Boðflennusæfíll hrellir Kanadamenn Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 13:41 Það er ekki vinsælt þegar Emerson kemur sér fyrir á umferðargötum. Rúmlega tvöhundruð kílóa sæfíllinn Emerson hefur verið yfirvöldum í Bresku-Kólumbíu í Kanada til mikils ama síðastliðið ár. Þrátt fyrir að hafa keyrt með Emerson tugi kílómetra frá allri byggð þá tekst honum alltaf að snúa aftur. Sæfíla má einna helst finna við Suðurskautslandið, suðurhluta Suður-Ameríku og svo á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þeir eyða flestum sínum stundum ofan í sjónum og geta haldið inni í sér andanum í yfir einn og hálfan klukkutíma. Þeir koma upp á land reglulega, þá sérstaklega til þess að makast og svo til þess að hleypa hömum. Og það er einmitt það sem Emerson er að gera núna. Finnst gott að fara í sólbað Emerson er tveggja ára gamall og var hann alinn upp af sjálfboðaliðum fyrstu mánuðina eftir að móðir hans yfirgaf hann. Í fyrra byrjaði hann að birtast á ströndum í kringum borgina Victoria í Bresku-Kólumbíu og varð hann geysivinsæll meðal íbúa borgarinnar þegar fólk fór að ræða sín á milli um sæfílinn sem lagði sig í sólinni og stundum á bílastæðum nærri ströndunum. Og síðustu vikur, eftir að hann fór að hleypa hömum, hefur hann birst á stöðum þar sem hann er ekki alveg jafn velkominn, til dæmis í blómabeðum, almenningsgörðum og á umferðargötum. Yfirvöld í Bresku-Kólumbíu gripu til þess ráðs að sækja Emerson, koma honum fyrir í sendiferðabíl og keyra með hann eftir vesturströndinni og skilja hann eftir á strönd fjarri allri byggð. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk kæmi sér í hættu með því að freista þess að klappa honum eða taka ljósmyndir með honum. Það hafði ekki dugað að setja upp skilti og girða af svæði svo hann gæti verið í friði. Emerson líður vel með að kíkja upp á land. Vill ekki fara neitt Það má ætla að Emerson hafi ekki verið ánægður með þessa aðför yfirvalda gegn sér því hann sneri aftur örfáum dögum síðar. Hann synti rúmlega tvö hundruð kílómetra leið aftur til Victoria og virðist honum líða hvað best þar. Í grein The Guardian um Emerson segir að yfirvöld muni að öllum líkindum ferja hann aftur í burtu þar sem það valdi þeim áhyggjum hve margir eru að áreita sæfílinn. Sumir hafi gengið svo langt að fá börn til þess að fara og klappa honum. „Ef fólk heldur áfram að trufla sæfílinn þá mun einhver slasast. Það væri æskilegt að komast hjá því að flytja hann í burtu svo Emerson geti fengið að hleypa hömum á þeim stað sem hann vill gera það,“ er haft eftir talsmanni verndunarsamtaka á svæðinu í greininni. Kanada Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Sæfíla má einna helst finna við Suðurskautslandið, suðurhluta Suður-Ameríku og svo á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þeir eyða flestum sínum stundum ofan í sjónum og geta haldið inni í sér andanum í yfir einn og hálfan klukkutíma. Þeir koma upp á land reglulega, þá sérstaklega til þess að makast og svo til þess að hleypa hömum. Og það er einmitt það sem Emerson er að gera núna. Finnst gott að fara í sólbað Emerson er tveggja ára gamall og var hann alinn upp af sjálfboðaliðum fyrstu mánuðina eftir að móðir hans yfirgaf hann. Í fyrra byrjaði hann að birtast á ströndum í kringum borgina Victoria í Bresku-Kólumbíu og varð hann geysivinsæll meðal íbúa borgarinnar þegar fólk fór að ræða sín á milli um sæfílinn sem lagði sig í sólinni og stundum á bílastæðum nærri ströndunum. Og síðustu vikur, eftir að hann fór að hleypa hömum, hefur hann birst á stöðum þar sem hann er ekki alveg jafn velkominn, til dæmis í blómabeðum, almenningsgörðum og á umferðargötum. Yfirvöld í Bresku-Kólumbíu gripu til þess ráðs að sækja Emerson, koma honum fyrir í sendiferðabíl og keyra með hann eftir vesturströndinni og skilja hann eftir á strönd fjarri allri byggð. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk kæmi sér í hættu með því að freista þess að klappa honum eða taka ljósmyndir með honum. Það hafði ekki dugað að setja upp skilti og girða af svæði svo hann gæti verið í friði. Emerson líður vel með að kíkja upp á land. Vill ekki fara neitt Það má ætla að Emerson hafi ekki verið ánægður með þessa aðför yfirvalda gegn sér því hann sneri aftur örfáum dögum síðar. Hann synti rúmlega tvö hundruð kílómetra leið aftur til Victoria og virðist honum líða hvað best þar. Í grein The Guardian um Emerson segir að yfirvöld muni að öllum líkindum ferja hann aftur í burtu þar sem það valdi þeim áhyggjum hve margir eru að áreita sæfílinn. Sumir hafi gengið svo langt að fá börn til þess að fara og klappa honum. „Ef fólk heldur áfram að trufla sæfílinn þá mun einhver slasast. Það væri æskilegt að komast hjá því að flytja hann í burtu svo Emerson geti fengið að hleypa hömum á þeim stað sem hann vill gera það,“ er haft eftir talsmanni verndunarsamtaka á svæðinu í greininni.
Kanada Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira