Fjármálamarkaðir

Fréttamynd

Veðjuðu á frekari verð­lækkun Al­vot­ech skömmu áður en gengið rauk upp

Umfang skortsölu með hlutabréf Alvotech hélt áfram að aukast verulega dagana og vikurnar áður en félagið birti uppfærða afkomuspá fyrr í þessum mánuði, sem hefur þýtt að hlutabréfverðið hefur rokið upp, og fjárfestar sem stóðu að þeim viðskiptum munu að óbreyttu taka á sig nokkurt högg. Fjöldi skortseldra hluta í hlutabréfum Alvotech á markaði vestanhafs meira en tífaldaðist á fáeinum mánuðum en þrátt fyrir viðsnúning í gengi bréfa félagsins, sem er núna að bæta við skráningu í Stokkhólmi, er markaðsvirði þess niður um fimmtung á árinu.

Innherji
Fréttamynd

Marg­föld umframáskrift en út­boðið ekki stækkað í bili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta var ekki rétt, al­veg klár­lega“

Fyrrverandi eigandi PPP segir að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir. Hann sakar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir sjóðir bæta nokkuð við stöðu sína í stuttum ríkis­verðbréfum

Viðsnúningur varð í fjárfestingu erlendra sjóða í íslenskum ríkisverðbréfum en eftir að hafa losað nokkuð um stöðu sína í slíkum bréfum í mars bættu þeir við sig fyrir jafnvirði milljarða króna í liðnum mánuði. Hreint fjármagnsinnflæði vegna kaupa á ríkisskuldabréfum nemur um átta milljörðum frá áramótum en á sama tíma hefur vaxtamunur við útlönd heldur farið lækkandi.

Innherji
Fréttamynd

Gagnaþjófnaður til rann­sóknar á þremur stöðum

Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun vegna gagnaþjófnaðarins frá sérstökum saksóknara. Ríkissaksóknari hefur sagt sig frá rannsókn málsins og vísað því til lögreglunnar á Suðurlandi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka málið til umfjöllunar.

Innlent
Fréttamynd

Sér­stakt áhyggju­efni „hversu veik­burða“ ís­lenski hluta­bréfa­markaðurinn er

Með hliðsjón af þjóðhagslegu mikilvægi þess að vera með skilvirkan hlutabréfamarkaði þá er það „sérstakt áhyggjuefni“ hversu veikburða hann er hér á landi, að sögn stjórnanda hjá Kviku, en bankinn fór ekki varhluta af erfiðu árferði á mörkuðum á fyrsta fjórðungi með minni tekjum í markaðsviðskiptum og samdrætti í eignum í stýringu. Forstjóri Kviku, sem skilaði ágætis uppgjöri með arðsemi rétt undir markmiði sínu, viðurkennir að umbreyting Aur í þá átt að bjóða upp á víðtækari bankaþjónustu hafi gengið hægt en bankinn mun á „allra næstu vikum“ hefja innreið sína á húsnæðislánamarkað undir vörumerki Auðar.

Innherji
Fréttamynd

Styrking krónu og verð­fall hluta­bréfa tók eignir sjóðanna niður um 400 milljarða

Skörp gengisstyrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal, ásamt talsverðum verðlækkunum hlutabréfa bæði hér heima og vestanhafs, þýddi að eignir íslensku lífeyrissjóðanna skruppu saman um nærri fjögur hundruð milljarða á aðeins tveimur mánuðum í febrúar og mars. Hlutabréfaverð um allan heim, einkum í Bandaríkjunum þar sem erlendar eignir sjóðanna eru að stórum hluta, féll enn frekar eftir að Bandaríkjaforseti boðaði tollastríð við umheiminn í upphafi apríl en markaðir hafa rétt nokkuð úr kútnum á allra síðustu vikum.

Innherji
Fréttamynd

Dropp metið á nærri tvo milljarða þegar sjóðurinn Aldir keypti ráðandi hlut

Fyrirtækið Dropp, sem hefur stækkað hratt undanfarin ár og sérhæfir sig í sendingarþjónustu fyrir netverslanir, var verðmetið á hátt í tvo milljarða króna þegar hinn nýlega stofnaði framtakssjóður Aldir stóð að kaupum á ráðandi eignarhlut í félaginu seint á árinu 2024. Helstu hluthafar sjóðsins, sem fjárfesti í tveimur félögum á liðnu ári, eru lífeyrissjóðir – LSR þar stærstur – og fjárfestingafélög Heiðars Guðjónssonar og viðskiptafélaganna Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, en þeir eru jafnframt meðal eigenda rekstrarfélagsins.

Innherji
Fréttamynd

Markaðurinn tals­vert undir­verðlagður og á­fram er út­lit fyrir ó­vissu og óró­leika

Mikil umskipti hafa orðið á skömmum tíma í verðlagningu á félögum í Kauphöllinni, sem var að nálgast jafnvægi í byrjun ársins, en eftir að „eldi og brennisteini tók að rigna“ eru fyrirtæki á markaði núna að nýju almennt verulega vanmetin, samkvæmt hlutabréfagreinanda. Hann telur líklegt að óvissa og óróleiki muni einkenna hlutabréfamarkaði næstu misserin og við slíkar aðstæður sé „almennt skynsamlegt“ að auka vægi stöðugra arðgreiðslufélaga í eignasafninu.

Innherji
Fréttamynd

Á­ætlun Trump gangi engan veginn upp

Hagkerfið er byrjað að kólna og gæti stefnt í kreppu sem að mestu má rekja til breyttrar en óljósrar stefnu Bandaríkjastjórnar í efnahags- og tollamálum. Þetta segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

EIF verður kjöl­festu­fjár­festir í nýjum 22 milljarða fram­taks­sjóði hjá Alfa

Alfa Framtak hefur klárað fjármögnun á nýjum 22 milljarða framtakssjóði, sem getur stækkað enn frekar, en til viðbótar við breiðan hóp íslenskra stofnana- og fagfjárfesta er Evrópski fjárfestingarsjóðurinn (EIF) meðal kjölfestufjárfesta með um tuttugu prósenta hlutdeild. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendir fjárfestar koma að stofnun á íslenskum framtakssjóði en áætlað er að sjóðurinn hjá Alfa muni koma að fjárfestingum í átta til tólf fyrirtækjum hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Er­lend út­lán bankanna mögu­lega „van­metin“ skýring á styrkingu krónunnar

Samtímis mikilli aukningu í útlánum bankanna til fyrirtækja í erlendri mynt á undanförnum mánuðum þá hafa þeir selt niður aðrar gjaldeyriseignir, að því er kemur fram í nýrri greiningu, sem kann að vera „vanmetin þáttur“ í gengisstyrkingu krónunnar frá því á haustmánuðum síðasta árs. Í síðustu viku hóf Seðlabankinn regluleg kaup sín á gjaldeyri, sem hafa það að markmiði að efla forðann, en eftir gengishækkun og fjarveru lífeyrissjóða á markaði eru flestir sérfræðingar sammála um að tímasetning bankans sé góð.

Innherji
Fréttamynd

„Verð­tryggða bak­slagið“ tíma­bundið og býst við endur­komu nafn­vaxtalána­kerfis

Eftir mikla ásókn heimila í verðtryggða lánsfjármögnun á tímum hárra vaxta eru teikn á lofti um að „þetta verðtryggða bakslag“ verði skammvinnt samhliða því að verðbólgan fer núna lækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Hann telur að við séum að fara sjá endurkomu nafnvaxtalánakerfis, meðal annars vegna áherslu heimila á að byggja upp eigið fé, og bendir á að viðskiptabankarnir vilji sömuleiðis minnka vægi sitt í verðtryggðum útlánum.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður ACRO jókst yfir fimm­tíu pró­sent og nam nærri milljarði króna

Umtalsverður tekjuvöxtur ACRO verðbréfa á liðnu ári skilaði sér í því að hagnaður félagsins tók mikið stökk og nam hátt í einum milljarði króna eftir skatt. Verðbréfafyrirtækið, sem hefur meðal annars haft umsjón með stórum fjármögnunum hér heima fyrir Alvotech síðustu misseri og ár, greiðir meginþorra þess hagnaðar út í arð til eigenda.

Innherji
Fréttamynd

Góður tími fyrir gjald­eyris­kaup bankans og ætti að bæta jafn­vægið á markaði

Ákvörðun Seðlabankans að hefja reglukaup kaup á gjaldeyri kemur á góðum tímapunkti, að mati gjaldeyrismiðlara, núna þegar lífeyrissjóðir hafa dregið sig til hlés samtímis talsverðu innflæði á markaðinn sem hefur ýtt undir gengisstyrkingu krónunnar. Áætluð kaup bankans, gerð í því skyni að styrkja gjaldeyrisforðann sem hefur farið lækkandi, ættu ekki að hafa mikil áhrif á gengið en krónan gaf lítillega eftir við opnun markaða í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Þegar búið að verð­leggja inn „ansi mikil“ nei­kvæð á­hrif í nú­verandi verð fé­laga

Sé litið til fyrri stórra niðursveiflna á hlutabréfamörkuðum, eins og við upphaf heimsfaraldursins og þegar netbólan sprakk um aldamótin, þá hefur sagan sýnt að kaup í markaði við núverandi aðstæður geta reynst hagfelld til lengri tíma litið, segir framkvæmdastjóri Acro Verðbréfa. Hann telur ljóst að búið sé að verðleggja nú þegar inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í hlutabréfaverð félaga í Kauphöllinni vegna óvissu og umróts á alþjóðamörkuðum og sér þess ekki endilega merki að almenningur sé að losa um stöður umfram stærri fjárfesta.

Innherji
Fréttamynd

„Vekur sér­staka at­hygli“ að opin­ber út­gjöld verði á­fram hærri en fyrir far­aldur

Fjármálaráð beinir því til stjórnvalda að greina af hverju umfang útgjalda hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu hefur haldist jafn hátt og raun ber vitni eftir heimsfaraldur, þróun sem er á skjön við aðrar þjóðir, og segir jafnframt „óákjósanlegt“ að hið opinbera sé búið að vera leiðandi í launaþróun á vinnumarkaði frá árinu 2020. Þótt ráðið segist fagna því að tekin er upp útgjaldaregla þá þurfi að tryggja að hún verði bæði nægjanlega ströng og bindandi, auk þess sem varast skuli að árlegur tveggja prósenta raunútgjaldavöxtur verði sérstakt markmið – heldur aðeins hámark.

Innherji
Fréttamynd

Minni efna­hags­um­svif vegna tolla­stríðs gæti opnað á „hraust­lega“ vaxtalækkun

Ísland er ekki eyland og vaxandi ótti fjárfesta við samdrátt í heimshagkerfinu, sem birtist meðal annars í mikilli lækkun olíuverðs, mun skila sér í minni efnahagsumsvifum hér á landi og gæti gefið peningastefnunefnd Seðlabankans færi á því að losa talsvert um raunvaxtaaðhaldið, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Það ætti að kalla um leið á „hraustlega“ vaxtalækkun í næsta mánuði, mögulega um 100 punkta, en verðbólguálag til skamms tíma hefur lækkað skarpt að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

Að hugsa hið ó­hugsan­lega

Það er freistandi að tala um Trump sem einhvers konar pólitískan frumkvöðul sem er undir áhrifum Schumpeters og er að umbreyta hinu pólitíska landslagi. Með þessum aðgerðum er hins vegar ekki verið að ýta undir alþjóðaviðskipti eða nýsköpun eins og flestir frumkvöðlar myndu styðja heldur verið að gera efnahagslega tilraun sem gæti mulið grunninn undan kapítalismanum.

Umræðan
Fréttamynd

Kerfi alþjóða­við­skipta í upp­námi og erfitt að verð­leggja á­hættu til lengri tíma

Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir.

Innherji
Fréttamynd

Minni fjár­festar flýja ó­vissu og um 600 milljarða markaðs­virði þurrkast út

Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta.

Innherji
Fréttamynd

Goð­sögnin um UFS-sjóði sem rót­tækar „woke"- fjár­festingar

Í nýlegu viðtali á Vísir.is sagði Arent Orri Jónsson Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að Z-kynslóðin vilji að fyrirtæki starfi samkvæmt gildum sem hún lítur á sem leiðarljós. Í sama viðtali tók Sigurbjörg Guðmundsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs í sama streng og sagði: „... áhersla okkar kynslóðar er mjög sterk á umhverfismálin, sjálfbærnimálin og jafnréttismálin.“ 

Skoðun