Ráðherra bað um tíu milljarða króna í viðbót í arð Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 13:39 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar og Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Landsvirkjunar hefur samþykkt tillögu stjórnar um þrjátíu milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð. Það er tíu milljörðum króna hærri arðgreiðsla en stjórnin lagði til þegar ársreikningur fyrirtækisins var birtur í febrúarlok. Fjármála- og efnahagsráðherra óskaði eftir því að arðgreiðslan yrði hækkuð í ljósi þess að árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega sextíu ára sögu Landsvirkjunar. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins sé því góð, auk þess sem hækkunin rúmist innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. Jón Björn nýr stjórnarformaður Á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag, 30. apríl, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn fyrirtækisins, í samræmi við lög sem um það gilda. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar séu Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar séu Guðveig Eyglóardóttir, Halldór Karl Högnason, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Þórðarson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund hafi Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, verið kjörinn stjórnarformaður og Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., varaformaður. Hættir eftir góðan áratug Þá segir að fráfarandi stjórnarformaður, Jónas Þór Guðmundsson, hafi gegnt stöðunni síðastliðinn áratug, næstlengst allra í sögu fyrirtækisins. Hann hafi verið skipaður í stjórn á aðalfundi félagsins árið 2014 og kjörinn formaður stjórnar í kjölfarið. Mikil umskipti hafi orðið í rekstri fyrirtækisins á þessum tíma. Fjárhagsstaðan hafi aldrei verið betri, skuldir aldrei lægri og eiginfjárhlutfall hærra en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma hafi þrjár nýjar virkjanir verið gangsettar. Í dag sé Landsvirkjun með næsthæstu lánshæfiseinkunn orkufyrirtækja Norðurlandanna (A-) hjá S&P. „Jónasi Þór eru þökkuð góð störf í þágu Landsvirkjunar.“ Jón Björn, sem áður hafi verið varaformaður stjórnar og tekur nú við af Jónasi, hafi einnig verið fyrst skipaður í stjórn fyrirtækisins árið 2014. Hann hafi gegnt stöðu varaformanns stjórnar í fimm ár á þessu tímabili. Landsvirkjun Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins sé því góð, auk þess sem hækkunin rúmist innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. Jón Björn nýr stjórnarformaður Á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag, 30. apríl, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn fyrirtækisins, í samræmi við lög sem um það gilda. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar séu Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar séu Guðveig Eyglóardóttir, Halldór Karl Högnason, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Þórðarson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund hafi Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, verið kjörinn stjórnarformaður og Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., varaformaður. Hættir eftir góðan áratug Þá segir að fráfarandi stjórnarformaður, Jónas Þór Guðmundsson, hafi gegnt stöðunni síðastliðinn áratug, næstlengst allra í sögu fyrirtækisins. Hann hafi verið skipaður í stjórn á aðalfundi félagsins árið 2014 og kjörinn formaður stjórnar í kjölfarið. Mikil umskipti hafi orðið í rekstri fyrirtækisins á þessum tíma. Fjárhagsstaðan hafi aldrei verið betri, skuldir aldrei lægri og eiginfjárhlutfall hærra en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma hafi þrjár nýjar virkjanir verið gangsettar. Í dag sé Landsvirkjun með næsthæstu lánshæfiseinkunn orkufyrirtækja Norðurlandanna (A-) hjá S&P. „Jónasi Þór eru þökkuð góð störf í þágu Landsvirkjunar.“ Jón Björn, sem áður hafi verið varaformaður stjórnar og tekur nú við af Jónasi, hafi einnig verið fyrst skipaður í stjórn fyrirtækisins árið 2014. Hann hafi gegnt stöðu varaformanns stjórnar í fimm ár á þessu tímabili.
Landsvirkjun Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira