Hægt verður að fylgjast með kynningu ráðherrans í spilaranum og vaktinni að neðan.
Fjármálaáætlun er lögð fram árlega og byggir á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Í fjármálaáætluninni er sett fram greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila ásamt markmiðum og áætlunum um framvinduna í fjármálum ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Fjármálaáætlunin felur þannig í sér frekari útfærslu á markmiðum fjármálastefnunnar og nánari stefnumörkun um þróun tekna, gjalda og efnahags opinberra aðila.
Hægt er að fylgjast með kynningu ráðherra í spilaranum og í vaktinni að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.