Hvetur fólk til þess að leika sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2024 11:30 Birna Dröfn leikur sér á hverjum degi og hefur aldrei verið betri. Birna Dröfn Birgisdóttir, sérfræðingur í skapandi hugsun, hvetur fólk til þess að leika sér meira í maí. Tilefnið er alþjóðlegt átak, Let's play in May, en Birna segir það hafa gríðarlega kosti í för með sér að leika sér og segir ýmsa leiki í boði sem henti ólíku fólki. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hvetja fólk til þess að gera allskonar leik að venju í sínu daglega lífi. Sjálf segist hún leika sér eins mikið og hún getur. „Þegar ég var þrítug, að þá í staðinn fyrir að halda partý þá bauð ég vinkonum í heimsókn í svona gamaldags afmælisleiki,“ segir Birna hlæjandi og nefnir pakkaleik sem dæmi. Hún segir hægt að skilgreina leik þannig að viðkomandi njóti sín á þeirri stundu. „Þetta getur til dæmis verið að þú ert að teikna einhverja mynd, eða eins og ég, ég byrja flesta daga á danspartýi og þá er ég að leika mér. Og svo þegar ég er að keyra í bílnum, þá syng ég hástöfum, bara út af því að það er gaman og það er leikur.“ Byrjarðu dagana á danspartýi? Ertu bara ein í þessu partýi? „Já, það er æðislegt. Ég set bara heyrnartólin í, vakna á undan öllum öðrum og svo þegar ég er að undirbúa daginn þá er ég að dansa. Það er mjög gaman.“ Birna segir að þegar viðkomandi bregði á leik búi líkaminn til allskonar gleðihormón. Þau hormón hjálpi okkur að líða vel og ná árangri og segir Birna það geta hjálpað gríðarlega til við að ná árangri til dæmis í vinnu og í íþróttum. Hún segir fólk eiga miserfitt með þetta en mikilvægt sé að muna að leikur sé mismunandi. „Við viljum leika okkur mismunandi og það er svo frábært að átta sig á því að það eru til svo margar tegundir af leik. Sumir vilja kannski bara púsla í hádeginu á meðan aðrir vilja fara í borðtennis eða hvað sem er, þannig það sé mismunandi í boði sem hentar mismunandi fólki, því við séum öll einstök.“ Skapandi virkni sé æðsta hugsun heilans. Til þess að komast þangað þurfi heilinn að upplifa að hann sé öruggur. „Þegar viðleikum okkur þá sendum við skilaboð til heilans um að hann sé öruggur, út af því að við höfum rými til að leika og gera mistök og erum miklu frjálsari,“ segir Birna. Hún segir enginn aldur vera of gamall til þess að leika sér. „Þegar við hættum með leik þá verðum við gömul.“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hvetja fólk til þess að gera allskonar leik að venju í sínu daglega lífi. Sjálf segist hún leika sér eins mikið og hún getur. „Þegar ég var þrítug, að þá í staðinn fyrir að halda partý þá bauð ég vinkonum í heimsókn í svona gamaldags afmælisleiki,“ segir Birna hlæjandi og nefnir pakkaleik sem dæmi. Hún segir hægt að skilgreina leik þannig að viðkomandi njóti sín á þeirri stundu. „Þetta getur til dæmis verið að þú ert að teikna einhverja mynd, eða eins og ég, ég byrja flesta daga á danspartýi og þá er ég að leika mér. Og svo þegar ég er að keyra í bílnum, þá syng ég hástöfum, bara út af því að það er gaman og það er leikur.“ Byrjarðu dagana á danspartýi? Ertu bara ein í þessu partýi? „Já, það er æðislegt. Ég set bara heyrnartólin í, vakna á undan öllum öðrum og svo þegar ég er að undirbúa daginn þá er ég að dansa. Það er mjög gaman.“ Birna segir að þegar viðkomandi bregði á leik búi líkaminn til allskonar gleðihormón. Þau hormón hjálpi okkur að líða vel og ná árangri og segir Birna það geta hjálpað gríðarlega til við að ná árangri til dæmis í vinnu og í íþróttum. Hún segir fólk eiga miserfitt með þetta en mikilvægt sé að muna að leikur sé mismunandi. „Við viljum leika okkur mismunandi og það er svo frábært að átta sig á því að það eru til svo margar tegundir af leik. Sumir vilja kannski bara púsla í hádeginu á meðan aðrir vilja fara í borðtennis eða hvað sem er, þannig það sé mismunandi í boði sem hentar mismunandi fólki, því við séum öll einstök.“ Skapandi virkni sé æðsta hugsun heilans. Til þess að komast þangað þurfi heilinn að upplifa að hann sé öruggur. „Þegar viðleikum okkur þá sendum við skilaboð til heilans um að hann sé öruggur, út af því að við höfum rými til að leika og gera mistök og erum miklu frjálsari,“ segir Birna. Hún segir enginn aldur vera of gamall til þess að leika sér. „Þegar við hættum með leik þá verðum við gömul.“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira