Mýtan um launin Elsa Nore skrifar 1. maí 2024 09:31 Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar. Í greininni er vitnað í borgarfulltrúa sem í ræðu sinni hélt því fram að byrjunarlaun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg séu 725.179. Þetta var niðurstaða í úttekt sem hún lét gera í febrúar til að bera saman laun leikskólakennara við lögfræðinga og viðskiptafræðinga hjá borginni. Í greininni er svo fullyrt að „borgin yfirbýður hressilega” sem er ekki rétt. Ég sendi tölvupóst á fréttamanninn sem skrifaði greinina en hef ekki fengið nein viðbrögð og greinin ekki leiðrétt. Ég vissi að þetta með launin var ósatt, en ákvað að skoða launaseðilinn minn til öryggis. Launin mín fyrir skatt eru rétt rúmlega 702.000. Og það er fyrir fullt starf sem kennari með næstum því 20 ára starfsreynslu í leikskólum (þar af 15 ár sem kennari). Í kjölfarið sendi ég skilaboð á fulltrúann á facebook og spurði hvort að borgin skuldi mér ekki laun, þar sem ég greinilega hef fengið allt of lítið útborgað til margra ára. Svarið sem ég fékk var að í þessum útreikningum væru heilsuræktarstyrkur (28.000 á ári), sundkort (44.840 á ári), menningarkort (8.130 á ári), Samgöngusamningur (7.500 á mánuði) Ásamt kostnaði við starfsmannamötuneyti (sem ég skil ekki alveg hvað er átt við) Þegar ég benti á að þetta er ansi óheiðarleg framsetning, þar sem fríðindi og styrkir séu varla flokkuð sem laun (enda get ég ekki borgað reikninga með sund- og menningarkorti) var svarið að þetta voru heildarlaun „með öllu því sem innifalið er” og að „þegar við ræðum um laun er yfirleitt teknir saman allir þeir þættir sem eru í heildarlaunum”. Þetta er auðvitað ekki heldur satt. Ég ákvað samt að gera minn eigin útreikning, með því sem kom fram hér að ofan. Menningar- og sundkort og heilsuræktarstyrkur deilt niður á 12 mánuði (6.747,5 kr) og svo byrjunarlaun leikskólakennara með leyfisbréf (60.838 kr) ásamt mánaðarlegum samgöngustyrk (7.500 kr). Það verður 623.085,5 kr. Þá vantar rúmlega 100.000 á mánuði upp í það sem fulltrúinn sagði. Er hún þá að halda því fram að maturinn sem við borðum sé 100.000 króna virði á mánuði? Ég spurði hana, en fékk ekkert svar. Ég innti eftir svari nokkrum dögum seinna og fékk þá einhverjar útskýringar um að „hér er verið að bera saman heildarkjör en ekki eingöngu laun” sem er ekki í samræmi við það sem sagt var í pontu, þar sem hún sjálf talaði um byrjunarlaun þessara stétta. Svo enn vantar 100.000 krónur mánaðarlega milli raunverulegra launa kennara og orða hennar í pontu. Upphæð sem hún virðist ekki vilja eða geta gert grein fyrir. Ég sé ekki betur en að tvennt sé í stöðunni: Fulltrúinn viðurkenni opinberlega að hafa farið með rangt mál og biðjist afsökunar. (Sem er í fínu lagi. Stundum gerir man mistök og þá er bara að leiðrétta og vanda sig betur næst.) Fulltrúinn beitir sér fyrir því að leiðrétta laun kennara afturvirkt. Ef hvorug leiðin er farin er ekki annað hægt en að líta svo á að fulltrúinn sé viljandi, og gegn betri vitund, að fara með rangt mál af einhverjum ástæðum. Í kjölfarið væri áhugavert að vita fjölda kennara sem eru í langtímaveikindum vegna álagstengdra sjúkdóma hjá borginni og hver kostnaðurinn af því er. Kannski væri hægt að spara til lengra tíma með því að fækka börnum á deildum og þannig minnka álag á starfsfólki, sem í framhaldi minnkar líkur á kulnun og flótta úr stéttinni. Væri ekki yndislegt að geta nýtt þekkingu og reynslu kennarana í skólunum í staðinn fyrir að borga þeim veikindalaun? Ekki bara borgin mundi græða á því til lengdar. Heldur fyrst og fremst börnin. