Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Göngumaðurinn hafi verið í fjallgöngu með einum öðrum og komið sér í ógöngur, þannig að hann treysti sér hvorki upp né niður.
Á sama tíma er björgunarsveitin á Akureyri að aðstoða gönguskíðamann á syðri Bungum. Sá slasaðist í baki eftir að hafa dottið á leið sinni.