Gummi Kalli Kristinn Sigurðsson skrifar 22. apríl 2024 17:01 Nú er komið af kaflaskiptum í Þjóðkirkjunni og skal kjósa í seinni umferð til biskupsembættis. Bæði langafi minn sr. Sigurbjörn Einarsson og afi sr. Karl Sigurbjörnsson hafa þjónað í embætti biskups. Með mínum fyrstu minningum var að vera í fanginu á afa í biskupsbústaðnum á Bergstaðarstræti. Afi var einhver mesta og besta fyrirmynd sem hægt er að ímynda sér og ég hugsa oft til hans og spyr sjálfan mig: ,,Hvað myndi afi gera í þessum aðstæðum‘‘. Til að sinna þessu embætti vel þarf viðkomandi að hafa marga eiginleika. Þú þarft að vera klár, framúrskarandi ræðumaður, hafa puttan stöðugt á púlsinum í þjóðfélaginu og haft þann eiginleika að vera bæði í takt við tíman en líka að geta haldið í hefðir. Svo þarf viðkomandi að hafa breitt bak. Biskup er í þeirri stöðu að störf hans eru stögugt gagnrýnd. Enginn verður óbarinn biskup hefur mögulega aldrei átt jafn vel við og síðustu ár. Ég er ekki starfandi í sóknarnefnd, né sinni neinum störfum fyrir kirkjuna og má því ekki kjósa. En ef ég væri með kosningarétt myndi ég ekki hika við að kjósa sr. Guðmund Karl Brynjarsson, eða Gumma Kalla. Hann hefur allt sem þarf til að sinna þessu embætti og meira til. Hann er ljúfur, klár, mannglöggur, og mikilvægast er hann stórskemmtilegur. Starf hans sem sóknarprestur í Lindakirkju hefur einkennst af því að vera í takt við tíman en samt halda í þessar fallegu hefðir kirkjunnar. Þetta er ekki allt bara gospel eins og þeir sem hafa sótt í athöfn hjá honum vita. Svo fyrir þau, sem hafa áhuga á rekstri (eins og ég) er Lindasöfnuður einstaklega vel rekinn. Mér þykir það skipta máli. Gummi Kalli er einstakur. Hann hefur byggt upp ásamt frábæru samstarfsfólki öflugt kirkjustarf á landinu og hann er óhræddur við að segja sína sögu um efann. Það þykir mér vera mikill kostur. Ekki eru allir með nógu breitt bak til að segja í beinni útsendingu að þeir hafi efast um trú sína. Guðmundur Karl yrði þjóðkirkjunni og þjóðinni til mikillrar sóma ef hann fengi traust kjósanda til að þjóna sem biskup Íslands. Er himininn blár? Já Er jörðinn kringlótt? Já Er Guðmundur Karl besti kosturinn? Já Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Nú er komið af kaflaskiptum í Þjóðkirkjunni og skal kjósa í seinni umferð til biskupsembættis. Bæði langafi minn sr. Sigurbjörn Einarsson og afi sr. Karl Sigurbjörnsson hafa þjónað í embætti biskups. Með mínum fyrstu minningum var að vera í fanginu á afa í biskupsbústaðnum á Bergstaðarstræti. Afi var einhver mesta og besta fyrirmynd sem hægt er að ímynda sér og ég hugsa oft til hans og spyr sjálfan mig: ,,Hvað myndi afi gera í þessum aðstæðum‘‘. Til að sinna þessu embætti vel þarf viðkomandi að hafa marga eiginleika. Þú þarft að vera klár, framúrskarandi ræðumaður, hafa puttan stöðugt á púlsinum í þjóðfélaginu og haft þann eiginleika að vera bæði í takt við tíman en líka að geta haldið í hefðir. Svo þarf viðkomandi að hafa breitt bak. Biskup er í þeirri stöðu að störf hans eru stögugt gagnrýnd. Enginn verður óbarinn biskup hefur mögulega aldrei átt jafn vel við og síðustu ár. Ég er ekki starfandi í sóknarnefnd, né sinni neinum störfum fyrir kirkjuna og má því ekki kjósa. En ef ég væri með kosningarétt myndi ég ekki hika við að kjósa sr. Guðmund Karl Brynjarsson, eða Gumma Kalla. Hann hefur allt sem þarf til að sinna þessu embætti og meira til. Hann er ljúfur, klár, mannglöggur, og mikilvægast er hann stórskemmtilegur. Starf hans sem sóknarprestur í Lindakirkju hefur einkennst af því að vera í takt við tíman en samt halda í þessar fallegu hefðir kirkjunnar. Þetta er ekki allt bara gospel eins og þeir sem hafa sótt í athöfn hjá honum vita. Svo fyrir þau, sem hafa áhuga á rekstri (eins og ég) er Lindasöfnuður einstaklega vel rekinn. Mér þykir það skipta máli. Gummi Kalli er einstakur. Hann hefur byggt upp ásamt frábæru samstarfsfólki öflugt kirkjustarf á landinu og hann er óhræddur við að segja sína sögu um efann. Það þykir mér vera mikill kostur. Ekki eru allir með nógu breitt bak til að segja í beinni útsendingu að þeir hafi efast um trú sína. Guðmundur Karl yrði þjóðkirkjunni og þjóðinni til mikillrar sóma ef hann fengi traust kjósanda til að þjóna sem biskup Íslands. Er himininn blár? Já Er jörðinn kringlótt? Já Er Guðmundur Karl besti kosturinn? Já Höfundur er nemi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun