Fyrstu tilnefningar til Vigdísarverðlauna Evrópuráðsþingsins kynntar á Alþingi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2024 12:59 Verðlaununum er ætlað að heiðra Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heims. Í verðlaun eru níu milljónir. Vísir/Vilhelm Í júní á þessu ári verða í fyrsta sinn veitt Vigdísarverðlaun til valdeflingar konum á vegum Evrópuráðsþingsins. Sérstök valnefnd mun tilkynna hverjir þrír eru tilnefndir til þeirra í ár á Alþingi þann 2. maí, eða á fimmtudag. Í verðlaun eru 60 þúsund evrur sem samsvara um níu milljónum íslenskra króna og nýr íslenskur verðlaunagripur. Formaður valnefndarinnar er Theodoros Rousopoulos, forseti Evrópuráðsþingsins, en auk hans eru í henni sex einstaklingar sem allir eru þekktir á sviði valdeflingar konum . Hópurinn mun hittast á fimmtudag á Alþingi og mun síðar sama dag tilkynna á blaðamannafundi hverjir þrír eru tilnefndir til verðlaunanna. Í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu kemur fram að þau sem tilnefnd eru geti verið einstaklingar, samtök, einkafyrirtæki eða félagasamtöl en öll eigi þau það sameiginlegt að hafa tekið framúrskarandi frumkvæði í því að valdefla konur í öllum fjölbreytileika sínum. Nýr íslenskur verðlaunagripur Valnefndin mun útnefna sigurvegarann á fundi þann 23. júní í Strassbourg og munu svo afhenda verðlaunin daginn eftir á sérstakri athöfn á sumarþingi Evrópuráðsþingsins. Við sama tilefni munu íslensk yfirvöld sýna í fyrsta sinn verðlaunagripinn sem er gjöf íslenska ríkisins til Evrópuráðsins. Fram kemur í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu að um sé að ræða sameiginlegt verkefni íslenskra yfirvalda og Evrópuráðsþingsins og að því sé ætlað að heiðra fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heimsins. Verðlaunin voru stofnuð formlega á Leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík sem haldinn var í Reykjavík í fyrra. Nánar hér á vef Evrópuráðsins. Vigdís Finnbogadóttir Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira
Formaður valnefndarinnar er Theodoros Rousopoulos, forseti Evrópuráðsþingsins, en auk hans eru í henni sex einstaklingar sem allir eru þekktir á sviði valdeflingar konum . Hópurinn mun hittast á fimmtudag á Alþingi og mun síðar sama dag tilkynna á blaðamannafundi hverjir þrír eru tilnefndir til verðlaunanna. Í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu kemur fram að þau sem tilnefnd eru geti verið einstaklingar, samtök, einkafyrirtæki eða félagasamtöl en öll eigi þau það sameiginlegt að hafa tekið framúrskarandi frumkvæði í því að valdefla konur í öllum fjölbreytileika sínum. Nýr íslenskur verðlaunagripur Valnefndin mun útnefna sigurvegarann á fundi þann 23. júní í Strassbourg og munu svo afhenda verðlaunin daginn eftir á sérstakri athöfn á sumarþingi Evrópuráðsþingsins. Við sama tilefni munu íslensk yfirvöld sýna í fyrsta sinn verðlaunagripinn sem er gjöf íslenska ríkisins til Evrópuráðsins. Fram kemur í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu að um sé að ræða sameiginlegt verkefni íslenskra yfirvalda og Evrópuráðsþingsins og að því sé ætlað að heiðra fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heimsins. Verðlaunin voru stofnuð formlega á Leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík sem haldinn var í Reykjavík í fyrra. Nánar hér á vef Evrópuráðsins.
Vigdís Finnbogadóttir Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira