Mikill kálfadauði veldur kúabændum áhyggjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2024 16:05 Að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári. Á fagundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn var á Hvanneyri nýlega voru mörg áhugaverð erindi flutt en meðal frummælenda var Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmistöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt. Hún byrjaði erindið að lýsa viðvarandi vandamáli í nautgriparæktinni, sem er of mikill kálfadauði, sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum. „Og að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Og það þýðir að af um 26 til 27 þúsund íslenskum kálfum, sem fæðast árlega þá eru upp undir 4.500 til 4.600 kálfar, sem eru skráðir dauðfæddir eða skráð að þeir hafi drepist, sem er u17% af heildarhlutanum,” segir Þórdís. Mikill kálfadauði á Íslandi veldur kúabændum áhyggjum, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórdís segir að þetta sé allt of mikið en skýringarnar geta verið röng fóðrun kvígnanna fyrir burð og að þær séu t.d. of feitar þegar kemur að burðinum. Einnig að kálfurinn sé of stór þegar kemur að burði, sem gæti tengst bæði fóðrun móður en einnig erfðaþáttum og ætterni kálfsins. En í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar frá 2021 sem fjallar um kálfadauða eru nefndar ýmsar orsakir og tillögur að umbótum. Þórdís Þórarinsdóttir,ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat, sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt á fagfundi nautgriparæktarinnar á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá eru svona helstu ályktanir að með góðri bústjórn þá má minnka kálfadauða verulega, meðal annars þá með góðri fóðrun og umhirðu að sjálfsögðu og einnig kemur fram í skýrslunni að gott eftirlit og að bændur þekki væntanlega burðardagsetningu geti minnkað tíðni kálfadauða umtalsvert. Og svo get ég lika nefnt að það er verið að kanna hvort við séum að eiga við einhvern óþekktan erfðagalla, sem getur þá valdið einhverjum hluta af þessu háa hlutfalli,” segir Þórdís og bætir við. „Við vonum að nýja kynbótamatið fyrir tvo eiginleika, sem kallast „Lifun kálfa” og „Gangur burðar” muni hjálpi bændum og stjórnendum kynbótastarfsins við að auka tíðni lifandi fæddra kálfa, sérstaklega við fyrsta burð.” Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira
Á fagundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn var á Hvanneyri nýlega voru mörg áhugaverð erindi flutt en meðal frummælenda var Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmistöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt. Hún byrjaði erindið að lýsa viðvarandi vandamáli í nautgriparæktinni, sem er of mikill kálfadauði, sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum. „Og að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Og það þýðir að af um 26 til 27 þúsund íslenskum kálfum, sem fæðast árlega þá eru upp undir 4.500 til 4.600 kálfar, sem eru skráðir dauðfæddir eða skráð að þeir hafi drepist, sem er u17% af heildarhlutanum,” segir Þórdís. Mikill kálfadauði á Íslandi veldur kúabændum áhyggjum, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórdís segir að þetta sé allt of mikið en skýringarnar geta verið röng fóðrun kvígnanna fyrir burð og að þær séu t.d. of feitar þegar kemur að burðinum. Einnig að kálfurinn sé of stór þegar kemur að burði, sem gæti tengst bæði fóðrun móður en einnig erfðaþáttum og ætterni kálfsins. En í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar frá 2021 sem fjallar um kálfadauða eru nefndar ýmsar orsakir og tillögur að umbótum. Þórdís Þórarinsdóttir,ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat, sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt á fagfundi nautgriparæktarinnar á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá eru svona helstu ályktanir að með góðri bústjórn þá má minnka kálfadauða verulega, meðal annars þá með góðri fóðrun og umhirðu að sjálfsögðu og einnig kemur fram í skýrslunni að gott eftirlit og að bændur þekki væntanlega burðardagsetningu geti minnkað tíðni kálfadauða umtalsvert. Og svo get ég lika nefnt að það er verið að kanna hvort við séum að eiga við einhvern óþekktan erfðagalla, sem getur þá valdið einhverjum hluta af þessu háa hlutfalli,” segir Þórdís og bætir við. „Við vonum að nýja kynbótamatið fyrir tvo eiginleika, sem kallast „Lifun kálfa” og „Gangur burðar” muni hjálpi bændum og stjórnendum kynbótastarfsins við að auka tíðni lifandi fæddra kálfa, sérstaklega við fyrsta burð.”
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira