Þetta staðfestir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, í samtali við Vísi. Hann segir annars fátt hægt að gefa upp um gang rannsóknar á andlátinu. Rannsókn sé í fullum gangi og miði vel. Gengið sé út frá því að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
„Ástand á vettvangi og á hinni látnu báru þess merki að það þyrfti að rannsaka þetta á þennan hátt.“
Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm að morgni mánudagsins 22. apríl. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi.
Konan var um fimmtugt og maðurinn er á sjötugsaldri.