Brynjar pirrar sig á undirskriftum gegn Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 10:22 Þó Brynjar geti ávallt gengið að traustum hópi flokkshollra Sjálfstæðismanna á Facebook-síðu sinni á hann í vök að verjast nú, hann lætur undirskriftasöfnun gegn foringjanum fara ógurlega í taugarnar á sér. Og þá er lag að skrattakollast í honum. Gunnar Smári segir Sjálfstæðisflokkinn vandamálið, ekki lausnina. vísir/vilhelm Tekið er að hægjast á söfnun undirskrifta gegn Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins en þar er því mótmælt að hann gegni stöðu forsætisráðherra. Undirskriftirnar eru orðnar 41.460 þúsund og segir Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi hann aldrei hafa séð annað eins. Undirskriftirnar fara hins vegar ógurlega í taugarnar á flokkshollum Sjálfstæðismönnum og þá ekki síst Brynjari Níelssyni. „Í okkar ágæta samfélagi snýst allt orðið um skoðanakannanir og mótmæli, ýmist með undirskriftum eða annars konar aðför að einstökum ráðherrum eða öðrum. Sumir virðast halda að það sé stjórnarskrárbundinn réttur þeirra til tjáningar að beita aðra ofbeldi, til dæmis með ógnunum eða valda fjárhagstjóni, svo lengi sem það sé gert í mótmælaskyni. Það er nú þannig samkvæmt okkar lýðræðisreglum að stjórnmálamenn sækja umboð sitt í kosningum á fjögurra ára fresti,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Ljóst að margir flokkshollir eru Brynjari þakklátir fyrir skrifin en efasemdaraddirnar láta þó ekki á sér standa. Gunnar Smári er einn þeirra sem potar í Brynjar og vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé vandamálið, ekki lausnin. „Samkvæmt formanni þíns flokks eru helstu vandamál landsmanna óstjórnin í þeim málaflokkum sem hans flokksfólki hefur verið treyst fyrir: Innflytjendamál (dómsmálaráðuneytið), orkumál (umhverfis- og orkuráðuneytið) og verðbólgan (fjármálaráðuneytið). Formaðurinn þinn er því ósammála þér en sammála mótmælendum: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lausnin, Sjálfstæðisflokkurinn er vandamálið.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Undirskriftirnar eru orðnar 41.460 þúsund og segir Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi hann aldrei hafa séð annað eins. Undirskriftirnar fara hins vegar ógurlega í taugarnar á flokkshollum Sjálfstæðismönnum og þá ekki síst Brynjari Níelssyni. „Í okkar ágæta samfélagi snýst allt orðið um skoðanakannanir og mótmæli, ýmist með undirskriftum eða annars konar aðför að einstökum ráðherrum eða öðrum. Sumir virðast halda að það sé stjórnarskrárbundinn réttur þeirra til tjáningar að beita aðra ofbeldi, til dæmis með ógnunum eða valda fjárhagstjóni, svo lengi sem það sé gert í mótmælaskyni. Það er nú þannig samkvæmt okkar lýðræðisreglum að stjórnmálamenn sækja umboð sitt í kosningum á fjögurra ára fresti,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Ljóst að margir flokkshollir eru Brynjari þakklátir fyrir skrifin en efasemdaraddirnar láta þó ekki á sér standa. Gunnar Smári er einn þeirra sem potar í Brynjar og vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé vandamálið, ekki lausnin. „Samkvæmt formanni þíns flokks eru helstu vandamál landsmanna óstjórnin í þeim málaflokkum sem hans flokksfólki hefur verið treyst fyrir: Innflytjendamál (dómsmálaráðuneytið), orkumál (umhverfis- og orkuráðuneytið) og verðbólgan (fjármálaráðuneytið). Formaðurinn þinn er því ósammála þér en sammála mótmælendum: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lausnin, Sjálfstæðisflokkurinn er vandamálið.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira