Haraldur mátti ekki hækka launin en Sigríður ekki heldur lækka þau Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 16:12 Haraldur gerði samningana korter í eigin starfslok. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Hæstiréttur telur Harald hafa skort heimild til að hækka laun lögregluþjónanna en þeir hafi tekið við hækkun í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í dag og staðfesti niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Færðir upp um sjö launaflokka Hæstaréttardómar í málum þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar voru kveðnir upp í dag. Þeir eru allir samhljóða enda fjalla þeir um sams konar samninga sem gerðir voru af Haraldi við mennina fjóra. Í dómunum segir að samkomulagið hafi lotið að samsetningu launa lögregluþjónanna en með því hafi þeir verið færðir upp um sjö launaflokka og fimm þrep og föstum mánaðarlegum yfirvinnustundum fækkað úr fimmtíu í þrjár. Þetta hafi falið í sér um það bil fimmtíu prósent hækkun grunnlauna þeirra sem leiddi til samsvarandi hækkunar á lífeyrisréttindum þeirra í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Með gerð samninganna stuðlaði Haraldur að því að skuldbindingar Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hækkuðu um 309 milljónir króna með fjórum pennastrikum. Mest þrjú ár til starfsloka Sem áður segir voru dómar í málinum nánast alveg eins. Í þeim er tekið fram að mislangur, eða misstuttur, tími hafi verið til starfsloka yfirlögreluþjónanna fjögurra. Tíminn hafi verið lengstur hjá Guðmundi Ómari, heil þrjú ár, en stystur hjá Óskari Bjartmarz, aðeins eitt og hálft ár. Mátti breyta yfirvinnutíma en ekki launum Í dómum Hæstaréttar segir að rétturinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur hefði sem forstöðumaður ríkisstofnunar haft formlega heimild til að meta þörf og taka ákvörðun um fjölda fastra yfirvinnustunda sem aðstoðar- og yfirlögregluþjónar fengju greitt fyrir mánaðarlega, innan þeirra fjárheimilda sem embættið hafði. Hins vegar hafi rétturinn talið að með samkomulaginu hefði Haraldur farið út fyrir þær efnislegu heimildir sem hann hafði samkvæmt lögum og kjara- og stofnanasamningi til að breyta samsetningu launa mannanna og að ákvörðunin hefði af þeim ástæðum verið ólögmæt. Ekki grandsamir um heimildarskort og halda laununum Rétturinn hafi aftur á móti talið að í samkomulaginu hefði falist bindandi loforð og að þar sem það hefði snúið að yfirlögregluþjónunum sem launþegum yrði að líta til reglna á sviði vinnuréttar við mat á skuldbindingargildi þess. Ekki hafi verið talið sannað að mennirnir hefðu verið grandsamir um að Harald hefði skort efnislega heimild til að taka þá ákvörðun sem fólst í samkomulaginu. Þess vegna hafi Sigríði Björk Guðjónsdóttur, eftirmanni Haraldar, ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi um launahækkanirnar. Því hafi Hæstiréttur fallist á varakröfur mannanna um að óskipt skylda ríkisins og Ríkislögreglustjóra til að efna samkomulagið. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32 Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna „ómannúðlegrar meðferðar“ Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í dag og staðfesti niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Færðir upp um sjö launaflokka Hæstaréttardómar í málum þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar voru kveðnir upp í dag. Þeir eru allir samhljóða enda fjalla þeir um sams konar samninga sem gerðir voru af Haraldi við mennina fjóra. Í dómunum segir að samkomulagið hafi lotið að samsetningu launa lögregluþjónanna en með því hafi þeir verið færðir upp um sjö launaflokka og fimm þrep og föstum mánaðarlegum yfirvinnustundum fækkað úr fimmtíu í þrjár. Þetta hafi falið í sér um það bil fimmtíu prósent hækkun grunnlauna þeirra sem leiddi til samsvarandi hækkunar á lífeyrisréttindum þeirra í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Með gerð samninganna stuðlaði Haraldur að því að skuldbindingar Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hækkuðu um 309 milljónir króna með fjórum pennastrikum. Mest þrjú ár til starfsloka Sem áður segir voru dómar í málinum nánast alveg eins. Í þeim er tekið fram að mislangur, eða misstuttur, tími hafi verið til starfsloka yfirlögreluþjónanna fjögurra. Tíminn hafi verið lengstur hjá Guðmundi Ómari, heil þrjú ár, en stystur hjá Óskari Bjartmarz, aðeins eitt og hálft ár. Mátti breyta yfirvinnutíma en ekki launum Í dómum Hæstaréttar segir að rétturinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur hefði sem forstöðumaður ríkisstofnunar haft formlega heimild til að meta þörf og taka ákvörðun um fjölda fastra yfirvinnustunda sem aðstoðar- og yfirlögregluþjónar fengju greitt fyrir mánaðarlega, innan þeirra fjárheimilda sem embættið hafði. Hins vegar hafi rétturinn talið að með samkomulaginu hefði Haraldur farið út fyrir þær efnislegu heimildir sem hann hafði samkvæmt lögum og kjara- og stofnanasamningi til að breyta samsetningu launa mannanna og að ákvörðunin hefði af þeim ástæðum verið ólögmæt. Ekki grandsamir um heimildarskort og halda laununum Rétturinn hafi aftur á móti talið að í samkomulaginu hefði falist bindandi loforð og að þar sem það hefði snúið að yfirlögregluþjónunum sem launþegum yrði að líta til reglna á sviði vinnuréttar við mat á skuldbindingargildi þess. Ekki hafi verið talið sannað að mennirnir hefðu verið grandsamir um að Harald hefði skort efnislega heimild til að taka þá ákvörðun sem fólst í samkomulaginu. Þess vegna hafi Sigríði Björk Guðjónsdóttur, eftirmanni Haraldar, ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi um launahækkanirnar. Því hafi Hæstiréttur fallist á varakröfur mannanna um að óskipt skylda ríkisins og Ríkislögreglustjóra til að efna samkomulagið.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32 Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna „ómannúðlegrar meðferðar“ Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira
Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32
Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09