„Við erum góðir og þeir eru góðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 15:30 Róbert Aron Hostert og Alexander Petersson fagna þegar Valsmenn urðu bikarmeistarar á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Evrópuævintýri Valsmanna í handboltanum gæti haldið áfram á Hlíðarenda í kvöld og þjálfari Valsmanna kallar eftir góðum stuðningi úr stúkunni. Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum í kvöld í fyrri undanúrslitsleik sínum á móti rúmenska félaginu CS Minaur Baua Mare. Valsmenn hafa enn ekki tapað leik í Evrópu á þessari leiktíð en verða að ná í hagstæð úrslit fyrir síðari leikinn í Rúmeníu. Leikurinn fer fram í N1 höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30. Valsliðið sló annað rúmenskt lið út úr átta liða úrslitum keppninnar en hefur einnig slegið út lið frá Litháen, Eistland, Slóvakíu og Serbíu í EHF-bikarnum í vetur. Valsmenn hafa líka unnið alla tíu leiki sína í keppninni til þessa. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Diego Valsmenn voru einnig í þessari stöðu fyrir sjö árum en duttu þá úr leik í undanúrslitunum á móti rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda. Núna geta þeir farið einu skrefi lengra. „Það væri mjög gaman fyrir okkur og mjög gaman fyrir strákana, þjálfarana í kringum þetta, félagið og íslenskan handbolta. Árangur í Evrópukeppni gefur öllum í öllum íþróttum og hvað þá hinum handboltaliðunum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Aron Guðmundsson á blaðamannafundi Valsmanna fyrir leikinn í kvöld. „Það er klárlega spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu að eiga möguleika á úrslitaleik. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að eiga toppleik hérna heima og fá mikinn og góðan stuðning. Þetta er hörkulið og við stefnuna á það að spila vel.,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn þurfa að taka með sér gott veganesti í seinni leikinn. „Við treystum okkur alveg að fara út og spila vel við þá þar. Við gerðum það á móti Motor og gerðum það á móti Metaloplastika. Það er ekkert lífsnauðsynlegt þótt að það sé alltaf betra,“ sagði Óskar en það má heyra hann fara yfir mótherjana hér fyrir neðan. „Við þurfum að vera klárir í alvöru leik og spila mjög vel. Við erum góðir og þeir eru góðir. Þetta verður bara handboltaveisla,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu EHF-bikarinn Valur Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum í kvöld í fyrri undanúrslitsleik sínum á móti rúmenska félaginu CS Minaur Baua Mare. Valsmenn hafa enn ekki tapað leik í Evrópu á þessari leiktíð en verða að ná í hagstæð úrslit fyrir síðari leikinn í Rúmeníu. Leikurinn fer fram í N1 höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30. Valsliðið sló annað rúmenskt lið út úr átta liða úrslitum keppninnar en hefur einnig slegið út lið frá Litháen, Eistland, Slóvakíu og Serbíu í EHF-bikarnum í vetur. Valsmenn hafa líka unnið alla tíu leiki sína í keppninni til þessa. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Diego Valsmenn voru einnig í þessari stöðu fyrir sjö árum en duttu þá úr leik í undanúrslitunum á móti rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda. Núna geta þeir farið einu skrefi lengra. „Það væri mjög gaman fyrir okkur og mjög gaman fyrir strákana, þjálfarana í kringum þetta, félagið og íslenskan handbolta. Árangur í Evrópukeppni gefur öllum í öllum íþróttum og hvað þá hinum handboltaliðunum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Aron Guðmundsson á blaðamannafundi Valsmanna fyrir leikinn í kvöld. „Það er klárlega spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu að eiga möguleika á úrslitaleik. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að eiga toppleik hérna heima og fá mikinn og góðan stuðning. Þetta er hörkulið og við stefnuna á það að spila vel.,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn þurfa að taka með sér gott veganesti í seinni leikinn. „Við treystum okkur alveg að fara út og spila vel við þá þar. Við gerðum það á móti Motor og gerðum það á móti Metaloplastika. Það er ekkert lífsnauðsynlegt þótt að það sé alltaf betra,“ sagði Óskar en það má heyra hann fara yfir mótherjana hér fyrir neðan. „Við þurfum að vera klárir í alvöru leik og spila mjög vel. Við erum góðir og þeir eru góðir. Þetta verður bara handboltaveisla,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira