaþing liðinna ára bera með sér. Þar hafa nemendur lagt áherslu á að öll börn ættu að fá mat í skólanum og að bjóða þurfi upp á hollan, fjölbreyttan og betri mat í mötuneytum auk þess sem dýravelferð og minni kjötneysla hafa komið til tals. Þá getur fæðuöryggi, það að vera viss um að hafa aðgang að mat alla skóladaga, dregið úr kvíða barna og aukið velsæld og stutt við heilsusamlegan lífstíl. Samkvæmt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna eigum við nefnilega að gera það sem er börnum fyrir bestu (3. grein), muna að öll börn eru jöfn (2. grein), huga að lífi þeirra og þroska (6. grein) og huga að heilsu þeirra, vatni, mat og umhverfi (24. grein). Í 18. grein er kveðið á um réttindi foreldra og hlutverk stjórnvalda að styðja við þá, og hvað er betra en stuðningur við eina að grunnþörfum barnanna okkar með því að hafa aðgengi að næringarríkum máltíðum á skólatíma fyrir öll börn? Í Svíþjóð og Finnlandi er boðið upp á fríar skólamáltíðir en í Danmörku og Noregi svipa kerfin til okkar bráðum fyrrverandi kerfis með sama ójafnræði. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa kannað áhrif endurgjaldslausra skólamáltíða með árs tilraunaverkefni og þar kemur í ljós að jákvæð áhrif megi greina með tilliti til bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Önnur norsk rannsókn sýndi fram á að neysla nemenda jókst á hollum mat, sérstaklega meðal nemenda með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom einnig fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði hvað varðar heilsu barna. Tæplega 850.000 finnskir nemendur eiga rétt á ókeypis skólamat og einnig er snarl í boði fyrir þau börn sem taka þátt í skólafrístundum. Líta Finnar svo á að skólamáltíðir styðji einnig við jafnrétti foreldra þar sem þær auðvelda foreldrum að vinna utan heimilis. Það styðji við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að hádegismat óháð efnahag og stöðu foreldra. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Skóla - og menntamál Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendur á grunnskólaaldri standi til boða hádegismatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu. Vissulega eru margir foreldrar sem geta alveg greitt fyrir mat sinna barna enda með ágætis tekjur og þá koma einhver nestuð að heiman já eða skólarnir grípa, líkt og hingað til, börn af efnaminni heimilum. Fyrir mér sem fyrrum stjórnanda í grunnskóla og umsjónarkennara er þetta ekki svona einfalt að það séu nægilega mörg heimili sem hafi tök á að greiða og rest sé reddað. Það eru nefnilega mikil tækifæri fólgin í því að taka kostnað við máltíðir nemenda út fyrir jöfnuna og setja öll börn við sama borð hvað það varðar. Bæði léttir þetta á þeim heimilum barna þar sem glímt er við fátækt, já þau eru nefnilega glettilega mörg get ég sagt ykkur, og verður vonandi til þess að létta undir með þeim heimilum sem eru samt það tekjuhá að þau njóta ekki góðs af öðrum aðgerðum ríkis til að létta undir með barnafólki. Það munar alveg um 20-35 þúsunda útgjaldalið í árferði líkt og núna. Þetta gerir það líka að verkum að mötuneyti geta nú gert ráð fyrir föstum fjölda nemenda í mat jafnvel út skólaárið en ekki á mánaðargundvelli fengist við óvissan fjölda jafnvel með tilheyrandi matarsóun og geta þá frekar aukið hagkvæmni eða gæði og fjölbreytni. Þetta léttir á heimilum þar sem nú verður aðgengi að mat í skólanum og ekki þarf að útbúa nesti, senda með aukapening til að skreppa í sjoppuna eða senda börn með mishollt skyndifæði með tilheyrandi umbúðafargani í skólann. Þetta er því umhverfisvænna, ætti að draga úr innkaupum heimila og auka jöfnuð meðal barna. Vel nærð, södd börn eiga nefnilega auðveldara með að sinna náminu, heilsa þeirra er betri og almenn vellíðan eykst. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á þessum aldri og máltíð borðuð í skóla er einnig hluti af lífsleikni, næringarfræði og sjálfbærnikennslu og í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar eru mýmargir möguleikar til að nýta máltíðir fyrir öll í námi. Sem skólastjóri og umsjónarkennari hef ég horft upp á allskonar neikvæð áhrif þess að öll börn hafi ekki aðgang að mat á skólatíma, hvort sem þau koma með nesti (sem þeim stundum líkar ekki eða er ekki nóg) eða það gleymist að senda nesti. Þá er sá aðstöðumunur sem felst í að horfa upp á þau sem hafa efni á skyndifæði (ýmist úr næstu sjoppu eða einfaldlega panta það í skólann) mörgum sár og getur einnig verið tilefni til eineltis. Við erum nefnilega samfélagið sem elur upp börnin og því mikilvægt að horfa á heildina og öll börnin í menginu, börnin okkar gera það nefnilega sjálf eins og barnaþing liðinna ára bera með sér. Þar hafa nemendur lagt áherslu á að öll börn ættu að fá mat í skólanum og að bjóða þurfi upp á hollan, fjölbreyttan og betri mat í mötuneytum auk þess sem dýravelferð og minni kjötneysla hafa komið til tals. Þá getur fæðuöryggi, það að vera viss um að hafa aðgang að mat alla skóladaga, dregið úr kvíða barna og aukið velsæld og stutt við heilsusamlegan lífstíl. Samkvæmt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna eigum við nefnilega að gera það sem er börnum fyrir bestu (3. grein), muna að öll börn eru jöfn (2. grein), huga að lífi þeirra og þroska (6. grein) og huga að heilsu þeirra, vatni, mat og umhverfi (24. grein). Í 18. grein er kveðið á um réttindi foreldra og hlutverk stjórnvalda að styðja við þá, og hvað er betra en stuðningur við eina að grunnþörfum barnanna okkar með því að hafa aðgengi að næringarríkum máltíðum á skólatíma fyrir öll börn? Í Svíþjóð og Finnlandi er boðið upp á fríar skólamáltíðir en í Danmörku og Noregi svipa kerfin til okkar bráðum fyrrverandi kerfis með sama ójafnræði. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa kannað áhrif endurgjaldslausra skólamáltíða með árs tilraunaverkefni og þar kemur í ljós að jákvæð áhrif megi greina með tilliti til bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Önnur norsk rannsókn sýndi fram á að neysla nemenda jókst á hollum mat, sérstaklega meðal nemenda með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom einnig fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði hvað varðar heilsu barna. Tæplega 850.000 finnskir nemendur eiga rétt á ókeypis skólamat og einnig er snarl í boði fyrir þau börn sem taka þátt í skólafrístundum. Líta Finnar svo á að skólamáltíðir styðji einnig við jafnrétti foreldra þar sem þær auðvelda foreldrum að vinna utan heimilis. Það styðji við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að hádegismat óháð efnahag og stöðu foreldra. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun