Engin krafa með undirskriftalistanum önnur en að stjórnvöld líti í eigin barm Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 15:01 Bjarni Benediktsson á sínum fyrsta þingfundi eftir að hann tók við af Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kona sem stofnaði undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni á ekki von á því að listinn muni knýja fram kosningar eða afsögn nýs forsætisráðherra, en hann sé haldbær heimild um hversu lítils trausts hann njóti meðal almennings. Yfir þrjátíu og þrjú þúsund Íslendingar hafa nú skrifað undir. Eva Lín Vilhjálmsdóttir stofnaði undirskriftalista á Ísland.is í fyrradag, þegar ljóst var að Bjarni yrði nýr forsætisráðherra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Vinstri Grænna og Framsóknarflokks. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Þegar fréttin er skrifuð hafa ríflega þrjátíu og þrjú þúsund Íslendingar skrifað undir. Eva Lín var varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 2015, þá 19 ára gömul. Hún var þá yngsti bæjarfulltrúi í sögu bæjarins. Viðtökurnar komu ekki beint á óvart Eva Lín baðst undan viðtali en féllst á að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Aðspurð um hvernig það hafi komið til að hún ákvað að stofna undirskriftalistann segir hún þá staðreynd að Bjarni hafi tekið við forsætisráðuneytinu hafa komið flatt upp á sig. „Hann er nýbúinn að segja af sér eftir Íslandsbankamálið, traust til hans mældist þá mjög lágt og þrátt fyrir að það séu engin tæknileg eða lagaleg atriði sem koma í veg fyrir að hann geti orðið forsætisráðherra þá fer skipan hans í embættið yfir ákveðin félagsleg siðferðismörk. Mig langaði að tjá það opinberlega.“ Eva segir viðtökurnar ekki beinlínis hafa komið á óvart, enda hafi fólk verið vonsvikið hvernig fór með afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra og að hann hafi skipt um ráðuneyti í kjölfarið. Það er svo stutt síðan líka, könnunin sem ég vísa í er eftir að það gerðist. Ríkisstjórnarinnar að vega og meta framhaldið Eva Lín segir ekki standa til að gera neitt meira með listann í framhaldinu, til dæmis að afhenda forsetanum undirskriftirnar. „Ekki eins og stendur. Það er engin krafa með undirskriftalistanum önnur en að stjórnvöld líti í eigin barm.“ Heldur þú að þetta komi til með að breyta einhverju? „Já og nei, listinn mun einn og sér ekki knýja fram kosningar eða afsögn Bjarna en hann virkar sem haldbær heimild um það hversu lítils trausts hann nýtur meðal almennings. Ríkisstjórnin verður að vega og meta hvort þau vilji hafa forsætisráðherra sem nýtur svona mikilla óvinsælda.“ Fólki frjálst að hafa skoðanir Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni að fólki væri frjálst að hafa skoðanir, enda væri íslands eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig.“ Þá benti hann á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Þrjátíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna og bætist í hópinn Alls höfðu 27.329 einstaklingar sett nafn sitt í morgunsárið á undirskriftalista á island.is sem ber yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“. Stöðugt fjölgar í söfnuninni sem rauf þrjátíu þúsund manna múrinn um ellefuleytið í morgun. 11. apríl 2024 06:37 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Eva Lín Vilhjálmsdóttir stofnaði undirskriftalista á Ísland.is í fyrradag, þegar ljóst var að Bjarni yrði nýr forsætisráðherra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Vinstri Grænna og Framsóknarflokks. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Þegar fréttin er skrifuð hafa ríflega þrjátíu og þrjú þúsund Íslendingar skrifað undir. Eva Lín var varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 2015, þá 19 ára gömul. Hún var þá yngsti bæjarfulltrúi í sögu bæjarins. Viðtökurnar komu ekki beint á óvart Eva Lín baðst undan viðtali en féllst á að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Aðspurð um hvernig það hafi komið til að hún ákvað að stofna undirskriftalistann segir hún þá staðreynd að Bjarni hafi tekið við forsætisráðuneytinu hafa komið flatt upp á sig. „Hann er nýbúinn að segja af sér eftir Íslandsbankamálið, traust til hans mældist þá mjög lágt og þrátt fyrir að það séu engin tæknileg eða lagaleg atriði sem koma í veg fyrir að hann geti orðið forsætisráðherra þá fer skipan hans í embættið yfir ákveðin félagsleg siðferðismörk. Mig langaði að tjá það opinberlega.“ Eva segir viðtökurnar ekki beinlínis hafa komið á óvart, enda hafi fólk verið vonsvikið hvernig fór með afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra og að hann hafi skipt um ráðuneyti í kjölfarið. Það er svo stutt síðan líka, könnunin sem ég vísa í er eftir að það gerðist. Ríkisstjórnarinnar að vega og meta framhaldið Eva Lín segir ekki standa til að gera neitt meira með listann í framhaldinu, til dæmis að afhenda forsetanum undirskriftirnar. „Ekki eins og stendur. Það er engin krafa með undirskriftalistanum önnur en að stjórnvöld líti í eigin barm.“ Heldur þú að þetta komi til með að breyta einhverju? „Já og nei, listinn mun einn og sér ekki knýja fram kosningar eða afsögn Bjarna en hann virkar sem haldbær heimild um það hversu lítils trausts hann nýtur meðal almennings. Ríkisstjórnin verður að vega og meta hvort þau vilji hafa forsætisráðherra sem nýtur svona mikilla óvinsælda.“ Fólki frjálst að hafa skoðanir Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni að fólki væri frjálst að hafa skoðanir, enda væri íslands eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig.“ Þá benti hann á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Þrjátíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna og bætist í hópinn Alls höfðu 27.329 einstaklingar sett nafn sitt í morgunsárið á undirskriftalista á island.is sem ber yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“. Stöðugt fjölgar í söfnuninni sem rauf þrjátíu þúsund manna múrinn um ellefuleytið í morgun. 11. apríl 2024 06:37 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Þrjátíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna og bætist í hópinn Alls höfðu 27.329 einstaklingar sett nafn sitt í morgunsárið á undirskriftalista á island.is sem ber yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“. Stöðugt fjölgar í söfnuninni sem rauf þrjátíu þúsund manna múrinn um ellefuleytið í morgun. 11. apríl 2024 06:37