Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 14:47 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er forseti borgarstjórnar og systir Euro-farans Heru Bjarkar. Hún stendur þétt við bak systur sinnar. Vísir/Vilhelm Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. Íslenski Eurovision-hópurinn hélt af stað til Malmö í gærmorgun og fyrsta æfing fór fram í dag. Instagram-síða Eurovision deildi myndum af æfingunni þar sem henni er lýst sem sannkallaðri Eurovision-drottningu. View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Það hefur vart farið fram hjá neinum að þátttaka Íslands í keppninni hefur verið umdeild í ár. Eftir að í ljós kom að Ísrael yrði ekki meinuð þátttaka vegna síendurtekinna árása á Gasa hefur stór hópur fólks hvatt til sniðgöngu keppninnar. Aðrir hafa bent á að alþjóðastjórnmál eigi ekki að koma keppninni við. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og systir Heru Bjarkar, hefur áður tjáð sig um þátttöku Íslendinga í keppninni í ár. Hún segir fjölsylduna standa þétt við bakið á Heru og að henni þyki ótækt að lista- og íþróttafólk sé sett í þá stöðu að þurfa að taka svo pólitíska afstöðu. Það sé hlutverk ríkisstjórna og samtaka. Þórdís birti færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún furðar sig á því hve litla athygli Eurovision-hópurinn hafi fengið þegar þau fóru af landi brott í gær. „Ég er mjög til í Eurovision og þess vegna hrekk ég aðeins við þegar ég finn fáar fréttir af því þegar hópurinn fór úr Efstaleitinu í gærmorgun. Vanalega er stórskemmtilegt myndefni af lítt sofnum hópnum að mæta í rútuna, poppurum að reyna að vera fyndin og skemmtileg kl. 04 að morgni, tekst sjaldan en er skemmtilegt og fær örugglega mikið áhorf,“ segir í færslunni. Hún bætir við að lítil frétt um brottför Eurovision-hópsins hafi birst á vef RÚV í gærmorgun. Hún segist bíða eftir frekari dagskrárgerð og mannlegum fréttum um hópinn sem er nú kominn til Malmö og byrjaður að æfa. „Hvers vegna þessi þögn? Við erum með í ár, ákvörðun sem tók þungt á marga og var og er umdeild. Þannig er það bara, ákvörðun var tekin og við eigum að standa með henni. Nú er einmitt tíminn til að taka þátt, vera með og láta rödd Íslands heyrast,“ segir Þórdís Lóa og vísar í táknræn orð Dorritar Mousaeff um að Ísland sé stórasta land í heimi. Nú sé ekki tími til að einangra sig og hætta við þátttöku í listum, menningu eða íþróttum. „Nú þurfum að sjást og heyrast og allt litróf skoðanna að fá tækifæri án upphrópanna eða stríðsyfirlýsinga.“ Allir í Alla leið gáfu Ísraelum eitt stig Í athgasemd undir færslu Þórdísar Lóu er vakin athygli á því að í þætti Alla Leið í gær gáfu allir dómarar framlagi Ísraels eitt stig. „Við ætlum að afgreiða þetta hratt,“ segir Eva Ruza stjórnandi þáttarins að laginu Hurricane loknu, meðan þau halda uppi skilti með tölunni einn á. „Við vildum að það hefði verið tekin ákvörðun um að þau væru ekki með. Það hefði bara verið miklu fallegra en ég vona að þau fái svona mörg stig og komist ekki í aðalkeppnina,“ bætir Matti Matt við. Jógvan Hansen og Regína Ósk kinka kolli. Kom ekki fram í Vikunni með Gísla Marteini Þá hefur vakið athygli að síðustu tvö ár hafa Eurovision-fararnir Diljá annars vegar og Systur hins vegar, komið fram í Vikunni með Gísla Marteini áður en þær fóru út. Lokaþáttur Vikunnar fór í loftið á föstudaginn en ekkert hefur bólað á Heru Björk í þáttaröð vetrarins. Ekki hefur náðst í Gísla Martein Baldursson þáttastjórnanda Vikunnar í tensglum við málið. Fréttin verður uppfærð með svörum frá honum berist þau. Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fólk hætti að áreita keppendur vegna þátttöku Ísrael Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) segja alla ábyrgð á þátttöku þjóða í Eurovision liggja hjá stjórn keppninnar en ekki einstaka keppendum. Þau biðla til fólks um að áreita ekki keppendur vegna þátttöku Ísraels í keppninni. 9. apríl 2024 15:34 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01 Eva Ruza og Gunna Dís inn fyrir Gísla og Felix Útvarpskonan Eva Ruza Miljevic mun stýra Eurovision-þáttunum Alla leið á RÚV í stað Felix Bergssonar þetta árið. 17. apríl 2024 21:11 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Íslenski Eurovision-hópurinn hélt af stað til Malmö í gærmorgun og fyrsta æfing fór fram í dag. Instagram-síða Eurovision deildi myndum af æfingunni þar sem henni er lýst sem sannkallaðri Eurovision-drottningu. View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Það hefur vart farið fram hjá neinum að þátttaka Íslands í keppninni hefur verið umdeild í ár. Eftir að í ljós kom að Ísrael yrði ekki meinuð þátttaka vegna síendurtekinna árása á Gasa hefur stór hópur fólks hvatt til sniðgöngu keppninnar. Aðrir hafa bent á að alþjóðastjórnmál eigi ekki að koma keppninni við. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og systir Heru Bjarkar, hefur áður tjáð sig um þátttöku Íslendinga í keppninni í ár. Hún segir fjölsylduna standa þétt við bakið á Heru og að henni þyki ótækt að lista- og íþróttafólk sé sett í þá stöðu að þurfa að taka svo pólitíska afstöðu. Það sé hlutverk ríkisstjórna og samtaka. Þórdís birti færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún furðar sig á því hve litla athygli Eurovision-hópurinn hafi fengið þegar þau fóru af landi brott í gær. „Ég er mjög til í Eurovision og þess vegna hrekk ég aðeins við þegar ég finn fáar fréttir af því þegar hópurinn fór úr Efstaleitinu í gærmorgun. Vanalega er stórskemmtilegt myndefni af lítt sofnum hópnum að mæta í rútuna, poppurum að reyna að vera fyndin og skemmtileg kl. 04 að morgni, tekst sjaldan en er skemmtilegt og fær örugglega mikið áhorf,“ segir í færslunni. Hún bætir við að lítil frétt um brottför Eurovision-hópsins hafi birst á vef RÚV í gærmorgun. Hún segist bíða eftir frekari dagskrárgerð og mannlegum fréttum um hópinn sem er nú kominn til Malmö og byrjaður að æfa. „Hvers vegna þessi þögn? Við erum með í ár, ákvörðun sem tók þungt á marga og var og er umdeild. Þannig er það bara, ákvörðun var tekin og við eigum að standa með henni. Nú er einmitt tíminn til að taka þátt, vera með og láta rödd Íslands heyrast,“ segir Þórdís Lóa og vísar í táknræn orð Dorritar Mousaeff um að Ísland sé stórasta land í heimi. Nú sé ekki tími til að einangra sig og hætta við þátttöku í listum, menningu eða íþróttum. „Nú þurfum að sjást og heyrast og allt litróf skoðanna að fá tækifæri án upphrópanna eða stríðsyfirlýsinga.“ Allir í Alla leið gáfu Ísraelum eitt stig Í athgasemd undir færslu Þórdísar Lóu er vakin athygli á því að í þætti Alla Leið í gær gáfu allir dómarar framlagi Ísraels eitt stig. „Við ætlum að afgreiða þetta hratt,“ segir Eva Ruza stjórnandi þáttarins að laginu Hurricane loknu, meðan þau halda uppi skilti með tölunni einn á. „Við vildum að það hefði verið tekin ákvörðun um að þau væru ekki með. Það hefði bara verið miklu fallegra en ég vona að þau fái svona mörg stig og komist ekki í aðalkeppnina,“ bætir Matti Matt við. Jógvan Hansen og Regína Ósk kinka kolli. Kom ekki fram í Vikunni með Gísla Marteini Þá hefur vakið athygli að síðustu tvö ár hafa Eurovision-fararnir Diljá annars vegar og Systur hins vegar, komið fram í Vikunni með Gísla Marteini áður en þær fóru út. Lokaþáttur Vikunnar fór í loftið á föstudaginn en ekkert hefur bólað á Heru Björk í þáttaröð vetrarins. Ekki hefur náðst í Gísla Martein Baldursson þáttastjórnanda Vikunnar í tensglum við málið. Fréttin verður uppfærð með svörum frá honum berist þau.
Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fólk hætti að áreita keppendur vegna þátttöku Ísrael Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) segja alla ábyrgð á þátttöku þjóða í Eurovision liggja hjá stjórn keppninnar en ekki einstaka keppendum. Þau biðla til fólks um að áreita ekki keppendur vegna þátttöku Ísraels í keppninni. 9. apríl 2024 15:34 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01 Eva Ruza og Gunna Dís inn fyrir Gísla og Felix Útvarpskonan Eva Ruza Miljevic mun stýra Eurovision-þáttunum Alla leið á RÚV í stað Felix Bergssonar þetta árið. 17. apríl 2024 21:11 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Fólk hætti að áreita keppendur vegna þátttöku Ísrael Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) segja alla ábyrgð á þátttöku þjóða í Eurovision liggja hjá stjórn keppninnar en ekki einstaka keppendum. Þau biðla til fólks um að áreita ekki keppendur vegna þátttöku Ísraels í keppninni. 9. apríl 2024 15:34
Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01
Eva Ruza og Gunna Dís inn fyrir Gísla og Felix Útvarpskonan Eva Ruza Miljevic mun stýra Eurovision-þáttunum Alla leið á RÚV í stað Felix Bergssonar þetta árið. 17. apríl 2024 21:11