Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2024 06:40 Katrín og Baldur mælast nú með mest fylgi í könnunum. Langt er hins vegar til kosninga og margt getur breyst. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 25,8 prósent ætla að kjósa Baldur en 22,1 prósent sögðust ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þriðji í könnuninni var Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, með 16,8 prósent fylgi. Vert er að vekja athygli á því að munurinn á Baldri og Katrínu er ekki tölfræðilega marktækur. Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 14. apríl. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl næstkomandi en samkvæmt skoðanakönnunum virðist sem baráttan verði, að öllu óbreyttu, á milli Baldurs, Katrínar og Jóns. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sögðust um 30 prósent ætla að kjósa Katrínu, 26 prósent Baldur og um 18 prósent Jón. Þá var munurinn á milli Katrínar og Baldurs heldur ekki marktækur tölfræðilega. Samkvæmt könnun Prósents er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri með um 10 prósent fylgi. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, við fréttastofu um helgina í kjölfar þess að niðurstöður Þjóðarpúlsins voru birtar. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 25,8 prósent ætla að kjósa Baldur en 22,1 prósent sögðust ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þriðji í könnuninni var Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, með 16,8 prósent fylgi. Vert er að vekja athygli á því að munurinn á Baldri og Katrínu er ekki tölfræðilega marktækur. Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 14. apríl. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl næstkomandi en samkvæmt skoðanakönnunum virðist sem baráttan verði, að öllu óbreyttu, á milli Baldurs, Katrínar og Jóns. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sögðust um 30 prósent ætla að kjósa Katrínu, 26 prósent Baldur og um 18 prósent Jón. Þá var munurinn á milli Katrínar og Baldurs heldur ekki marktækur tölfræðilega. Samkvæmt könnun Prósents er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri með um 10 prósent fylgi. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, við fréttastofu um helgina í kjölfar þess að niðurstöður Þjóðarpúlsins voru birtar. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira