Hlíft við tækifærum Pawel Bartoszek skrifar 4. apríl 2024 15:30 Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Ég er nægilega gamall til að muna eftir samræmdum prófum sem og rökum nemenda og kennara gegn þeim: Þau steyptu alla skóla í sama mót, þau gerðu það að verkum að allir lærðu fyrst og undir prófið, þau létu fólk setja önnur fög en þau sem var prófað úr samræmt í aftari sæti. Loks gátu þau komið óeðlilega illa niður á fólki sem var stressað þennan eina dag, eða einstaklingum sem voru góðir námsmenn, en lélegir að taka próf. Engu að síður held ég að það hafi verið ákveðinn kostur fyrir nemendur að fá samanburð við aðra nemendur landsins, samanburð sem byggðist á prófi og yfirferð sem þeirra kennarar og þeirra skóli höfðu ekkert að gera með. Það ætti það að vera jafnréttismál og sanngirnismál að fá fram slíkar mælingar. Þær eru, þrátt fyrir allt, besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap sem við höfum. Þar til fyrir stuttu voru nemendur raunar reglulega prófaðir með samræmdum hætti, með samræmdu könnunarprófunum, en þau próf voru ekki nýtt, t.d. við inntöku í framhaldsskóla. Rökin gegn því að gera voru að við fólk vildi ekki að þau yrðu svokölluð “high-risk” próf, eða próf þar sem mikið er undir. Ég ætla að draga í efa þá forsendu að það sé gagnlegt að hlífa fólki sem lengst við öllum “high-risk” aðstæðum. Lífið er fullt af þeim: atvinnuviðtöl, stefnumót, próf í háskóla, mikilvægir fyrirlestrar í vinnunni, erfið samtöl við lykil-viðskiptavini og frumsýningar sem maður tekur þátt í. Allt þetta eru aðstæður þar sem mikið er undir. Fjölmargir krakkar blómstra í íþróttum. Íþróttir ganga meira og minna út á “high-risk” aðstæður. Fótboltaleikur, fimleikamót eða sundkeppni eru allt “high-risk” viðburðir. En markmið með íþróttaþjálfun er ekki að hlífa krökkum við þeim heldur að búa þá undir þá. Það ætti enda að vera markmið hvers kyns þjálfunar. Ég er ekki á þeirri skoðun að samræmd próf ættu að loka einhverjum möguleikum eða vera eini þáttur við inntöku í skóla. En afnám samræmds mats breytir því ekki að sumir framhaldsskólar þurfa samt að velja inn nemendur. Framhaldsskólarnir gera það nú á grundvelli skólaeinkunna, sem gefnar eru af kennurum sem þekkt hafa nemendur sína í mörg ár. Sumir grunnskólar skipuleggja starf sitt þannig að tiltölulega auðvelt fá “A”, til dæmis með því að sækja sér auka-einingar í framhaldsskóla. Aðrir skólar gefa einkunnina “A” nánast aldrei. Við erum því með kerfi þar sem einkunnarkvarðinn hefur verið samræmdur en ekki einkunnargjöfin. Skólaeinkunnin er síðan notuð við skólainntöku eins og um samræmda einkunn væri að ræða, nema að hún er það augljóslega ekki. Þótt sú aðferð að nýta samræmd próf til að mæla færni nemenda við lok skólastigs séu ekki fullkomin er vandséð hvernig það kerfi sem hefur tekið við sé betra, gagnsærra eða sanngjarnara. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Viðreisn Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Ég er nægilega gamall til að muna eftir samræmdum prófum sem og rökum nemenda og kennara gegn þeim: Þau steyptu alla skóla í sama mót, þau gerðu það að verkum að allir lærðu fyrst og undir prófið, þau létu fólk setja önnur fög en þau sem var prófað úr samræmt í aftari sæti. Loks gátu þau komið óeðlilega illa niður á fólki sem var stressað þennan eina dag, eða einstaklingum sem voru góðir námsmenn, en lélegir að taka próf. Engu að síður held ég að það hafi verið ákveðinn kostur fyrir nemendur að fá samanburð við aðra nemendur landsins, samanburð sem byggðist á prófi og yfirferð sem þeirra kennarar og þeirra skóli höfðu ekkert að gera með. Það ætti það að vera jafnréttismál og sanngirnismál að fá fram slíkar mælingar. Þær eru, þrátt fyrir allt, besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap sem við höfum. Þar til fyrir stuttu voru nemendur raunar reglulega prófaðir með samræmdum hætti, með samræmdu könnunarprófunum, en þau próf voru ekki nýtt, t.d. við inntöku í framhaldsskóla. Rökin gegn því að gera voru að við fólk vildi ekki að þau yrðu svokölluð “high-risk” próf, eða próf þar sem mikið er undir. Ég ætla að draga í efa þá forsendu að það sé gagnlegt að hlífa fólki sem lengst við öllum “high-risk” aðstæðum. Lífið er fullt af þeim: atvinnuviðtöl, stefnumót, próf í háskóla, mikilvægir fyrirlestrar í vinnunni, erfið samtöl við lykil-viðskiptavini og frumsýningar sem maður tekur þátt í. Allt þetta eru aðstæður þar sem mikið er undir. Fjölmargir krakkar blómstra í íþróttum. Íþróttir ganga meira og minna út á “high-risk” aðstæður. Fótboltaleikur, fimleikamót eða sundkeppni eru allt “high-risk” viðburðir. En markmið með íþróttaþjálfun er ekki að hlífa krökkum við þeim heldur að búa þá undir þá. Það ætti enda að vera markmið hvers kyns þjálfunar. Ég er ekki á þeirri skoðun að samræmd próf ættu að loka einhverjum möguleikum eða vera eini þáttur við inntöku í skóla. En afnám samræmds mats breytir því ekki að sumir framhaldsskólar þurfa samt að velja inn nemendur. Framhaldsskólarnir gera það nú á grundvelli skólaeinkunna, sem gefnar eru af kennurum sem þekkt hafa nemendur sína í mörg ár. Sumir grunnskólar skipuleggja starf sitt þannig að tiltölulega auðvelt fá “A”, til dæmis með því að sækja sér auka-einingar í framhaldsskóla. Aðrir skólar gefa einkunnina “A” nánast aldrei. Við erum því með kerfi þar sem einkunnarkvarðinn hefur verið samræmdur en ekki einkunnargjöfin. Skólaeinkunnin er síðan notuð við skólainntöku eins og um samræmda einkunn væri að ræða, nema að hún er það augljóslega ekki. Þótt sú aðferð að nýta samræmd próf til að mæla færni nemenda við lok skólastigs séu ekki fullkomin er vandséð hvernig það kerfi sem hefur tekið við sé betra, gagnsærra eða sanngjarnara. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun