Facebook-hakkið hafi ekki áhrif á rannsóknina Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 17:56 „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina sem beinist meðal annars að Quang Le sem einnig gengur undir nafninu Davíð Viðarsson. Litlar líkur eru á því að innbrot á Facebook-síðu Quangs Le, sem gengur einnig undir nafninu Davíð Viðarsson, hafi áhrif á sakamálarannsókn lögreglu á hendur honum. Þetta sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í Reykjavík síðdegis í dag. „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina. Quang Le er einn sakborninga í umfangsmikilli rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi í tengslum við þrifafyrirtækið Vy-þrif og veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Um hádegisleytið í dag byrjuðu óvenjulegar færslur að birtast á Facebook-síðu Quangs Le. Í kjölfarið var ljóst að einhver óprúttinn aðili hafði brotist inn á síðuna og byrjað að birta færslur. Í umræddum færslum eru ríkisstjórnarflokkarnir, Krónan, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, World Class og samstarfsmenn Quang Le gagnrýndir harðlega. Þá voru samskipti Quang Le og vinar hans birt opinberlega þar sem þeir birta myndir teknar á líkamsræktarstöðvum og sýna afturenda kvenna. Grímur segist ekki geta tjáð sig um hvort lögreglan hafi verið búin að afla gagna af Facebook-síðu Quangs, en almennt séð sé lögreglan búin að afla ákveðinna rannsóknargagna á þessu stigi málsins. Hann man ekki til þess að maður sem sætir rannsókn hafi lent í einhverju sambærilegu áður. Þá segist hann ekki hafa þekkingu á því hvort sambærileg mál hafi komið upp erlendis. Grímur segir að innbrot sem þetta á Facebook-síðu einstaklings geti orðið að lögreglumáli, og það þurfi að taka til skoðunar í þessu tilfelli. Það eru engar upplýsingar þarna í samskiptum hans við einhverja aðra sem gæti verið óþægilegt eða slæmt að fá fram í dagsljósið? „Það er auðvitað mögulegt, og þá er ég að tala almennt séð. Gögn, sem geta verið rannsóknargögn í sakamáli, ef þau komast fyrir sjónir almennings áður en málið kemur til dóms þá getur það haft afleiðingar.“ Grímur segir að rannsókn á mansalsmálinu gangi mjög vel. Þó séu margir þættir rannsóknarinnar tímafrekir, líkt og samskipti við erlend lögregluyfirvöld og yfirheyrslur með túlki. Lögreglan hafi verið að óska eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Víetnam, og þá segir Grímur að í málum sem þessum leiti lögreglan gjarnan aðstoðar til stofnanna líkt og Europol og Interpol. Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Þetta sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í Reykjavík síðdegis í dag. „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina. Quang Le er einn sakborninga í umfangsmikilli rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi í tengslum við þrifafyrirtækið Vy-þrif og veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Um hádegisleytið í dag byrjuðu óvenjulegar færslur að birtast á Facebook-síðu Quangs Le. Í kjölfarið var ljóst að einhver óprúttinn aðili hafði brotist inn á síðuna og byrjað að birta færslur. Í umræddum færslum eru ríkisstjórnarflokkarnir, Krónan, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, World Class og samstarfsmenn Quang Le gagnrýndir harðlega. Þá voru samskipti Quang Le og vinar hans birt opinberlega þar sem þeir birta myndir teknar á líkamsræktarstöðvum og sýna afturenda kvenna. Grímur segist ekki geta tjáð sig um hvort lögreglan hafi verið búin að afla gagna af Facebook-síðu Quangs, en almennt séð sé lögreglan búin að afla ákveðinna rannsóknargagna á þessu stigi málsins. Hann man ekki til þess að maður sem sætir rannsókn hafi lent í einhverju sambærilegu áður. Þá segist hann ekki hafa þekkingu á því hvort sambærileg mál hafi komið upp erlendis. Grímur segir að innbrot sem þetta á Facebook-síðu einstaklings geti orðið að lögreglumáli, og það þurfi að taka til skoðunar í þessu tilfelli. Það eru engar upplýsingar þarna í samskiptum hans við einhverja aðra sem gæti verið óþægilegt eða slæmt að fá fram í dagsljósið? „Það er auðvitað mögulegt, og þá er ég að tala almennt séð. Gögn, sem geta verið rannsóknargögn í sakamáli, ef þau komast fyrir sjónir almennings áður en málið kemur til dóms þá getur það haft afleiðingar.“ Grímur segir að rannsókn á mansalsmálinu gangi mjög vel. Þó séu margir þættir rannsóknarinnar tímafrekir, líkt og samskipti við erlend lögregluyfirvöld og yfirheyrslur með túlki. Lögreglan hafi verið að óska eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Víetnam, og þá segir Grímur að í málum sem þessum leiti lögreglan gjarnan aðstoðar til stofnanna líkt og Europol og Interpol.
Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira