Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. apríl 2024 11:37 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Landsmenn á leið úr páskaferðalagi hafa víða lent í vandræðum þar sem ófært eða illfært er víða um land. Enn er ófært til Seyðisfjarðar vegna óveðurs á Fjarðarheiði, fimmta daginn í röð. Þá var veginum um Öxnadalsheiði lokað á ný innan við klukkustund eftir að hann var opnaður í morgun vegna áreksturs en hann hafði þá verið lokaður í tvo daga. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir lokanirnar óþægilegar, sérstaklega á stórri ferðahelgi. „Það líður engum vel þegar allt er ófært, reyndar var hægt að keyra í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð. En það er náttúrlega líka mjög hættulegur vegur að fara um og svo eru náttúrulega Múlagöngin einbreið,“ segir Ásthildur. Hún telur að huga þurfi alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, eins og göngum á fleiri stöðum á landinu. „Það ættu að vera í það minnsta tvenn gangaverkefni í gangi á hverjum tíma og ég held að við sem þjóð ættum að ráða við það. Samgöngubætur skipta gríðarlegu máli og það hefur verið skoðað að fara í göng undir Öxnadalsheiðina sem yrðu ellefu kílómetrar og svo styttri göng, svokölluð Bakkaselsgöng sem væru 3,7 kílómetrar. Ég held að við þurfum að fara að huga að því af skynsemi, hvernig megi bæta samgöngur yfir hæsta fjallveg þjóðvegar eitt sem er Öxnadalsheiðin.“ Heiðin of oft lokuð Hún ætlist ekki til þess að slíkt sé sett í forgang og fram fyrir til að mynda göng til Seyðisfjarðar, en telur að huga ætti að því að setja verkefni í einkaframkvæmd til þess að hraða uppbyggingu. „Við erum búin að sjá það síðustu ár að heiðin hefur verið of oft lokuð og það hefur verið erfitt með aðföng í báðar áttir, bæði hingað og síðan suður. Og það verður að skoða þetta, þetta er þjóðvegur eitt. Þetta snýst ekki bara um hagsuni Eyfirðinga eða Þingeyinga þetta snýst um hagsmuni alls landsins.“ Samgönguslys Skagafjörður Færð á vegum Akureyri Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Landsmenn á leið úr páskaferðalagi hafa víða lent í vandræðum þar sem ófært eða illfært er víða um land. Enn er ófært til Seyðisfjarðar vegna óveðurs á Fjarðarheiði, fimmta daginn í röð. Þá var veginum um Öxnadalsheiði lokað á ný innan við klukkustund eftir að hann var opnaður í morgun vegna áreksturs en hann hafði þá verið lokaður í tvo daga. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir lokanirnar óþægilegar, sérstaklega á stórri ferðahelgi. „Það líður engum vel þegar allt er ófært, reyndar var hægt að keyra í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð. En það er náttúrlega líka mjög hættulegur vegur að fara um og svo eru náttúrulega Múlagöngin einbreið,“ segir Ásthildur. Hún telur að huga þurfi alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, eins og göngum á fleiri stöðum á landinu. „Það ættu að vera í það minnsta tvenn gangaverkefni í gangi á hverjum tíma og ég held að við sem þjóð ættum að ráða við það. Samgöngubætur skipta gríðarlegu máli og það hefur verið skoðað að fara í göng undir Öxnadalsheiðina sem yrðu ellefu kílómetrar og svo styttri göng, svokölluð Bakkaselsgöng sem væru 3,7 kílómetrar. Ég held að við þurfum að fara að huga að því af skynsemi, hvernig megi bæta samgöngur yfir hæsta fjallveg þjóðvegar eitt sem er Öxnadalsheiðin.“ Heiðin of oft lokuð Hún ætlist ekki til þess að slíkt sé sett í forgang og fram fyrir til að mynda göng til Seyðisfjarðar, en telur að huga ætti að því að setja verkefni í einkaframkvæmd til þess að hraða uppbyggingu. „Við erum búin að sjá það síðustu ár að heiðin hefur verið of oft lokuð og það hefur verið erfitt með aðföng í báðar áttir, bæði hingað og síðan suður. Og það verður að skoða þetta, þetta er þjóðvegur eitt. Þetta snýst ekki bara um hagsuni Eyfirðinga eða Þingeyinga þetta snýst um hagsmuni alls landsins.“
Samgönguslys Skagafjörður Færð á vegum Akureyri Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira