María Sigrún látin fara úr Kveik Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 12:04 Ingólfur Bjarni sagði að hæfileikar Maríu Sigrúnar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri hins vegar frábær fréttalesari. rúv Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. María Sigrún er ósátt með hvernig hlutirnir æxluðust en Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks mun hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. Vísir náði ekki í Ingólf Bjarna við vinnslu fréttarinnar. María Sigrún segist hafa fengið að vita þetta á miðvikudaginn. „Já, að minna krafta væri ekki óskað áfram þar. Ég held að það sé best að ég tjái sig sem minnst um þetta og betra að þú ræðir við mína yfirmenn sem eru Ingólfur Bjarni og Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofunnar. Kveiksliðið en án Maríu Sigrúnar. Hún birti myndina sjálf á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Krafta hennar sé ekki óskað lengur.rúv Um er að ræða ágreining um innslag sem María Sigrún var að vinna að. Hún vill vitaskuld ekki segja um hvað það snerist og síst við blaðamann annars miðils. „Ég er að vonast til að það verði þá í Kastljósi. Minn hugur stendur til þess að koma því út.“ Ljóst er að á einhverju hefur gengið en María Sigrún hefur víðtæka reynslu sem fréttamaður, hún hefur starfað í 19 ár hjá RÚV, er með próf í hagfræði og meistarapróf í fjölmiðlafræði. „Ég er fréttamaður, vil halda áfram að vera fréttamaður og hugsa meira um hvað ég er að fjalla um en hvar ég er að fjalla um það. En ég ætla nú bara að vera keik og koma þessu innslagi út en þetta verður ekki sama umgjörð og til stóð,“ segir María Sigrún. Hún segir eðlilegt að það komi upp ágreiningur á ritstjórnum sem þessum, hún vildi leysa þennan ágreining en nú hefur verið loku fyrir það skotið, hún er ekki lengur hluti Kveiks. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
María Sigrún er ósátt með hvernig hlutirnir æxluðust en Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks mun hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. Vísir náði ekki í Ingólf Bjarna við vinnslu fréttarinnar. María Sigrún segist hafa fengið að vita þetta á miðvikudaginn. „Já, að minna krafta væri ekki óskað áfram þar. Ég held að það sé best að ég tjái sig sem minnst um þetta og betra að þú ræðir við mína yfirmenn sem eru Ingólfur Bjarni og Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofunnar. Kveiksliðið en án Maríu Sigrúnar. Hún birti myndina sjálf á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Krafta hennar sé ekki óskað lengur.rúv Um er að ræða ágreining um innslag sem María Sigrún var að vinna að. Hún vill vitaskuld ekki segja um hvað það snerist og síst við blaðamann annars miðils. „Ég er að vonast til að það verði þá í Kastljósi. Minn hugur stendur til þess að koma því út.“ Ljóst er að á einhverju hefur gengið en María Sigrún hefur víðtæka reynslu sem fréttamaður, hún hefur starfað í 19 ár hjá RÚV, er með próf í hagfræði og meistarapróf í fjölmiðlafræði. „Ég er fréttamaður, vil halda áfram að vera fréttamaður og hugsa meira um hvað ég er að fjalla um en hvar ég er að fjalla um það. En ég ætla nú bara að vera keik og koma þessu innslagi út en þetta verður ekki sama umgjörð og til stóð,“ segir María Sigrún. Hún segir eðlilegt að það komi upp ágreiningur á ritstjórnum sem þessum, hún vildi leysa þennan ágreining en nú hefur verið loku fyrir það skotið, hún er ekki lengur hluti Kveiks.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira