Skoðun

Gummi Kalli

Kristinn Sigurðsson skrifar

Nú er komið af kaflaskiptum í Þjóðkirkjunni og skal kjósa í seinni umferð til biskupsembættis. Bæði langafi minn sr. Sigurbjörn Einarsson og afi sr. Karl Sigurbjörnsson hafa þjónað í embætti biskups. Með mínum fyrstu minningum var að vera í fanginu á afa í biskupsbústaðnum á Bergstaðarstræti. Afi var einhver mesta og besta fyrirmynd sem hægt er að ímynda sér og ég hugsa oft til hans og spyr sjálfan mig: ,,Hvað myndi afi gera í þessum aðstæðum‘‘.

Til að sinna þessu embætti vel þarf viðkomandi að hafa marga eiginleika. Þú þarft að vera klár, framúrskarandi ræðumaður, hafa puttan stöðugt á púlsinum í þjóðfélaginu og haft þann eiginleika að vera bæði í takt við tíman en líka að geta haldið í hefðir. Svo þarf viðkomandi að hafa breitt bak. Biskup er í þeirri stöðu að störf hans eru stögugt gagnrýnd. Enginn verður óbarinn biskup hefur mögulega aldrei átt jafn vel við og síðustu ár.

Ég er ekki starfandi í sóknarnefnd, né sinni neinum störfum fyrir kirkjuna og má því ekki kjósa. En ef ég væri með kosningarétt myndi ég ekki hika við að kjósa sr. Guðmund Karl Brynjarsson, eða Gumma Kalla. Hann hefur allt sem þarf til að sinna þessu embætti og meira til. Hann er ljúfur, klár, mannglöggur, og mikilvægast er hann stórskemmtilegur.

Starf hans sem sóknarprestur í Lindakirkju hefur einkennst af því að vera í takt við tíman en samt halda í þessar fallegu hefðir kirkjunnar. Þetta er ekki allt bara gospel eins og þeir sem hafa sótt í athöfn hjá honum vita. Svo fyrir þau, sem hafa áhuga á rekstri (eins og ég) er Lindasöfnuður einstaklega vel rekinn. Mér þykir það skipta máli.

Gummi Kalli er einstakur. Hann hefur byggt upp ásamt frábæru samstarfsfólki öflugt kirkjustarf á landinu og hann er óhræddur við að segja sína sögu um efann. Það þykir mér vera mikill kostur. Ekki eru allir með nógu breitt bak til að segja í beinni útsendingu að þeir hafi efast um trú sína.

Guðmundur Karl yrði þjóðkirkjunni og þjóðinni til mikillrar sóma ef hann fengi traust kjósanda til að þjóna sem biskup Íslands.

Er himininn blár? Já

Er jörðinn kringlótt? Já

Er Guðmundur Karl besti kosturinn? Já

Höfundur er nemi.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×