Åge Hareide: Framtíðin er björt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2024 22:22 Þjálfari Íslands var súr með niðurstöðuna en segir framtíðina bjarta. Rafal Oleksiewicz/Getty Images „Alltaf pirrandi að tapa undir lokin, var að vonast til að við kæmumst í framlengingu til að koma ferskum löppum inn á. Þeir þrýstu okkur aftar en við sköpuðum færi til að ná að jafna. Það eru minnstu smáatriði sem skipta máli í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap gegn Úkraínu sem gerði út um EM draum liðsins. Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Ísland komst yfir með frábæru marki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvívegis í þeim síðari og er nú á leið á EM. Þjálfari Íslands er þó mjög stoltur af liði sínu og telur fyrri hálfleikinn þann besta hjá liðinu undir hans tjórn. „Ég er mjög stoltur af strákunum og liðinu í heild. Við höfum tekið skref fram á við í þessum tveimur umspilsleikjum. Við höfum fengið inn gæðaleikmann sem breytir miklu sóknarlega, liðið er að berjast vel og fyrri hálfleikur var líklega það besta sem við höfum sýnt síðasta árið. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Um síðari hálfleikinn „Við höfðum ekki orku í löppunum til að hreyfa okkur jafn mikið, við þorðum ekki að halda boltanum lengur. Reyndum að breyta til, fengum Orra Stein (Óskarsson) inn fyrir Andra Lucas (Guðjohnsen). Hann hafði gert vel en Albert var að hjálpa til á miðjunni og við náðum ekki nægilega miklum krafti í sóknarleikinn.“ „Hákon (Arnar Haraldsson) stóð sig vel við að hjálpa til á miðjunni en það vantaði meiri kraft sóknarlega. Vorum að vonast til að Mikael (Egill Ellertsson) og Mikael (Neville Anderson) gætu komið okkur í framlengingu. Það gekk ekki að þessu sinni.“ Klippa: Hareide eftir Úkaínuleikinn Um Úkraínu „Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við höndluðum þá vel. Þeir voru mikið með boltann en sköpuð sér fá ef einhver. Sá ekki síðara markið nægilega vel, vorum ekki með nógu marga menn til að verja svæðið.“ Framtíðin er björt „Ég held það. Margir öflugir ungir leikmenn sem geta þroskast í að verða virkilega góðir landsliðsmenn. Þurfum samt fleiri varnarmenn. Hjörtur (Hermannsson) er ekki að spila mikið hjá Pisa en hefur staðið sig vel þegar hann spilar í undankeppninni. Sérstaklega gegn Portúgal.“ „Þurfum að koma Daníel (Leó Grétarssyni) á hærra getustig. Hann kemst vonandi upp í dönsku úrvalsdeildina með liði sínu á næstu leiktíð. Sem stendur er Sverrir Ingi (Ingason) eini reyndi varnarmaðurinn okkar.“ „Á árum áður var Ísland með fullt af öflugum og reynslumiklum miðvörðum. Vildi að ég gæti fengið fleiri svoleiðis því nú erum við með fullt af góðum sóknarþenkjandi leikmönnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Ísland komst yfir með frábæru marki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvívegis í þeim síðari og er nú á leið á EM. Þjálfari Íslands er þó mjög stoltur af liði sínu og telur fyrri hálfleikinn þann besta hjá liðinu undir hans tjórn. „Ég er mjög stoltur af strákunum og liðinu í heild. Við höfum tekið skref fram á við í þessum tveimur umspilsleikjum. Við höfum fengið inn gæðaleikmann sem breytir miklu sóknarlega, liðið er að berjast vel og fyrri hálfleikur var líklega það besta sem við höfum sýnt síðasta árið. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Um síðari hálfleikinn „Við höfðum ekki orku í löppunum til að hreyfa okkur jafn mikið, við þorðum ekki að halda boltanum lengur. Reyndum að breyta til, fengum Orra Stein (Óskarsson) inn fyrir Andra Lucas (Guðjohnsen). Hann hafði gert vel en Albert var að hjálpa til á miðjunni og við náðum ekki nægilega miklum krafti í sóknarleikinn.“ „Hákon (Arnar Haraldsson) stóð sig vel við að hjálpa til á miðjunni en það vantaði meiri kraft sóknarlega. Vorum að vonast til að Mikael (Egill Ellertsson) og Mikael (Neville Anderson) gætu komið okkur í framlengingu. Það gekk ekki að þessu sinni.“ Klippa: Hareide eftir Úkaínuleikinn Um Úkraínu „Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við höndluðum þá vel. Þeir voru mikið með boltann en sköpuð sér fá ef einhver. Sá ekki síðara markið nægilega vel, vorum ekki með nógu marga menn til að verja svæðið.“ Framtíðin er björt „Ég held það. Margir öflugir ungir leikmenn sem geta þroskast í að verða virkilega góðir landsliðsmenn. Þurfum samt fleiri varnarmenn. Hjörtur (Hermannsson) er ekki að spila mikið hjá Pisa en hefur staðið sig vel þegar hann spilar í undankeppninni. Sérstaklega gegn Portúgal.“ „Þurfum að koma Daníel (Leó Grétarssyni) á hærra getustig. Hann kemst vonandi upp í dönsku úrvalsdeildina með liði sínu á næstu leiktíð. Sem stendur er Sverrir Ingi (Ingason) eini reyndi varnarmaðurinn okkar.“ „Á árum áður var Ísland með fullt af öflugum og reynslumiklum miðvörðum. Vildi að ég gæti fengið fleiri svoleiðis því nú erum við með fullt af góðum sóknarþenkjandi leikmönnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira