Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 13:33 Hann var dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar af héraðsdómnum í Holbæk árið 2022. EPA/Mads Claus Rasmussen Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Héraðsdómstóll í Holbæk á Sjálandi dæmdi drenginn í fyrra til fangelsisvistar í fimm og hálft ár vegna þess að hann hafði gert tilraun til að sannfæra skólafélaga um að ganga til liðs við hópinn Feuerkrieg Division. Samtökin eru alþjóðleg samtök nýnasista sem kallar eftir „kynþáttastríði“ og trúir að heiminum sé stýrt af gyðingum. Hann hefur nú áfrýjað málinu og var það tekið fyrir í áfrýjunardómstól í dag. DR hefur eftir Lasse Martin Dueholm, verjanda drengsins, að krafist sé að dómurinn sé látinn niður falla og til vara að refsingin sé milduð. Tók sér Al-Kaída til fyrirmyndar Dómurinn frá því í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að drengurinn hafi verið meðlimur í samtökunum en að ekki stafaði bein hryðjuverkahætta af honum og því var hann sýknaður af alvarlegustu kæruliðum ákæruvaldsins. Vorið 2022 var drengurinn handtekinn og fannst eintak af Mein Kampf sjálfsævisögu Hitlers ásamt nasistafána og fleiri munum af því tagi. Meginþorri starfsemi Feuerkrieg Division fer fram á internetinu og hefur hinn ákærði tekið virkan þátt í henni. Á samskiptavettvangi samtakanna skrifaði hann meðal annars að Feuerkrieg Divison mætti taka sér Al-Kaída til fyrirmyndar „fyrir utan allt íslamska draslið.“ „Við getum orðið enn betri. Við viljum ekkert fljúga á neinn turn. Við viljum fljúga á kjarnorkuver,“ skrifar drengurinn og vísar til hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í september ársins 2001. Drengurinn þvertekur fyrir að vera nasisti. Hann gengst við ummælum sínum á internetinu en þau hafi aðeins verið gerð í gamni. Hann hefur síðan um vorið 2022 setið í gæsluvarðhaldi. Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Héraðsdómstóll í Holbæk á Sjálandi dæmdi drenginn í fyrra til fangelsisvistar í fimm og hálft ár vegna þess að hann hafði gert tilraun til að sannfæra skólafélaga um að ganga til liðs við hópinn Feuerkrieg Division. Samtökin eru alþjóðleg samtök nýnasista sem kallar eftir „kynþáttastríði“ og trúir að heiminum sé stýrt af gyðingum. Hann hefur nú áfrýjað málinu og var það tekið fyrir í áfrýjunardómstól í dag. DR hefur eftir Lasse Martin Dueholm, verjanda drengsins, að krafist sé að dómurinn sé látinn niður falla og til vara að refsingin sé milduð. Tók sér Al-Kaída til fyrirmyndar Dómurinn frá því í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að drengurinn hafi verið meðlimur í samtökunum en að ekki stafaði bein hryðjuverkahætta af honum og því var hann sýknaður af alvarlegustu kæruliðum ákæruvaldsins. Vorið 2022 var drengurinn handtekinn og fannst eintak af Mein Kampf sjálfsævisögu Hitlers ásamt nasistafána og fleiri munum af því tagi. Meginþorri starfsemi Feuerkrieg Division fer fram á internetinu og hefur hinn ákærði tekið virkan þátt í henni. Á samskiptavettvangi samtakanna skrifaði hann meðal annars að Feuerkrieg Divison mætti taka sér Al-Kaída til fyrirmyndar „fyrir utan allt íslamska draslið.“ „Við getum orðið enn betri. Við viljum ekkert fljúga á neinn turn. Við viljum fljúga á kjarnorkuver,“ skrifar drengurinn og vísar til hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í september ársins 2001. Drengurinn þvertekur fyrir að vera nasisti. Hann gengst við ummælum sínum á internetinu en þau hafi aðeins verið gerð í gamni. Hann hefur síðan um vorið 2022 setið í gæsluvarðhaldi.
Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira