Disneydraumurinn varð loks að veruleika Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 20:00 Íris Ösp er nýkomin heim úr tveggja vikna ævintýraferð til Flórída. Vísir/Einar Langþráður draumur konu með einhverfu rættist á dögunum þegar hún heimsótti Disney World í Flórída. Hún lýsir ferðinni sem algjöru ævintýri en hún safnaði fyrir ferðinni með sölu á armböndum sem hún perlaði. Í ágúst í fyrra heimsótti fréttastofa Írisi Ösp Símonardóttur, 35 ára konu með einhverfu. Hún átti þann draum heitastan að heimsækja Disney World í Flórída, hitta Mikka Mús og Elsu í Frozen og fara á McDonalds. En slík ferð kostar sitt og til að safna fyrir ferðinni brá hún á það ráð að perla armbönd og selja. Salan gekk framar vonum og í byrjun apríl hélt Íris ásamt tveimur aðstoðarkonum í tveggja vikna draumaferð. „Ég fékk styrk frá Icelandair, þau styrktu mig um flugmiða. Svo fékk ég frítt hús hús og frían bíl frá einni góðri konu. Ég er ógeðslega þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir alla sem styrktu mig,“ segir Íris, sem var sæl og glöð þegar fréttastofa leit við í dag til að heyra ferðasöguna. Ferðin var algjört ævintýri en auk þess að heimsækja Disney World fór Íris í Universal skemmtigarðinn, í dýragarða, fór á ströndina og í sund og borðaði á öllum sínum uppáhalds veitingastöðum. Það sem stóð upp úr að hennar mati var að fara í Hogwart lestina. Hún fór að sjálfsögðu á McDonalds en segir þó að hamborgararnir á Wendy's hafi verið betri. Þá fór Íris nokkrum sinnum vel út fyrir þægindarammann, fór meðal annars í loftbelg og hélt á lifandi krókódíl og slöngu. Geri aðrir betur! Það var ógeðslega gaman, ekkert erfitt. Ég var ekkert hrædd. Svo hélt ég líka á páfagauk og klappaði höfrung. Í klippunni hér að ofan má sjá fjölmargar myndir og myndbönd frá ferðalaginu. Þar má einnig sjá Írisi taka lagið, uppáhalds lagið sitt Let it go úr Frozen myndinni. Á hverju kvöldi skrifaði Íris í dagbókina sína allt sem hún hafði séð og upplifað á ferðalaginu. Vísir/Einar Íris verslaði sér margt og mikið í ferðinni og kom heim hlaðin Disney dóti og fötum. Til að gleyma örugglega engu hélt hún ítarlega dagbók í ferðinni þar sem hún skrásetti samviskusamlega öll ævintýrin. Írisi leiddist ekki að versla í Flórída og kom heim hlaðin nýju dóti. Vísir/Einar Líkt og fyrr segir er Íris afar þakklát þeim sem styrktu hana svo að draumaferðin gæti orðið að veruleika. Hún perlaði mörg hundruð armbönd sem hún seldi en auk þess styrkti fjöldi fólks hana beint með framlögum eða gáfu henni flöskur og dósir. Hún er þegar farin að huga að næstu ferð en þá langar hana að heimsækja móður sína sem býr í Danmörku. Einhverfa Ferðalög Bandaríkin Föndur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Í ágúst í fyrra heimsótti fréttastofa Írisi Ösp Símonardóttur, 35 ára konu með einhverfu. Hún átti þann draum heitastan að heimsækja Disney World í Flórída, hitta Mikka Mús og Elsu í Frozen og fara á McDonalds. En slík ferð kostar sitt og til að safna fyrir ferðinni brá hún á það ráð að perla armbönd og selja. Salan gekk framar vonum og í byrjun apríl hélt Íris ásamt tveimur aðstoðarkonum í tveggja vikna draumaferð. „Ég fékk styrk frá Icelandair, þau styrktu mig um flugmiða. Svo fékk ég frítt hús hús og frían bíl frá einni góðri konu. Ég er ógeðslega þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir alla sem styrktu mig,“ segir Íris, sem var sæl og glöð þegar fréttastofa leit við í dag til að heyra ferðasöguna. Ferðin var algjört ævintýri en auk þess að heimsækja Disney World fór Íris í Universal skemmtigarðinn, í dýragarða, fór á ströndina og í sund og borðaði á öllum sínum uppáhalds veitingastöðum. Það sem stóð upp úr að hennar mati var að fara í Hogwart lestina. Hún fór að sjálfsögðu á McDonalds en segir þó að hamborgararnir á Wendy's hafi verið betri. Þá fór Íris nokkrum sinnum vel út fyrir þægindarammann, fór meðal annars í loftbelg og hélt á lifandi krókódíl og slöngu. Geri aðrir betur! Það var ógeðslega gaman, ekkert erfitt. Ég var ekkert hrædd. Svo hélt ég líka á páfagauk og klappaði höfrung. Í klippunni hér að ofan má sjá fjölmargar myndir og myndbönd frá ferðalaginu. Þar má einnig sjá Írisi taka lagið, uppáhalds lagið sitt Let it go úr Frozen myndinni. Á hverju kvöldi skrifaði Íris í dagbókina sína allt sem hún hafði séð og upplifað á ferðalaginu. Vísir/Einar Íris verslaði sér margt og mikið í ferðinni og kom heim hlaðin Disney dóti og fötum. Til að gleyma örugglega engu hélt hún ítarlega dagbók í ferðinni þar sem hún skrásetti samviskusamlega öll ævintýrin. Írisi leiddist ekki að versla í Flórída og kom heim hlaðin nýju dóti. Vísir/Einar Líkt og fyrr segir er Íris afar þakklát þeim sem styrktu hana svo að draumaferðin gæti orðið að veruleika. Hún perlaði mörg hundruð armbönd sem hún seldi en auk þess styrkti fjöldi fólks hana beint með framlögum eða gáfu henni flöskur og dósir. Hún er þegar farin að huga að næstu ferð en þá langar hana að heimsækja móður sína sem býr í Danmörku.
Einhverfa Ferðalög Bandaríkin Föndur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00