„Já, Ísland er alveg með þetta. Elska þetta,“ segir hann í myndbandinu, sem er með meira en þrjár milljónir áhorfa. Sjálfur er Will með 66 milljónir fylgjenda á miðlinum.
„Þetta er umferðarljós á Íslandi. Þetta er snilldaráminning!“ skrifar hann við myndbandið.
Akureyríski miðillinn Kaffið.is vakti athygli á myndbandinu í gær. Þar segir að Smith hafi verið staddur á Íslandi við tökur á sjónvarpsþáttunum Welcome To Earth árið 2020. Þá heimsótti hann meðal annars Dettifoss og Stuðlagil.
Líklega var myndbandið tekið þá en ljóst er að það er ekki nýtt. Öruggt er að fullyrða að Akureyri er ekki orðin svona græn þrátt fyrir að brum sé víða komið á tré.