„Það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp“ Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 08:01 Liverpool-menn leyndu ekki vonbrigðum sínum á Anfield í gærkvöld. Getty Liverpool gæti hafa spilað sinn síðasta Evrópuleik á Anfield undir stjórn Jürgens Klopp, þegar liðið steinlá gegn Atalanta í gær, 3-0, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Klopp hefur lýst því yfir að hann yfirgefi Liverpool í sumar og allt útlit er fyrir að það geri hann án þess að bæta Evrópudeildarmeistaratitli við þá titla sem liðið hefur safnað undir hans stjórn. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky og fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að liðið eigi að gefast upp á Evrópudeildinni og einbeita sér að kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn sem er hnífjafnt og æsispennandi. „Þetta eru hræðileg úrslit og frammistaða hjá Liverpool,“ skrifaði Carragher á Twitter eftir tapið í gær. „Eina huggunin er sú að eftir svona stórt tap ætti Jürgen að fara alla leið í að nota varaliðið í seinni leiknum og leggja allt í deildina,“ skrifaði Carragher. Carabao Cup: Champions Premier League: 2nd Europa League: 3-0 down on aggregate vs Atalanta FA Cup: Quarter Final How many trophies will Liverpool win in Jurgen Klopp's final season? pic.twitter.com/DM6P76klMB— Mail Sport (@MailSport) April 12, 2024 Annar fyrrverandi varnarmaður Liverpool, Stephen Warnock, lýsti frammistöðu Liverpool sem þeirri verstu frá því að Klopp tók við liðinu fyrir níu árum. „Þetta var að öllum líkindum það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp,“ sagði Warnock við BBC og bætti við: „Liverpool-liðið var slakt. Fór illa með tækifærin þegar það var með boltann og gerði svo mörg mistök um allan völl.“ Klopp leyndi því ekki sjálfur að frammistaðan hefði verið slök hjá Liverpool í gær. „Þetta var léleg frammistaða og þannig er það bara. Margar frammistöður í kvöld voru svona „úps, vá, ég vissi ekki að þeir gætu spilað svona“. Margir leikmenn litu oft út eins og þeir væru einir. Þetta var mjög slæmt,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Klopp hefur lýst því yfir að hann yfirgefi Liverpool í sumar og allt útlit er fyrir að það geri hann án þess að bæta Evrópudeildarmeistaratitli við þá titla sem liðið hefur safnað undir hans stjórn. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky og fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að liðið eigi að gefast upp á Evrópudeildinni og einbeita sér að kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn sem er hnífjafnt og æsispennandi. „Þetta eru hræðileg úrslit og frammistaða hjá Liverpool,“ skrifaði Carragher á Twitter eftir tapið í gær. „Eina huggunin er sú að eftir svona stórt tap ætti Jürgen að fara alla leið í að nota varaliðið í seinni leiknum og leggja allt í deildina,“ skrifaði Carragher. Carabao Cup: Champions Premier League: 2nd Europa League: 3-0 down on aggregate vs Atalanta FA Cup: Quarter Final How many trophies will Liverpool win in Jurgen Klopp's final season? pic.twitter.com/DM6P76klMB— Mail Sport (@MailSport) April 12, 2024 Annar fyrrverandi varnarmaður Liverpool, Stephen Warnock, lýsti frammistöðu Liverpool sem þeirri verstu frá því að Klopp tók við liðinu fyrir níu árum. „Þetta var að öllum líkindum það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp,“ sagði Warnock við BBC og bætti við: „Liverpool-liðið var slakt. Fór illa með tækifærin þegar það var með boltann og gerði svo mörg mistök um allan völl.“ Klopp leyndi því ekki sjálfur að frammistaðan hefði verið slök hjá Liverpool í gær. „Þetta var léleg frammistaða og þannig er það bara. Margar frammistöður í kvöld voru svona „úps, vá, ég vissi ekki að þeir gætu spilað svona“. Margir leikmenn litu oft út eins og þeir væru einir. Þetta var mjög slæmt,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira