Scheffler lék hringina fjóra á ellefu höggum undir pari og endaði fjórum höggum á undan næsta manni.
Scheffler fékk ekki aðeins heiðurinn af því að klæðast græna jakkanum í mótslok því verðlaunaféð á Mastersmótinu hefur aldrei verið hærra en í ár.
How big is the Masters purse, and how much prize money does the winner get? https://t.co/cDkUTjZYg1
— CBS News (@CBSNews) April 13, 2024
Scheffler fékk alls 3,6 milljónir dollara fyrir sigurinn eða 512 milljónir íslenskra króna.
Þegar Scheffler vann Mastersmótið í fyrsta sinn fyrir tveimur árum þá fékk hann 2,7 milljónir dollara eða 384 milljónir króna á núvirði. Hann fær því 33 prósent meira fyrir sigur sinn í ár en þann fyrir aðeins tveimur árum síðan.
Svíinn Ludvig Åberg þarf ekki að kvarta mikið fyrir uppskeruna á sínu fyrsta risamótinu á ferlinum. Åberg var áhugamaður í Texas Tech skólanum fyrir ári síðan og var að reyna að verða fyrsti nýliðinn til að vinna Mastersmótið í fyrstu tilraun frá því að Fuzzy Zoeller gerði það árið 1979.
Åberg lék á sjö höggum undir pari eftir að hafa klárað lokadaginn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Svíinn fékk 2,16 milljónir dollara fyrir annað sætið eða 307 milljónir króna.
2024 Masters Prize Money Breakdown pic.twitter.com/fpCEhrr82A
— Tour Golf (@PGATUOR) April 13, 2024