Straumhvörf í veðrinu Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 08:49 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Stöð 2 „Með þessum skilum og þessu hlýja lofti sem fer yfir landið á morgun, þetta eru ákveðin straumhvörf í veðrinu og við getum alveg sagt bless við veturinn“ Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Einar ræddi stöðuna í veðrinu í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Það er nú frost á landinu alls staðar nú í morgunsárið. Það var alveg vitað að það yrði. Því var spáð að það yrði kalt þennan morguninn. Síðan eru að nálgast hitaskil og þetta stefnir allt upp á við og gerir það tiltölulega hratt og vel, sérstaklega í kvöld og í nótt. En á undan þessum hitaskilum og áður en hlýnar þá er engu að síðar verið að spá dálítilli hríðarmuggu og varað við stöðunni á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Hellisheiðinni og Þrengslum og eins líka vestur á Snæfellsnesi og vestur á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í spilaranum að neðan. Bjart og heitt á daginn, en næturfrost Aðspurður um hvað langtímaspáin segi þá sé það nú þannig að við bíðum bara og bíðum. „Það er alltaf þannig á vorin. En það er væn hláka og þíða á morgun og við erum búin að bægja þessu kalda lofti frá, getum við sagt. Þessi hlýindi hafa þó heldur styst í annan endann, hinn endann.“ Hann segir að útlit sé fyrir að framan af næstu viku verði háþrýstisvæði yfir landinu. „Það þýðir að það eru bjartir dagar, sól á daginn og hiti, en næturfrost. Þá gæti maður áfram þurft að nota sköfuna. En þessi kuldi sem hefur verið alltaf nálægur hérna í norðri, það er búið að ýta honum á veg allrar veraldar.“ Einar segir að mælingar hafi sýnt að lægðir í vetur hafi verið færri en áður og þær hafi verið fjarlægari en vanalega. Hann segir að Bretar hafi þurft að þola þá sendingu að þessu sinni þar sem hafi verið stormasamt og einkar rigningasamt í vetur. Veður Tengdar fréttir Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Einar ræddi stöðuna í veðrinu í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Það er nú frost á landinu alls staðar nú í morgunsárið. Það var alveg vitað að það yrði. Því var spáð að það yrði kalt þennan morguninn. Síðan eru að nálgast hitaskil og þetta stefnir allt upp á við og gerir það tiltölulega hratt og vel, sérstaklega í kvöld og í nótt. En á undan þessum hitaskilum og áður en hlýnar þá er engu að síðar verið að spá dálítilli hríðarmuggu og varað við stöðunni á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Hellisheiðinni og Þrengslum og eins líka vestur á Snæfellsnesi og vestur á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í spilaranum að neðan. Bjart og heitt á daginn, en næturfrost Aðspurður um hvað langtímaspáin segi þá sé það nú þannig að við bíðum bara og bíðum. „Það er alltaf þannig á vorin. En það er væn hláka og þíða á morgun og við erum búin að bægja þessu kalda lofti frá, getum við sagt. Þessi hlýindi hafa þó heldur styst í annan endann, hinn endann.“ Hann segir að útlit sé fyrir að framan af næstu viku verði háþrýstisvæði yfir landinu. „Það þýðir að það eru bjartir dagar, sól á daginn og hiti, en næturfrost. Þá gæti maður áfram þurft að nota sköfuna. En þessi kuldi sem hefur verið alltaf nálægur hérna í norðri, það er búið að ýta honum á veg allrar veraldar.“ Einar segir að mælingar hafi sýnt að lægðir í vetur hafi verið færri en áður og þær hafi verið fjarlægari en vanalega. Hann segir að Bretar hafi þurft að þola þá sendingu að þessu sinni þar sem hafi verið stormasamt og einkar rigningasamt í vetur.
Veður Tengdar fréttir Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09