Íslensk skartgripahönnun á besta stað í New York Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. apríl 2024 17:01 Rós og Helgi eiga saman Hik&Rós. Aðsend „Okkur þykir þetta vera mikill heiður og það er mjög spennandi fyrir lítið íslenskt fyrirtæki að fá svona tækifæri,“ segir gullsmiðurinn Rós Kristjánsdóttir. Hún á skartgripafyrirtækið Hik&Rós ásamt Helga Kristinssyni gullsmíðameistara en þau voru nýlega að byrja að selja hönnun sína í glæsilega verslun á besta stað í New York borg. „Verslunin heitir Flying Solo NYC og er staðsett á Broome st. sem er ein flottasta verslunargatan í Soho. Sömuleiðis eru þau með búð í París ásamt vefverslun,“ segir Rós og bætir við að ferlið hafi tekið svolítinn tíma. „Við þurftum að fara í gegnum ákveðið ferli og það voru nokkur viðtöl tekin við okkur til að athuga hvort við myndum passa þarna inn. Það var svokallaður „scout“ sem sendi okkur póst og þá fór ferlið í gang. Ég fór sjálf með vörurnar út til þeirra í mars til að kynna mig og kynnast starfsfólkinu ásamt því að skoða búðina með berum augum, sem er ein glæsilegasta verslun sem ég hef komið í. Ótrúlegt úrval af hönnunarvörum frá minni hönnuðum sem eru að hanna föt, töskur, skó og skartgripi.“ Flying Solo NYC verslunin er mjög töff. Aðsend Hik&Rós fine jewelry var stofnað 2022 af Rós og Helga í Grímsbænum en þau kynntust þegar að Rós lagði stund á nám við gullsmíði. „Þar er verkstæðið okkar en við höfum síðan opnað verslun á Laugaveginum ásamt því að vera með vörur í bæði Hrím og Strand49. Markmið okkar er að framleiða handsmíðaða gæðavöru og tímalausa hönnun sem hentar við öll tilefni. Við notumst aðeins við endurunnið gull, hvítagull og silfur. Helgi var meistarinn minn í náminu og okkur kom svo vel saman að þegar að ég kláraði sveinsprófið mitt í gullsmíði ákváðum við að stofna saman fyrirtæki. Viðtökurnar hafa verið æðislegar og við hlökkum til að halda áfram að hanna og smíða skartgripi og þjónusta viðskiptavini okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Hik & Rós Jewelry (@hikros.jewelry) Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Verslunin heitir Flying Solo NYC og er staðsett á Broome st. sem er ein flottasta verslunargatan í Soho. Sömuleiðis eru þau með búð í París ásamt vefverslun,“ segir Rós og bætir við að ferlið hafi tekið svolítinn tíma. „Við þurftum að fara í gegnum ákveðið ferli og það voru nokkur viðtöl tekin við okkur til að athuga hvort við myndum passa þarna inn. Það var svokallaður „scout“ sem sendi okkur póst og þá fór ferlið í gang. Ég fór sjálf með vörurnar út til þeirra í mars til að kynna mig og kynnast starfsfólkinu ásamt því að skoða búðina með berum augum, sem er ein glæsilegasta verslun sem ég hef komið í. Ótrúlegt úrval af hönnunarvörum frá minni hönnuðum sem eru að hanna föt, töskur, skó og skartgripi.“ Flying Solo NYC verslunin er mjög töff. Aðsend Hik&Rós fine jewelry var stofnað 2022 af Rós og Helga í Grímsbænum en þau kynntust þegar að Rós lagði stund á nám við gullsmíði. „Þar er verkstæðið okkar en við höfum síðan opnað verslun á Laugaveginum ásamt því að vera með vörur í bæði Hrím og Strand49. Markmið okkar er að framleiða handsmíðaða gæðavöru og tímalausa hönnun sem hentar við öll tilefni. Við notumst aðeins við endurunnið gull, hvítagull og silfur. Helgi var meistarinn minn í náminu og okkur kom svo vel saman að þegar að ég kláraði sveinsprófið mitt í gullsmíði ákváðum við að stofna saman fyrirtæki. Viðtökurnar hafa verið æðislegar og við hlökkum til að halda áfram að hanna og smíða skartgripi og þjónusta viðskiptavini okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Hik & Rós Jewelry (@hikros.jewelry)
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira