Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2024 17:38 Vísir heimsótti Birnu í aðdraganda jóla árið 2017 Vísir/Egill Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin. Birna birti pistil á Facebook-síðunni Langholtshverfi - 104, þar sem hún sagði að nú væri komin upp sú staða að hún megi ekki vera með neitt skraut í garðinum. Hún segir garðinn vera sameign hennar og efri hæðarinnar, en nágrannar hennar hafi aldrei verið með vesen fyrr en fyrir tveimur árum. Þá hafi hún fengið nýja nágranna sem hún segir vera „illt í frekjunni.“ Hún þurfi nú að fjarlægja allt skraut úr garðinum. Færslan fékk mikla athygli en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið 186 viðbrögð og 34 athugasemdir. Athugasemdirnar eru margar á þá leið að mikil eftirsjá verði af garðinum sem lengi hafi vakið upp mikla ánægju meðal íbúa Laugardals. Aðrar athugasemdir benda kurteisislega á það að tvær hliðar séu á öllum málum. Vísir heimsótti Birnu árið 2014. Lögreglan kölluð til vegna deilnanna Það hefur gengið á ýmsu frá því deilurnar hófust fyrir um tveimur árum síðan, en Birna segir að nágrannar hennar hafi margsinnis fjarlægt allt skraut úr garðinum. Birna hefur þá yfirleitt hringt á lögregluna og tilkynnt þjófnað. Birna segir að garðurinn sé óskipt sameign, sem hún hafi alfarið séð um síðastliðin fimmtán ár. Nágrannar hennar fyrir fimmtán árum fólu henni það verkefni. Nú sé öldin önnur og nágrannar hennar krefjast þess að hún taki skrautið niður. Birna hefur yfirleitt fyllt garðinn af álfastyttum og öðru slíku á sumrin.Vísir/GVA Birna hefur ekki aðeins hringt á lögregluna vegna horfinna skreytinga, en lögreglan hefur verið kölluð til vegna deilna um eftirlitsmyndavélar á dyrabjöllum. Birna segir söguna þannig að nágrannar hennar hafi nýverið sett upp eftirlitsmyndavél fyrir framan hurð sína sem taki upp allan daginn og visti upptökuna á einhverju skýi í ákveðinn tíma. Birnu leist mjög illa á þetta og tók myndavélina niður. Þetta hafi vakið mikla reiði hjá nágrönnunum sem fóru að banka fast og sparka í hurðina þannig að hún brotnaði. Birna hringdi þá á lögregluna. Nágrannar Birnu á efri hæðinni vildu ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Fréttastofa heimsótti Birnu árið 2017: Reykjavík Jólaskraut Nágrannadeilur Tengdar fréttir Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00 Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Birna birti pistil á Facebook-síðunni Langholtshverfi - 104, þar sem hún sagði að nú væri komin upp sú staða að hún megi ekki vera með neitt skraut í garðinum. Hún segir garðinn vera sameign hennar og efri hæðarinnar, en nágrannar hennar hafi aldrei verið með vesen fyrr en fyrir tveimur árum. Þá hafi hún fengið nýja nágranna sem hún segir vera „illt í frekjunni.“ Hún þurfi nú að fjarlægja allt skraut úr garðinum. Færslan fékk mikla athygli en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið 186 viðbrögð og 34 athugasemdir. Athugasemdirnar eru margar á þá leið að mikil eftirsjá verði af garðinum sem lengi hafi vakið upp mikla ánægju meðal íbúa Laugardals. Aðrar athugasemdir benda kurteisislega á það að tvær hliðar séu á öllum málum. Vísir heimsótti Birnu árið 2014. Lögreglan kölluð til vegna deilnanna Það hefur gengið á ýmsu frá því deilurnar hófust fyrir um tveimur árum síðan, en Birna segir að nágrannar hennar hafi margsinnis fjarlægt allt skraut úr garðinum. Birna hefur þá yfirleitt hringt á lögregluna og tilkynnt þjófnað. Birna segir að garðurinn sé óskipt sameign, sem hún hafi alfarið séð um síðastliðin fimmtán ár. Nágrannar hennar fyrir fimmtán árum fólu henni það verkefni. Nú sé öldin önnur og nágrannar hennar krefjast þess að hún taki skrautið niður. Birna hefur yfirleitt fyllt garðinn af álfastyttum og öðru slíku á sumrin.Vísir/GVA Birna hefur ekki aðeins hringt á lögregluna vegna horfinna skreytinga, en lögreglan hefur verið kölluð til vegna deilna um eftirlitsmyndavélar á dyrabjöllum. Birna segir söguna þannig að nágrannar hennar hafi nýverið sett upp eftirlitsmyndavél fyrir framan hurð sína sem taki upp allan daginn og visti upptökuna á einhverju skýi í ákveðinn tíma. Birnu leist mjög illa á þetta og tók myndavélina niður. Þetta hafi vakið mikla reiði hjá nágrönnunum sem fóru að banka fast og sparka í hurðina þannig að hún brotnaði. Birna hringdi þá á lögregluna. Nágrannar Birnu á efri hæðinni vildu ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Fréttastofa heimsótti Birnu árið 2017:
Reykjavík Jólaskraut Nágrannadeilur Tengdar fréttir Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00 Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00
Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45