„Við eigum að geta varist föstum leikatriðum“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 22:05 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld. „Þetta er ákveðið kjaftshögg, mér fannst við ekki vera góðir í fyrri hálfleik. Við vorum ‚sloppy‘ en þeir voru að vinna fyrsta og annan bolta og valda okkur verulegum vandræðum. Frederik [Schram] varði tvisvar eða þrisvar mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en mér fannst við mjög lélegir í fyrri,“ sagði Arnar um frammistöðu liðsins. „Svo kom allt annað bragur á okkur í seinni, skoruðum og sköpuðum eitt eða tvö mjög góð færi. Komum okkur í frábærar stöður og áttum að klára leikinn. Þú átt alveg að getað ‚sufferað‘ aðeins. Þeir settu aðeins á okkur síðasta korterið og þetta er sárt að fá svona mark á sig. Við eigum að geta varist föstum leikatriðum með mikið af stórum og sterkum strákum. Þetta er blóðugt þegar þetta er komið í uppbótartíma,“ bætti Arnar við um framvindu síðari hálfleiks. Valsmenn fengu ágæt færi í síðari hálfleik þar sem þeir hefðu getað gengið frá leiknum. Þeim brást bogalistin og er Arnar skiljanlega svekktur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum. „Þetta er bara það sem skilur á milli í fótbolta, þú býrð til einhver færi og þarft að nýta þau. Klára og loka leikjum. Það er líka hægt að loka leikjum með að halda hreinu ef þú skorar eitt. Þeim mun meira svekkjandi, komið í uppbótartíma eins og þetta var. Mér fannst við spila þannig fyrstu 20 til 25 mínútur í seinni að við áttum að klára leikinn. Allt annað Valslið í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Enn og aftur, töpuðum tveimur stigum og það er mjög svekkjandi.“ Arnar fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Anton Brink Valur hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en búist var við miklu af liðinu fyrir mót. Þetta er væntanlega ekki það sem menn bjuggust við fyrir mót? „Alls ekki, þetta er bara niðurstaðan. Við erum með fimm stig og það er Kópavogurinn næst og þar þurfum við að sækja þrjú stig og það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Arnar um upphaf tímabilsins. Valur fær ærið verkefni í næstu umferð en liðið mætir Breiðablik í fimmtu umferð Bestu deildar karla. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt á þessari stundu, svona er þetta í fótbolta. Það eru góð móment og slæm móment. Það voru margir fínir kaflar í seinni hálfleik og þeir ógna okkur eiginlega ekki neitt í seinni hálfleik þó þeir hafi verið með boltann síðasta korterið. Þeir áttu alveg sín upphlaup í fyrri hálfleik og gátu hæglega skorað. Við héldum hreinu og þá er þetta þeim meira svekkjandi að fara ekki með þrjú stig hér í kvöld,“ bætti Arnar við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Þetta er ákveðið kjaftshögg, mér fannst við ekki vera góðir í fyrri hálfleik. Við vorum ‚sloppy‘ en þeir voru að vinna fyrsta og annan bolta og valda okkur verulegum vandræðum. Frederik [Schram] varði tvisvar eða þrisvar mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en mér fannst við mjög lélegir í fyrri,“ sagði Arnar um frammistöðu liðsins. „Svo kom allt annað bragur á okkur í seinni, skoruðum og sköpuðum eitt eða tvö mjög góð færi. Komum okkur í frábærar stöður og áttum að klára leikinn. Þú átt alveg að getað ‚sufferað‘ aðeins. Þeir settu aðeins á okkur síðasta korterið og þetta er sárt að fá svona mark á sig. Við eigum að geta varist föstum leikatriðum með mikið af stórum og sterkum strákum. Þetta er blóðugt þegar þetta er komið í uppbótartíma,“ bætti Arnar við um framvindu síðari hálfleiks. Valsmenn fengu ágæt færi í síðari hálfleik þar sem þeir hefðu getað gengið frá leiknum. Þeim brást bogalistin og er Arnar skiljanlega svekktur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum. „Þetta er bara það sem skilur á milli í fótbolta, þú býrð til einhver færi og þarft að nýta þau. Klára og loka leikjum. Það er líka hægt að loka leikjum með að halda hreinu ef þú skorar eitt. Þeim mun meira svekkjandi, komið í uppbótartíma eins og þetta var. Mér fannst við spila þannig fyrstu 20 til 25 mínútur í seinni að við áttum að klára leikinn. Allt annað Valslið í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Enn og aftur, töpuðum tveimur stigum og það er mjög svekkjandi.“ Arnar fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Anton Brink Valur hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en búist var við miklu af liðinu fyrir mót. Þetta er væntanlega ekki það sem menn bjuggust við fyrir mót? „Alls ekki, þetta er bara niðurstaðan. Við erum með fimm stig og það er Kópavogurinn næst og þar þurfum við að sækja þrjú stig og það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Arnar um upphaf tímabilsins. Valur fær ærið verkefni í næstu umferð en liðið mætir Breiðablik í fimmtu umferð Bestu deildar karla. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt á þessari stundu, svona er þetta í fótbolta. Það eru góð móment og slæm móment. Það voru margir fínir kaflar í seinni hálfleik og þeir ógna okkur eiginlega ekki neitt í seinni hálfleik þó þeir hafi verið með boltann síðasta korterið. Þeir áttu alveg sín upphlaup í fyrri hálfleik og gátu hæglega skorað. Við héldum hreinu og þá er þetta þeim meira svekkjandi að fara ekki með þrjú stig hér í kvöld,“ bætti Arnar við að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira