Ekkert ferðamannagos Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2024 21:31 Enn er stöðug virkni í eldgosinu eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í dag. Vísir/Björn Steinbekk Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkur áhugi er meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði. Nú þegar átján dagar síðan að eldgosið hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells er virknin enn stöðug og lítið sem bendir til þess að eldgosinu ljúki í bráð. Fáir hafa getað séð gosið þar sem svæðið í kring hefur að mestu leyti verið lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að nokkur bið geti orðið á að fólk fái að fara að gosstöðvunum. „Eins og staðan er í augnablikinu þá getum við ekki bætt á okkur verkefnum. Þannig að það er eitthvað sem bíður eitthvað inn í vorið.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki tímabært að hleypa ferðamönnum að gosstöðvunum við Sundhnúk.Vísir/Einar Hann segir nálægð gossins við Grindavíkurbæ hafa sitt að segja. „Verkefnið hingað til hefur verið, má segja, að verja bæinn og halda óviðkomandi frá bænum. Þannig ef við förum að hleypa fólki að þessu gosi þá ertu kominn með almenning svo til inn í Grindavík. Þannig að það er svona í mörg horn að líta þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu þá er þetta eitthvað sem bíður.“ Nokkuð er um að þyrlur hafi flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið með ferðamenn en ferðirnar eru þó ekki jafn margar og þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli. Þá er líka eitthvað um að ferðamönnum, sem hafa viljað sjá gosið, hafi verið snúið við við lokunarpósta. Úlfar segir reynt að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem hefur ekki tilskilin leyfi. „Það eru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem sjá um lokunarpósta bara í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.“ Hann á von að að áhugi á að komast að gosstöðvunum komi til með að aukast. „Með svona betra veðri þá held ég að ásókn á þennan stað komi til með að aukast ef þetta breytist ekki. Það virðist vera tiltölulega stöðugt eins og gosið lítur út í dag. Ég er nú að bíða eftir því að því ljúki. Það myndi hjálpa okkur.“ Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nú þegar átján dagar síðan að eldgosið hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells er virknin enn stöðug og lítið sem bendir til þess að eldgosinu ljúki í bráð. Fáir hafa getað séð gosið þar sem svæðið í kring hefur að mestu leyti verið lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að nokkur bið geti orðið á að fólk fái að fara að gosstöðvunum. „Eins og staðan er í augnablikinu þá getum við ekki bætt á okkur verkefnum. Þannig að það er eitthvað sem bíður eitthvað inn í vorið.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki tímabært að hleypa ferðamönnum að gosstöðvunum við Sundhnúk.Vísir/Einar Hann segir nálægð gossins við Grindavíkurbæ hafa sitt að segja. „Verkefnið hingað til hefur verið, má segja, að verja bæinn og halda óviðkomandi frá bænum. Þannig ef við förum að hleypa fólki að þessu gosi þá ertu kominn með almenning svo til inn í Grindavík. Þannig að það er svona í mörg horn að líta þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu þá er þetta eitthvað sem bíður.“ Nokkuð er um að þyrlur hafi flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið með ferðamenn en ferðirnar eru þó ekki jafn margar og þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli. Þá er líka eitthvað um að ferðamönnum, sem hafa viljað sjá gosið, hafi verið snúið við við lokunarpósta. Úlfar segir reynt að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem hefur ekki tilskilin leyfi. „Það eru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem sjá um lokunarpósta bara í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.“ Hann á von að að áhugi á að komast að gosstöðvunum komi til með að aukast. „Með svona betra veðri þá held ég að ásókn á þennan stað komi til með að aukast ef þetta breytist ekki. Það virðist vera tiltölulega stöðugt eins og gosið lítur út í dag. Ég er nú að bíða eftir því að því ljúki. Það myndi hjálpa okkur.“
Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01