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar. Í greininni er vitnað í borgarfulltrúa sem í ræðu sinni hélt því fram að byrjunarlaun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg séu 725.179. Þetta var niðurstaða í úttekt sem hún lét gera í febrúar til að bera saman laun leikskólakennara við lögfræðinga og viðskiptafræðinga hjá borginni. Í greininni er svo fullyrt að „borgin yfirbýður hressilega” sem er ekki rétt. Ég sendi tölvupóst á fréttamanninn sem skrifaði greinina en hef ekki fengið nein viðbrögð og greinin ekki leiðrétt. Ég vissi að þetta með launin var ósatt, en ákvað að skoða launaseðilinn minn til öryggis. Launin mín fyrir skatt eru rétt rúmlega 702.000. Og það er fyrir fullt starf sem kennari með næstum því 20 ára starfsreynslu í leikskólum (þar af 15 ár sem kennari). Í kjölfarið sendi ég skilaboð á fulltrúann á facebook og spurði hvort að borgin skuldi mér ekki laun, þar sem ég greinilega hef fengið allt of lítið útborgað til margra ára. Svarið sem ég fékk var að í þessum útreikningum væru heilsuræktarstyrkur (28.000 á ári), sundkort (44.840 á ári), menningarkort (8.130 á ári), Samgöngusamningur (7.500 á mánuði) Ásamt kostnaði við starfsmannamötuneyti (sem ég skil ekki alveg hvað er átt við) Þegar ég benti á að þetta er ansi óheiðarleg framsetning, þar sem fríðindi og styrkir séu varla flokkuð sem laun (enda get ég ekki borgað reikninga með sund- og menningarkorti) var svarið að þetta voru heildarlaun „með öllu því sem innifalið er” og að „þegar við ræðum um laun er yfirleitt teknir saman allir þeir þættir sem eru í heildarlaunum”. Þetta er auðvitað ekki heldur satt. Ég ákvað samt að gera minn eigin útreikning, með því sem kom fram hér að ofan. Menningar- og sundkort og heilsuræktarstyrkur deilt niður á 12 mánuði (6.747,5 kr) og svo byrjunarlaun leikskólakennara með leyfisbréf (60.838 kr) ásamt mánaðarlegum samgöngustyrk (7.500 kr). Það verður 623.085,5 kr. Þá vantar rúmlega 100.000 á mánuði upp í það sem fulltrúinn sagði. Er hún þá að halda því fram að maturinn sem við borðum sé 100.000 króna virði á mánuði? Ég spurði hana, en fékk ekkert svar. Ég innti eftir svari nokkrum dögum seinna og fékk þá einhverjar útskýringar um að „hér er verið að bera saman heildarkjör en ekki eingöngu laun” sem er ekki í samræmi við það sem sagt var í pontu, þar sem hún sjálf talaði um byrjunarlaun þessara stétta. Svo enn vantar 100.000 krónur mánaðarlega milli raunverulegra launa kennara og orða hennar í pontu. Upphæð sem hún virðist ekki vilja eða geta gert grein fyrir. Ég sé ekki betur en að tvennt sé í stöðunni: Fulltrúinn viðurkenni opinberlega að hafa farið með rangt mál og biðjist afsökunar. (Sem er í fínu lagi. Stundum gerir man mistök og þá er bara að leiðrétta og vanda sig betur næst.) Fulltrúinn beitir sér fyrir því að leiðrétta laun kennara afturvirkt. Ef hvorug leiðin er farin er ekki annað hægt en að líta svo á að fulltrúinn sé viljandi, og gegn betri vitund, að fara með rangt mál af einhverjum ástæðum. Í kjölfarið væri áhugavert að vita fjölda kennara sem eru í langtímaveikindum vegna álagstengdra sjúkdóma hjá borginni og hver kostnaðurinn af því er. Kannski væri hægt að spara til lengra tíma með því að fækka börnum á deildum og þannig minnka álag á starfsfólki, sem í framhaldi minnkar líkur á kulnun og flótta úr stéttinni. Væri ekki yndislegt að geta nýtt þekkingu og reynslu kennarana í skólunum í staðinn fyrir að borga þeim veikindalaun? Ekki bara borgin mundi græða á því til lengdar. Heldur fyrst og fremst börnin. Höfundur er leikskólakennari.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun