Handtekin í gær og les Bjarna pistilinn í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2024 22:10 Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún segir ofbeldismenningu þrífast innan ríkisstjórnarinnar. Listakonan Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún vill meina að það sé ofbeldi að Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fái að valsa um valdastöður í íslensku samfélagi. Margrét skrifar um handtökuna, nýjan forsætisráðherra og það sem hún lýsir sem meðvirkni með ofbeldi í skoðanagreininni „Ofbeldismenning í ríkisstjórninni“ sem birtist á Vísi í kvöld. Þar segist hún hafa verið handtekin af því hún sé ekki lengur meðvirk með „gerendum þessarar þjóðar“. Margrét segist hafa upplifað ofbeldi þegar hún sá fréttir af því að Bjarni Benediktsson væri orðin forsætisráðherra. Ofbeldi sem birtist í því að Bjarni fái „að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.“ „Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðast blindaðir af ótta, meðvirkni og normelíseringu á þessu tiltekna ofbeldi,“ skrifar hún. Margrét segir að til að vinna úr ofbeldismenningu þurfi fólk að geta treyst hvort öðru. Traust sé undirstaða alls og án trausts sé ekkert samtal. „Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk,“ skrifar Margrét. Mótmælendur standi í lappirnar gegn siðrofi Margrét segir að á mótmælunum við Bessastaði í gær hafi verið fjölbreyttur hópur af fólki. Hún hafi eins og aðrir mótmælendur verið þar á eigin vegum „til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir.“ Mótmælin hafi verið friðsamleg að öllu leyti en nokkrir mótmælendanna hafi sest á götuna í mótmælaskyni af því þeim hafi verið ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fái að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Margrét vísar sérstaklega í skoðanagreinina „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“ sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði á Vísi í apríl 2022. Þar rekur Gunnar stjórnmálasögu Bjarna. Í lok greinarinnar segir Margrét að það versta sem Bjarni hafi gert þjóðinni væri „að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA“ og að hafa ekki stutt málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Margrét skrifar um handtökuna, nýjan forsætisráðherra og það sem hún lýsir sem meðvirkni með ofbeldi í skoðanagreininni „Ofbeldismenning í ríkisstjórninni“ sem birtist á Vísi í kvöld. Þar segist hún hafa verið handtekin af því hún sé ekki lengur meðvirk með „gerendum þessarar þjóðar“. Margrét segist hafa upplifað ofbeldi þegar hún sá fréttir af því að Bjarni Benediktsson væri orðin forsætisráðherra. Ofbeldi sem birtist í því að Bjarni fái „að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.“ „Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðast blindaðir af ótta, meðvirkni og normelíseringu á þessu tiltekna ofbeldi,“ skrifar hún. Margrét segir að til að vinna úr ofbeldismenningu þurfi fólk að geta treyst hvort öðru. Traust sé undirstaða alls og án trausts sé ekkert samtal. „Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk,“ skrifar Margrét. Mótmælendur standi í lappirnar gegn siðrofi Margrét segir að á mótmælunum við Bessastaði í gær hafi verið fjölbreyttur hópur af fólki. Hún hafi eins og aðrir mótmælendur verið þar á eigin vegum „til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir.“ Mótmælin hafi verið friðsamleg að öllu leyti en nokkrir mótmælendanna hafi sest á götuna í mótmælaskyni af því þeim hafi verið ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fái að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Margrét vísar sérstaklega í skoðanagreinina „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“ sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði á Vísi í apríl 2022. Þar rekur Gunnar stjórnmálasögu Bjarna. Í lok greinarinnar segir Margrét að það versta sem Bjarni hafi gert þjóðinni væri „að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA“ og að hafa ekki stutt málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðsins í Gaza.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent