Lítill hópur heldur uppi sölunni í ÁTVR Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2024 11:27 Svala og Halldóra. Þær segja að viðhorfin hafi breyst en enn sé löggjafinn tregur í taumi í að breyta um stefnu í vímuefnamálum. vísir/Jóhann/Einar Takmarkaður hópur fólks kaupir langmest af því áfengi sem selt er í Vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. En þetta er sama fólk og glímir við áfengisvanda. Eða svo segir Svala Jóhannesdóttir, sem er formaður Matthildar – samtök um skaðaminnkun. Hún segir þetta óábyrgt af íslenska ríkinu, að hafa ekki sett vínbúðum sínum skaðaminnkandi stefnu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Frelsið er yndislegt, hlaðvarpsþætti Afstöðu en þar var Svala gestur ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði. En þar var einkum til tals skaðaminnkun. Verðum að leita annarra leiða Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi en báðar vilja stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. Hún sagði að ekkert aldurstakmark væri við sölu á öðrum eiturlyfjum, í heimi sem snýst um mannorð og ofbeldi. Við verðum að hugsa upp aðrar leiðir. Halldóra sagði að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. Þingmál Ásmundar standar á afstöðu VG Lyfjahampur var einnig ræddur og sú vitundarvakning sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. Halldóra sagði umhverfið vera að breytast hröðum skrefum. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.“ Þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að það verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Er það rakið til andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við málið. Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Lyf Fíkn Fíkniefnabrot Verslun Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Eða svo segir Svala Jóhannesdóttir, sem er formaður Matthildar – samtök um skaðaminnkun. Hún segir þetta óábyrgt af íslenska ríkinu, að hafa ekki sett vínbúðum sínum skaðaminnkandi stefnu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Frelsið er yndislegt, hlaðvarpsþætti Afstöðu en þar var Svala gestur ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði. En þar var einkum til tals skaðaminnkun. Verðum að leita annarra leiða Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi en báðar vilja stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. Hún sagði að ekkert aldurstakmark væri við sölu á öðrum eiturlyfjum, í heimi sem snýst um mannorð og ofbeldi. Við verðum að hugsa upp aðrar leiðir. Halldóra sagði að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. Þingmál Ásmundar standar á afstöðu VG Lyfjahampur var einnig ræddur og sú vitundarvakning sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. Halldóra sagði umhverfið vera að breytast hröðum skrefum. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.“ Þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að það verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Er það rakið til andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við málið.
Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Lyf Fíkn Fíkniefnabrot Verslun Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira