Kjerkol greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. „Ég verð að njóta trausts til að geta gegnt embætti heilbrigðisráðherra,“ sagði Kjerkol.
Í rannsókn Verdens Gang á ritgerðinni kom í ljós að 125 textakaflar í ritgerð ráðherrans voru nákæmlega eins og í kaflar í öðrum fræðigreinum. Niðurstaða rannsókn nefndar háskólinn Nord universitet, sem var birt í gær, var svo að Kjerkol hafi svindlað meðvitað.
Ingvild Kjerkol er þingkona Þrándarlaga fyrir Verkamannaflokkinn, flokk Jonas Gahr Støre forsætisráðherra. Hún tók sæti á þingi árið 2013 og hefur gegnt embætti heilbrigðisráðherra frá árinu 2021.
Reiknað er með að nýr heilbrigðisráðherra verði skipaður síðar í dag.