Degi þrjú lokið: Scheffler enn á toppnum þrátt fyrir tvöfaldan skolla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2024 23:26 Eins gott að skjóta beint þegar fólk er svona nálægt. Warren Little/Getty Images Scottie Scheffler leiðir línuna þegar þriðja degi Mastersmótsins í golfi er lokið. Hann er sem stendur höggi á undan næsta manni en tvöfaldur skolli á 10. holu gerði það að verkum að Sheffler stakk ekki einfaldlega af. Líkt og svo oft áður er gríðarleg spenna á Mastersmótinu og hlutirnir breytast hratt. Það hafa nokkrir haft forystuna til þessa en Scheffler hefur haldið henni undir lok dags. Eagle for Scheffler. He returns to a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/3mWXrXVTL6— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Ef ekki væri fyrir þennan tvöfalda skolla væri hann svo gott sem byrjaður að klæða sig í græna jakkann. Sem stendur er Scheffler á sjö höggum undir pari eftir að fá fugl á 18. holu. Scottie Scheffler birdies No. 18 to close out the third round atop the leader board. #themasters pic.twitter.com/2F8FoOmRUp— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Collin Morikawa kemur þar á eftir á sex höggum undir pari. Hann átti góðan dag og lék á þremur undir pari. Max Homa er svo í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Ludvig Åberg er í 4. sæti á fjórum höggum undir pari. Bryson DeChambeau átti erfiðan dag og lék samtals á þremur höggum undir pari. Hann endaði daginn þó með einu af höggum mótsins. Hann er í 5. sæti á tveimur höggum undir pari. Bryson DeChambeau finishes with a bang. #themasters pic.twitter.com/I6zMUYB2MA— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Mörg stór nöfn hafa átt erfitt uppdráttar í dag. Tiger Woods hefur til að mynda átt skelfilegan dag, alls er hann á tíu höggum yfir pari í dag og 11 höggum yfir pari samtals. Hann er jafn öðrum kylfingum í 52. sæti. Brooks Koepka lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er samtals sex höggum yfir pari. Phil Mickelseon er einnig á sex höggum yfir pari en hann lék daginn á tveimur yfir pari. Golf Masters-mótið Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Líkt og svo oft áður er gríðarleg spenna á Mastersmótinu og hlutirnir breytast hratt. Það hafa nokkrir haft forystuna til þessa en Scheffler hefur haldið henni undir lok dags. Eagle for Scheffler. He returns to a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/3mWXrXVTL6— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Ef ekki væri fyrir þennan tvöfalda skolla væri hann svo gott sem byrjaður að klæða sig í græna jakkann. Sem stendur er Scheffler á sjö höggum undir pari eftir að fá fugl á 18. holu. Scottie Scheffler birdies No. 18 to close out the third round atop the leader board. #themasters pic.twitter.com/2F8FoOmRUp— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Collin Morikawa kemur þar á eftir á sex höggum undir pari. Hann átti góðan dag og lék á þremur undir pari. Max Homa er svo í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Ludvig Åberg er í 4. sæti á fjórum höggum undir pari. Bryson DeChambeau átti erfiðan dag og lék samtals á þremur höggum undir pari. Hann endaði daginn þó með einu af höggum mótsins. Hann er í 5. sæti á tveimur höggum undir pari. Bryson DeChambeau finishes with a bang. #themasters pic.twitter.com/I6zMUYB2MA— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Mörg stór nöfn hafa átt erfitt uppdráttar í dag. Tiger Woods hefur til að mynda átt skelfilegan dag, alls er hann á tíu höggum yfir pari í dag og 11 höggum yfir pari samtals. Hann er jafn öðrum kylfingum í 52. sæti. Brooks Koepka lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er samtals sex höggum yfir pari. Phil Mickelseon er einnig á sex höggum yfir pari en hann lék daginn á tveimur yfir pari.
Golf Masters-mótið Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira