Lýsir letilífi rándýrra hæstaréttardómara Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 16:24 Jón Steinar hér ásamt Guðna Th. Jóhannssyni forseta. Hann telur að það verði að skrúfa fyrir að skattgreiðendur greiði fyrir upphald á rándýrum dómurum sem lifi letilífi. vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir blöskranlegt að eftir breytingar sem áttu sér stað með millidómsstigi séu enn sjö hæstaréttardómarar. Jón Steinar ritar grein sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer ítarlega í saumana á þeim breytinginum sem orðið hafa á högum dómara. Helst er á honum að skilja að eftir að Landsréttur tók til starfa lifi dómarar letilífi á kostnað skattgreiðenda. „Lystisemdir dómara á kostnað skattgreiðenda“ nefnir Jón Steinar pistil sinn en þar bendir hann á að Landsréttur hafi tekið til starfa 1. janúar 2018. Hann segir að það hafi verið löngu tímabært til að létta of miklu álagi af Hæstarétti. „Fyrir breytingarnar 2018 störfuðu 9 dómarar í föstum stöðum við Hæstarétt. Lá auðvitað fyrir að þeim yrði fækkað vegna stórfellds samdráttar í verkefnum réttarins. Sýnilega voru efni til að hverfa aftur til þess fjölda dómara við Hæstarétt sem skipuðu dóminn fyrst eftir stofnun hans árið 1920, en þá voru þeir 3 eða 5 talsins,“ segir Jón Steinar. Hann segir að fyrir tilverknað dómaranna sjálfra hafi verið ákveðið að skipaðir yrðu 7 dómarar í réttinn eftir breytinguna 2018, en ekki 5 eins og bersýnilega hefði verið meira en nægilegt. „Þetta hefur haft þau áhrif að eftir að Landsréttur tók til starfa hafa dómendur í Hæstarétti verið fleiri en þörf er á og hafa þeir því, eins og kunnugt er, sinnt öðrum störfum meðfram dómsstörfunum. Sumir þeirra eru meira að segja fast skipaðir í kennarastöður við lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir hafa gegnt öðrum störfum, aðallega hjá ríkinu. Auk þess fá þeir miklu meiri tíma en áður til orlofsferða til annarra landa og hafa a.m.k. sumir þeirra nýtt sér þann möguleika.“ Hér má sjá forseta Hæstaréttar og varaforseta, þau Benedikt Bogason og Ingveldi Einarsdóttur en þau hafa það gott í vinnunni, að sögn fyrrverandi hæstaréttardómara.hæstiréttur Jón Steinar segir landsmönnum flestum fyrir löngu ljós brýn nauðsyn á að spara útgjöld ríkisins. „Það samrýmist varla viðleitni til þess, að hafa starfandi hátt launaða embættismenn, sem hafa ekki nóg að gera og geta þess vegna gamnað sér við aðra sýslan á kostnað ríkisins.“ Lystisemdir dómaranna Hæstaréttardómarinn, sem á sínum tíma sá ekki út úr augum vegna anna, honum blöskrar þegar hann ber saman álagið, fyrir og eftir stofnun Landsréttar. Árið 2010 voru kveðnir upp 710 dómar en 60 dómar árið 2022. Dæmdum málum hefur því fækkað um 650 eða um 88 prósent. Dómarar Hæstaréttar.hæstiréttur „Það er hreinlega hneykslanlegt að stjórnvöld og löggjafi skuli láta undan kröfum Hæstaréttar um að 7 dómarar skuli skipa réttinn eftir fyrrnefndar breytingar, sem hafa haft í för með sér að þessir hátekjumenn ríkisins hafa haft jafn rúman tíma til starfa sinna og fram kemur í ársskýrslum réttarins.“ Og Jón Steinar hefur ekki lokið af lestri sínum: „Þeir hafa bæði getað bætt við sig öðrum vel launuðum störfum, oft hjá ríkinu, og spókað sig í skemmtiferðum til útlanda. Þetta gerist á kostnað skattgreiðenda. Hér er að finna enn eitt dæmið um sóun á fjármunum ríkisins. Sýnilega þykir þeim sem um þinga sjálfsagt að skattgreiðendur beri kostnaðinn af lystisemdum dómaranna.“ Rekstur hins opinbera Dómstólar Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Jón Steinar ritar grein sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer ítarlega í saumana á þeim breytinginum sem orðið hafa á högum dómara. Helst er á honum að skilja að eftir að Landsréttur tók til starfa lifi dómarar letilífi á kostnað skattgreiðenda. „Lystisemdir dómara á kostnað skattgreiðenda“ nefnir Jón Steinar pistil sinn en þar bendir hann á að Landsréttur hafi tekið til starfa 1. janúar 2018. Hann segir að það hafi verið löngu tímabært til að létta of miklu álagi af Hæstarétti. „Fyrir breytingarnar 2018 störfuðu 9 dómarar í föstum stöðum við Hæstarétt. Lá auðvitað fyrir að þeim yrði fækkað vegna stórfellds samdráttar í verkefnum réttarins. Sýnilega voru efni til að hverfa aftur til þess fjölda dómara við Hæstarétt sem skipuðu dóminn fyrst eftir stofnun hans árið 1920, en þá voru þeir 3 eða 5 talsins,“ segir Jón Steinar. Hann segir að fyrir tilverknað dómaranna sjálfra hafi verið ákveðið að skipaðir yrðu 7 dómarar í réttinn eftir breytinguna 2018, en ekki 5 eins og bersýnilega hefði verið meira en nægilegt. „Þetta hefur haft þau áhrif að eftir að Landsréttur tók til starfa hafa dómendur í Hæstarétti verið fleiri en þörf er á og hafa þeir því, eins og kunnugt er, sinnt öðrum störfum meðfram dómsstörfunum. Sumir þeirra eru meira að segja fast skipaðir í kennarastöður við lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir hafa gegnt öðrum störfum, aðallega hjá ríkinu. Auk þess fá þeir miklu meiri tíma en áður til orlofsferða til annarra landa og hafa a.m.k. sumir þeirra nýtt sér þann möguleika.“ Hér má sjá forseta Hæstaréttar og varaforseta, þau Benedikt Bogason og Ingveldi Einarsdóttur en þau hafa það gott í vinnunni, að sögn fyrrverandi hæstaréttardómara.hæstiréttur Jón Steinar segir landsmönnum flestum fyrir löngu ljós brýn nauðsyn á að spara útgjöld ríkisins. „Það samrýmist varla viðleitni til þess, að hafa starfandi hátt launaða embættismenn, sem hafa ekki nóg að gera og geta þess vegna gamnað sér við aðra sýslan á kostnað ríkisins.“ Lystisemdir dómaranna Hæstaréttardómarinn, sem á sínum tíma sá ekki út úr augum vegna anna, honum blöskrar þegar hann ber saman álagið, fyrir og eftir stofnun Landsréttar. Árið 2010 voru kveðnir upp 710 dómar en 60 dómar árið 2022. Dæmdum málum hefur því fækkað um 650 eða um 88 prósent. Dómarar Hæstaréttar.hæstiréttur „Það er hreinlega hneykslanlegt að stjórnvöld og löggjafi skuli láta undan kröfum Hæstaréttar um að 7 dómarar skuli skipa réttinn eftir fyrrnefndar breytingar, sem hafa haft í för með sér að þessir hátekjumenn ríkisins hafa haft jafn rúman tíma til starfa sinna og fram kemur í ársskýrslum réttarins.“ Og Jón Steinar hefur ekki lokið af lestri sínum: „Þeir hafa bæði getað bætt við sig öðrum vel launuðum störfum, oft hjá ríkinu, og spókað sig í skemmtiferðum til útlanda. Þetta gerist á kostnað skattgreiðenda. Hér er að finna enn eitt dæmið um sóun á fjármunum ríkisins. Sýnilega þykir þeim sem um þinga sjálfsagt að skattgreiðendur beri kostnaðinn af lystisemdum dómaranna.“
Rekstur hins opinbera Dómstólar Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira