Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Eftir um klukkutíma leit nokkurra hópa björgunarsveitarmanna á svæðinu fannst hópurinn austan við gosstöðvarnar. Göngumennirnir eru nú í bíl á vegum björgunarsveitarinnar á leið til byggða.
„Snemma í kvöld bjargaði Björgunarsveitin Þorbjörn, ásamt bjsv. Skyggni, þremur örmagna göngumönnum rétt vestan við Kistufell, á gönguleiðinni að Litla Hrút. Voru mennirnir, sem voru á leiðinni að gosstöðvum síðasta sumars orðnir mjög kaldir og illa haldnir enda snarvitlaust veður á svæðinu, mikil úrkoma og mikil þoka,“ skrifar björgunarsveitin Þorbjörn í færslu sem hún birti á Facebook í dag.
„Vegna veðurs og leysinga á svæðinu var ákveðið að sækja á leitarsvæðið úr nokkrum áttum, bæði á jeppum og buggy bílum.“