Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2024 19:30 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir að í frumvarpi hennar um lagareldi sé mun betur hugað að náttúru- og umhverfisvernd í tengslum við sjókvíaeldi en hingað til hafi verið gert. Vísir/Vilhelm Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. Matvælaráðherra hefur brugðist við mikilli gagnrýni á fyrirhuguð ótímabundin rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpi hennar um lagareldi sem hingað til hafa verið gefin út til sextán ára. Fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar í morgun þar sem lagt var til við nefndina að leyfin yrðu tímabundin. Ráðherra segir það kalla á breytingar á öðrum greinum frumvarpsins en megintilgangur þess væri að skýra reglur og auka eftirlit. Með frumvarpinu væri mun betur tekið á náttúru- og umhverfisvernd en í gildandi lögum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherrahefur fallið frá áformum um ótímabundin rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi.Stöð 2/Einar „Miklu betur. Það er ekki spurning um það. Við erum að setja hámark á lús, það er bara einn aðili á hverju smitvarnasvæði í stað þess að fleiri hafa getað verið þar áður. Þannig að það er þá eini aðilinn sem ber ábyrgð á að allt sé í lagi,“ segir Bjarkey. Þá verði firðir hvíldir að lágmarki í 90 daga á milli kynslóða fiska. Fyrirtæki geti misst leyfi fari starfsemin ekki eftir lögum og reglum. „Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ segir matvælaráðherra. Grafík/Hjalti Fyrir hvern frjóan fisk sem finnst í ám þar sem hætta væri á erfðablöndum mætti sekta fyrirtæki um fimm milljónir króna upp að 750 milljónum króna. Og sektin yrði milljón á hvern fisk sem finnst í ám utan áhættumats erfðablöndunar. Þá mætti minnka lífmassann hjá fyrirtækjum og fleira. Vonandi náist friður um frumvarpið eftir breytingar í atvinnuveganefnd. „Já, ég vona það svo sannarlega. Því eins og ég segi; við viljum held ég ekkert okkar óbreytt ástand. Það er ófremdarástand búið að ríkja í þessari grein eins og við sáum í fyrra sumar í þessum stóru sleppingum. Þannig að með því að taka betur utan um það, með því að mæta sjónarmiðum og réttlætiskennd fólks varðandi þessi ótímabundnu leyfi, vona ég svo sannarlega að við náum saman um þau atriði sem þarf að ná þar fyrir utan,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Alþingi Tengdar fréttir Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 „Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Matvælaráðherra hefur brugðist við mikilli gagnrýni á fyrirhuguð ótímabundin rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpi hennar um lagareldi sem hingað til hafa verið gefin út til sextán ára. Fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar í morgun þar sem lagt var til við nefndina að leyfin yrðu tímabundin. Ráðherra segir það kalla á breytingar á öðrum greinum frumvarpsins en megintilgangur þess væri að skýra reglur og auka eftirlit. Með frumvarpinu væri mun betur tekið á náttúru- og umhverfisvernd en í gildandi lögum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherrahefur fallið frá áformum um ótímabundin rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi.Stöð 2/Einar „Miklu betur. Það er ekki spurning um það. Við erum að setja hámark á lús, það er bara einn aðili á hverju smitvarnasvæði í stað þess að fleiri hafa getað verið þar áður. Þannig að það er þá eini aðilinn sem ber ábyrgð á að allt sé í lagi,“ segir Bjarkey. Þá verði firðir hvíldir að lágmarki í 90 daga á milli kynslóða fiska. Fyrirtæki geti misst leyfi fari starfsemin ekki eftir lögum og reglum. „Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ segir matvælaráðherra. Grafík/Hjalti Fyrir hvern frjóan fisk sem finnst í ám þar sem hætta væri á erfðablöndum mætti sekta fyrirtæki um fimm milljónir króna upp að 750 milljónum króna. Og sektin yrði milljón á hvern fisk sem finnst í ám utan áhættumats erfðablöndunar. Þá mætti minnka lífmassann hjá fyrirtækjum og fleira. Vonandi náist friður um frumvarpið eftir breytingar í atvinnuveganefnd. „Já, ég vona það svo sannarlega. Því eins og ég segi; við viljum held ég ekkert okkar óbreytt ástand. Það er ófremdarástand búið að ríkja í þessari grein eins og við sáum í fyrra sumar í þessum stóru sleppingum. Þannig að með því að taka betur utan um það, með því að mæta sjónarmiðum og réttlætiskennd fólks varðandi þessi ótímabundnu leyfi, vona ég svo sannarlega að við náum saman um þau atriði sem þarf að ná þar fyrir utan,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Alþingi Tengdar fréttir Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 „Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34
Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52
Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34
„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38