Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2024 14:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. Þetta kemur fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu sem hófst klukkan 14. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, verður áfram félagsmálaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur inn í ríkisstjórn og verður matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður aftur utanríkisráðherra. Lyklaskipti verða á morgun og ríkisráðsfundur í kvöld. „Samstarf þessara þriggja flokka á sér djúpar rætur. Við höfum verið í samstarfi frá árinu 2017 og eftir kosningarnar 2021 var stjórnarsamstarfið endurnýjað og stjórnarsáttmálinn uppfærður miðað við þær aðstæður sem þá voru í samfélaginu,“ sagði Bjarni í upphafi fundarins. Flokkarnir hafi átt mjög góðar viðræður undanfarna daga og ríkisstjórnin verið að máta sig við þær samfélagsaðstæður sem nú eru uppi. Félagarnir á leið inn á blaðamannafundinn.Vísir/Vilhelm „Þær breytingar sem verða í ríkisstjórninni eru þá þær að forsætisráðherrastóllinn færist til Sjálfstæðisflokksins og ég mun færast yfir í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi fer þá í fjármálaráðuneytið og innviðaráðuneytið færist þá til Vinstri grænna. Það leiðir af eðli máls að það kemur inn nýr ráðherra fyrir Vinstri græna í stað þess sem hverfur á braut,“ sagði Bjarni. Það hafi verið ríkisstjórninni mikilvægt að tryggja áfram pólitískan stöðugleika þrátt fyrir brotthvarf Katrínar. Mörg mál þurfi að klára í gegnum þingið áður en blásið verði til annarra kosninga og nefnir Bjarni mál eins og frumvarp félagsmálaráðherra um örorku, orkumálin og málefni innflytjenda og hælisleitenda. „Það mál er nú komið inn í þingið og það er algjört forgangsmál að það mál fái að klárast á þessu þingi. Slík áform verða auðvitað að engu ef menn ná ekki saman og þess vegna höfum við notað tímann vel til þess að ná saman. Við teljum að við búum við góðar ytri aðstæður. Nú er nýlokið kjarasamningagerð, það er uppsláttur í hagkerfinu heilt yfir þó verðbólga sé enn of mikil og við stefnum mjög bjartsýn fram veginn,“ segir Bjarni. Niðurstaða komin í gær Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta á föstudaginn og lét af störfum sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samdægurs. Á sunnudag fór hún á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta landsins og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Guðni varð við því en fól henni að sitja áfram sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn væri mynduð. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa undanfarna daga fundað stíft og reynt að ná saman í helstu deilumálum enda hefur verið talað um að Katrín hafi verið límið í ríkisstjórninni og því ýmislegt sem ný forysta flokksins þurfti að ræða við Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Niðurstaða um það hvernig ráðherrastólum yrði stokkað upp var komin í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti breytingar á ríkisstjórn á þingflokksfundi í gærkvöldi og Framsóknarmenn á fundi í morgun. Vinstri græn samþykktu breytingarnar á þingflokksfundi í hádeginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. 9. apríl 2024 12:22 Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9. apríl 2024 11:53 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Þetta kemur fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu sem hófst klukkan 14. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, verður áfram félagsmálaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur inn í ríkisstjórn og verður matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður aftur utanríkisráðherra. Lyklaskipti verða á morgun og ríkisráðsfundur í kvöld. „Samstarf þessara þriggja flokka á sér djúpar rætur. Við höfum verið í samstarfi frá árinu 2017 og eftir kosningarnar 2021 var stjórnarsamstarfið endurnýjað og stjórnarsáttmálinn uppfærður miðað við þær aðstæður sem þá voru í samfélaginu,“ sagði Bjarni í upphafi fundarins. Flokkarnir hafi átt mjög góðar viðræður undanfarna daga og ríkisstjórnin verið að máta sig við þær samfélagsaðstæður sem nú eru uppi. Félagarnir á leið inn á blaðamannafundinn.Vísir/Vilhelm „Þær breytingar sem verða í ríkisstjórninni eru þá þær að forsætisráðherrastóllinn færist til Sjálfstæðisflokksins og ég mun færast yfir í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi fer þá í fjármálaráðuneytið og innviðaráðuneytið færist þá til Vinstri grænna. Það leiðir af eðli máls að það kemur inn nýr ráðherra fyrir Vinstri græna í stað þess sem hverfur á braut,“ sagði Bjarni. Það hafi verið ríkisstjórninni mikilvægt að tryggja áfram pólitískan stöðugleika þrátt fyrir brotthvarf Katrínar. Mörg mál þurfi að klára í gegnum þingið áður en blásið verði til annarra kosninga og nefnir Bjarni mál eins og frumvarp félagsmálaráðherra um örorku, orkumálin og málefni innflytjenda og hælisleitenda. „Það mál er nú komið inn í þingið og það er algjört forgangsmál að það mál fái að klárast á þessu þingi. Slík áform verða auðvitað að engu ef menn ná ekki saman og þess vegna höfum við notað tímann vel til þess að ná saman. Við teljum að við búum við góðar ytri aðstæður. Nú er nýlokið kjarasamningagerð, það er uppsláttur í hagkerfinu heilt yfir þó verðbólga sé enn of mikil og við stefnum mjög bjartsýn fram veginn,“ segir Bjarni. Niðurstaða komin í gær Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta á föstudaginn og lét af störfum sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samdægurs. Á sunnudag fór hún á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta landsins og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Guðni varð við því en fól henni að sitja áfram sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn væri mynduð. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa undanfarna daga fundað stíft og reynt að ná saman í helstu deilumálum enda hefur verið talað um að Katrín hafi verið límið í ríkisstjórninni og því ýmislegt sem ný forysta flokksins þurfti að ræða við Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Niðurstaða um það hvernig ráðherrastólum yrði stokkað upp var komin í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti breytingar á ríkisstjórn á þingflokksfundi í gærkvöldi og Framsóknarmenn á fundi í morgun. Vinstri græn samþykktu breytingarnar á þingflokksfundi í hádeginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. 9. apríl 2024 12:22 Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9. apríl 2024 11:53 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18
Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. 9. apríl 2024 12:22
Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9. apríl 2024 11:53