Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 14:04 Þegar Joe Biden hefur skrifað undir frumvörpin gætu skotfæri borist til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. AP/Matt Rourke Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. Þrír þingmenn Repúblikanaflokksins í svokallaðri reglunefnd þingsins þvertóku fyrir að hleypa frumvörpunum úr nefnd og stefndi í að þar myndi við sitja. Demókratar í nefndinni greiddu þó atkvæði með því að leggja frumvörpin fyrir þingið. Deilur Repúblikana í nefndinni þykja til marks um mikla óreiðu í Repúblikanaflokknum en reglunefndin er iðulega undir stjórn þingforseta og samkvæmt frétt New York Times er mjög sjaldgæft að atkvæðagreiðslur þar fylgi ekki flokkslínum. Þingmennirnir þrír sem stóðu gegn frumvörpunum fengu sæti í nefndinni í viðræðum við Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, sem hópurinn sem þingmennirnir tilheyra bolaði svo úr embætti. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og því hefur tiltölulega fámennur hópur mjög svo hægri sinnaðra þingmanna haft mikil áhrif á störf þingsins á kjörtímabilinu. Störf fulltrúadeildarinnar hafa einkennst af mikilli óreiðu á kjörtímabilinu. Mike Johnson er í mjög erfiðri stöðu og er líklegt að frumvörpin geti kostað hann embættið. Farið var ítarlega yfir stöðuna vestanhafs á Vísi í gær. Stefnt er að því að leggja frumvörpin fyrir þingið á morgun, laugardag, en undirbúningsatkvæðagreiðsla mun líklega fara fram seinna í dag og segjast Demókratar ætla að styðja frumvörpin. Því lítur út fyrir að frumvörpin um hernaðaraðstoð verði samþykkt. Frumvörpin eru mjög lík sambærilegu frumvarpi sem samþykkt var í öldungadeildinni fyrir nokkrum mánuðum og er fastlega búist við því að öldungadeildarþingmenn muni samþykkja þau tiltölulega fljótt. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni skrifa undir þau. Komin til Úkraínu eftir nokkra daga Verði frumvörpin samþykkt og skrifi Biden svo undir þau, geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn gerir út þó nokkur vopnabúr í Evrópu sem innihalda hergögn eins og skotfæri fyrir stórskotalið og flugskeyti fyrir loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn segjast hafa þörf fyrir. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi í marga mánuði verið með klárar hergagnasendingar til Úkraínu. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Taívan Joe Biden Tengdar fréttir Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Þrír þingmenn Repúblikanaflokksins í svokallaðri reglunefnd þingsins þvertóku fyrir að hleypa frumvörpunum úr nefnd og stefndi í að þar myndi við sitja. Demókratar í nefndinni greiddu þó atkvæði með því að leggja frumvörpin fyrir þingið. Deilur Repúblikana í nefndinni þykja til marks um mikla óreiðu í Repúblikanaflokknum en reglunefndin er iðulega undir stjórn þingforseta og samkvæmt frétt New York Times er mjög sjaldgæft að atkvæðagreiðslur þar fylgi ekki flokkslínum. Þingmennirnir þrír sem stóðu gegn frumvörpunum fengu sæti í nefndinni í viðræðum við Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, sem hópurinn sem þingmennirnir tilheyra bolaði svo úr embætti. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og því hefur tiltölulega fámennur hópur mjög svo hægri sinnaðra þingmanna haft mikil áhrif á störf þingsins á kjörtímabilinu. Störf fulltrúadeildarinnar hafa einkennst af mikilli óreiðu á kjörtímabilinu. Mike Johnson er í mjög erfiðri stöðu og er líklegt að frumvörpin geti kostað hann embættið. Farið var ítarlega yfir stöðuna vestanhafs á Vísi í gær. Stefnt er að því að leggja frumvörpin fyrir þingið á morgun, laugardag, en undirbúningsatkvæðagreiðsla mun líklega fara fram seinna í dag og segjast Demókratar ætla að styðja frumvörpin. Því lítur út fyrir að frumvörpin um hernaðaraðstoð verði samþykkt. Frumvörpin eru mjög lík sambærilegu frumvarpi sem samþykkt var í öldungadeildinni fyrir nokkrum mánuðum og er fastlega búist við því að öldungadeildarþingmenn muni samþykkja þau tiltölulega fljótt. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni skrifa undir þau. Komin til Úkraínu eftir nokkra daga Verði frumvörpin samþykkt og skrifi Biden svo undir þau, geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn gerir út þó nokkur vopnabúr í Evrópu sem innihalda hergögn eins og skotfæri fyrir stórskotalið og flugskeyti fyrir loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn segjast hafa þörf fyrir. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi í marga mánuði verið með klárar hergagnasendingar til Úkraínu.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Taívan Joe Biden Tengdar fréttir Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49
Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01