Sex voru stungnir til bana, þar af fimm konur og einn karlmaður, í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar karlmaður réðst á fólk af handahófi. Átta eru á sjúkrahúsi, þar af níu mánaða gamalt barn sem gengist hefur undir skurðaðgerðir.
Það verður mikið um að vera í Neskaupstað í dag því Verkmenntaskóli Austurlands stendur fyrir Tæknidegi fjölskyldunnar. Þar verður hægt að kynnast nýjustu tækni, vísindum, nýsköpun og þróun á Austurlandi.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.