Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 22:21 Ekkja Navalní segir að æviminningar hans verði gefnar út á rússnesku og ellefu öðrum tungumálum. Ekki er þó ljóst hvort hún verði gefin út í heimalandinu Rússlandi. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. Titill bókarinnar verður „Föðurlandsvinur“ og kemur hún út 22. október. Navalní byrjaði að skrifa bókina þegar hann jafnaði sig á eitrun í Þýskalandi árið 2020. Alfred A. Knopf, útgefandi bókarinnar, segir að Navalní hafi haldið skriftunum áfram utan og innan fangelsismúr eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar 2021. Navalní lést 47 ára að aldri í afskekktu rússnesku fangelsi þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm sem hann sagði eiga sér pólitískar rætur í febrúar. Hann sakaði stjórnvöld í Kreml um að standa að banatilræðinu við sig árið 2020. Rússnesk stjórnvöld hafna bæði því og að hafa átt þátt í dauða hans í fangelsinu. Knopf segir að í bókinni fari Navalní yfir stjórnmálaferil sinn, banatilræðin sem hann lifði af og baráttu hans gegn rússneskum stjórnvöld sem hneigjast æ lengra í einræðisátt. Júlía Navalnaja, ekkja Navalní, segir að bókin sýni óbilandi stuðning hans við baráttuna gegn einræði sem hann fórnaði lífi sínu fyrir. „Á þessum síðum kynnast lesendur manninum sem ég unni heitt, mann gríðarlegra heilinda og óbifanlegs hugrekkis. Það heiðrar ekki bara minningu hans að deila sögu hans heldur hvetur það aðra til þess að berjast fyrir því sem er rétt og að missa aldrei sjónar á þeim gildum sem skipta virkilega máli,“ segir Navalnaja. Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34 Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Titill bókarinnar verður „Föðurlandsvinur“ og kemur hún út 22. október. Navalní byrjaði að skrifa bókina þegar hann jafnaði sig á eitrun í Þýskalandi árið 2020. Alfred A. Knopf, útgefandi bókarinnar, segir að Navalní hafi haldið skriftunum áfram utan og innan fangelsismúr eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar 2021. Navalní lést 47 ára að aldri í afskekktu rússnesku fangelsi þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm sem hann sagði eiga sér pólitískar rætur í febrúar. Hann sakaði stjórnvöld í Kreml um að standa að banatilræðinu við sig árið 2020. Rússnesk stjórnvöld hafna bæði því og að hafa átt þátt í dauða hans í fangelsinu. Knopf segir að í bókinni fari Navalní yfir stjórnmálaferil sinn, banatilræðin sem hann lifði af og baráttu hans gegn rússneskum stjórnvöld sem hneigjast æ lengra í einræðisátt. Júlía Navalnaja, ekkja Navalní, segir að bókin sýni óbilandi stuðning hans við baráttuna gegn einræði sem hann fórnaði lífi sínu fyrir. „Á þessum síðum kynnast lesendur manninum sem ég unni heitt, mann gríðarlegra heilinda og óbifanlegs hugrekkis. Það heiðrar ekki bara minningu hans að deila sögu hans heldur hvetur það aðra til þess að berjast fyrir því sem er rétt og að missa aldrei sjónar á þeim gildum sem skipta virkilega máli,“ segir Navalnaja.
Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34 Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44
Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34