Landsmenn treysta fjármálaráðgjöf minnst allra Evrópuþjóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2024 20:01 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir hægt að snúa neikvæðu viðhorfi til fjármálastofnanna við með góðum starfsháttum. Vísir/Sigurjón Íslendingar bera minnst traust allra íbúa Evrópu til fjármálaráðgjafar fjármálastofnanna. Þá er helmingur allra landsmanna neikvæður gagnvart fjármálakerfinu. Bankastjóri Arion banka telur að fjármálahrunið hafi enn þá áhrif. Hægt sé að snúa þessu við með góðum starfsháttum. Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kemur fram að sjötíu og fimm prósent landsmanna eru ekki of viss eða alls ekki viss um hvort þau treysta ráðgjöf frá eigin banka eða tryggingafélagi. Sambærilegt hlutfall hjá Evrópuþjóðum er um fjörutíu og fimm prósent. Flestir landsmenn treysta ekki fjárfestingarráðgjöf frá fjármálaraðgjafa í eigin banka en 75 prósent voru ekki of viss eða alls ekki viss um hana í nýrri könnun Gallup.Vísir/Hjalti Annar hver Íslendingur er neikvæður gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá eru fjórir af hverjum tíu hlutlausir í skoðun sinni og þrettán prósent eru jákvæð gagnvart því. Viðhorf landsmanna til eigin viðskiptabanka og tryggingafélags eru þó mun jákvæðari en um helmingur er þeirrar skoðunar. Þá eru Íslendingar mun iðnari við að færa viðskipti sín milli fjármálastofnanna en aðrar þjóðir. á fimm ára tímabili færði um helmingur aðspurðra viðskipti sín til annarra fjármálafyrirtækja. Hlutfallið var þrjátíu prósent hjá öðrum Evrópubúum. Fjármálahrunið hafi enn mikil áhrif Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka kynnti niðurstöðurnar á fjármálaráðstefnu SFF í bankanum. Hann telur að fjármálahrunið fyrir tæpum sextán árum hafi enn áhrif. „Því miður er viðhorf til almennings til fjármálakerfisins enn þá dálítið neikvætt. Við sjáum það í samanburðarkönnun sem við létum gera við önnur Evrópuríki að það eru löndin sem fóru verst út úr fjármálakreppunni 2008 sem eru enn þá að mælast með neikvæðasta viðhorfið,“ segir Benedikt. Aðrir þættir komi líka til. „Vaxtastigið er hærra hér en í nágrannaþjóðunum og fjármögnunarkjör Íslands erlendis eru hærri en hjá nágrannaþjóðunum og það hefur áhrif á þau kjör sem við getum boðið,“ segir hann. Benedikt telur einnig að fréttir eins og af síðasta hlutafjárútboði í Íslandsbanka þar sem í ljós komu margir vankantar og fregnir í kringum kaup Landsbankans á TM hafi líka áhrif á viðhorf landsmanna. „Allar neikvæðar fréttir í kringum fjármálafyrirtæki hafa truflandi áhrif,“ segir hann. Hann segir hægt að snúa þessu við. „Við gerum það góðum starfsháttum, með upplýsingum og fræðslu,“ segir Benedikt. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kemur fram að sjötíu og fimm prósent landsmanna eru ekki of viss eða alls ekki viss um hvort þau treysta ráðgjöf frá eigin banka eða tryggingafélagi. Sambærilegt hlutfall hjá Evrópuþjóðum er um fjörutíu og fimm prósent. Flestir landsmenn treysta ekki fjárfestingarráðgjöf frá fjármálaraðgjafa í eigin banka en 75 prósent voru ekki of viss eða alls ekki viss um hana í nýrri könnun Gallup.Vísir/Hjalti Annar hver Íslendingur er neikvæður gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá eru fjórir af hverjum tíu hlutlausir í skoðun sinni og þrettán prósent eru jákvæð gagnvart því. Viðhorf landsmanna til eigin viðskiptabanka og tryggingafélags eru þó mun jákvæðari en um helmingur er þeirrar skoðunar. Þá eru Íslendingar mun iðnari við að færa viðskipti sín milli fjármálastofnanna en aðrar þjóðir. á fimm ára tímabili færði um helmingur aðspurðra viðskipti sín til annarra fjármálafyrirtækja. Hlutfallið var þrjátíu prósent hjá öðrum Evrópubúum. Fjármálahrunið hafi enn mikil áhrif Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka kynnti niðurstöðurnar á fjármálaráðstefnu SFF í bankanum. Hann telur að fjármálahrunið fyrir tæpum sextán árum hafi enn áhrif. „Því miður er viðhorf til almennings til fjármálakerfisins enn þá dálítið neikvætt. Við sjáum það í samanburðarkönnun sem við létum gera við önnur Evrópuríki að það eru löndin sem fóru verst út úr fjármálakreppunni 2008 sem eru enn þá að mælast með neikvæðasta viðhorfið,“ segir Benedikt. Aðrir þættir komi líka til. „Vaxtastigið er hærra hér en í nágrannaþjóðunum og fjármögnunarkjör Íslands erlendis eru hærri en hjá nágrannaþjóðunum og það hefur áhrif á þau kjör sem við getum boðið,“ segir hann. Benedikt telur einnig að fréttir eins og af síðasta hlutafjárútboði í Íslandsbanka þar sem í ljós komu margir vankantar og fregnir í kringum kaup Landsbankans á TM hafi líka áhrif á viðhorf landsmanna. „Allar neikvæðar fréttir í kringum fjármálafyrirtæki hafa truflandi áhrif,“ segir hann. Hann segir hægt að snúa þessu við. „Við gerum það góðum starfsháttum, með upplýsingum og fræðslu,“ segir Benedikt.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira