Heimildin sem hvarf úr frumvarpi matvælaráðherra Vala Árnadóttir skrifar 2. maí 2024 14:30 Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði. Að sögn ráðherrans á frumvarpið að styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerast brotleg við lög. Þetta er rangt. Frumvarpið veikir heimildir ríkisins til þess að afturkalla leyfi sjókvíaeldisfyrirtækja. Með öðrum orðum það gengur þvert á yfirlýst markmið. Veit ráðherra þetta ekki? Ráðherra vísar títt í sérfræðinga og lögfræðinga sem hún segir að haldi því fram að leyfin verði að vera ótímabundin, annars þurfi að slá af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Ráðherra virðist ekki vera kunnugt um að í 16. grein núgildandi laga um fiskeldi er skýr heimild til afturköllunar rekstrarleyfa, einmitt vegna þess hluta starfseminnar sem veldur mestum skaða. Þessi heimild hefur hins vegar verið fjarlægð úr lagafrumvarpinu sem hún lagði fyrir Alþingi í síðustu viku. Í 16. grein laganna sem nú gilda eru þessi orð: „Þá er og heimilt að afturkalla rekstrarleyfi […] þegar eldisfiskur sleppur ítrekað frá fiskeldisstöð.“ Þessi heimild er ekki í frumvarpi Bjarkeyjar. Ráðherra þarf að skýra af hverju svo er og hvernig hún fái út að hér sé um rýmri heimildir til afturköllunar þar sem frumvarpið bersýnilega þrengir heimildir. Ekki starfað samkvæmt lögum Lög eiga að kveða skýrt um við hvaða aðstæður skal afturkalla leyfi. Það eykur fyrirsjáanleika sjókvíaeldisfyrirtækja. Þessar aðstæður eiga svo að sjálfsögðu að tryggja lágmarks vernd lífríkis og náttúru Íslands sem þó verður aldrei örugg á meðan laxeldi í opnum sjókvíum er heimilað. Þá er ágætt að árétta að nú þegar er þessi heimild til afturköllunar í lögum sem ekki er notuð, þrátt fyrir að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi ekki staðist nánast eina einustu eftirlitsskoðun og hafa ítrekað misst frá sér fisk. Auknir starfskraftar í eftirliti gera lítið ef lögheimiluð viðurlög eru ekki virkjuð. Það væri nær að ráðherra sem er svo annt um umhverfið leiðbeini þeirri eftirlitsstofnun sem heyrir undir ráðherra um að starfa samkvæmt lögum. Lög þurfa að vera skýr og ráðherra þarf að skilja lögfræðina í eigin frumvarpi. Það er ekki spurning um hvort lögfræðin og réttsýni almennings fari saman, enda er fræðigrein eðli máls samkvæmt ófær um að fara gegn réttsýni almennings. Hvernig hún er notuð til þess er annað mál. Höfundur er lögfræðingur og er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði. Að sögn ráðherrans á frumvarpið að styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerast brotleg við lög. Þetta er rangt. Frumvarpið veikir heimildir ríkisins til þess að afturkalla leyfi sjókvíaeldisfyrirtækja. Með öðrum orðum það gengur þvert á yfirlýst markmið. Veit ráðherra þetta ekki? Ráðherra vísar títt í sérfræðinga og lögfræðinga sem hún segir að haldi því fram að leyfin verði að vera ótímabundin, annars þurfi að slá af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Ráðherra virðist ekki vera kunnugt um að í 16. grein núgildandi laga um fiskeldi er skýr heimild til afturköllunar rekstrarleyfa, einmitt vegna þess hluta starfseminnar sem veldur mestum skaða. Þessi heimild hefur hins vegar verið fjarlægð úr lagafrumvarpinu sem hún lagði fyrir Alþingi í síðustu viku. Í 16. grein laganna sem nú gilda eru þessi orð: „Þá er og heimilt að afturkalla rekstrarleyfi […] þegar eldisfiskur sleppur ítrekað frá fiskeldisstöð.“ Þessi heimild er ekki í frumvarpi Bjarkeyjar. Ráðherra þarf að skýra af hverju svo er og hvernig hún fái út að hér sé um rýmri heimildir til afturköllunar þar sem frumvarpið bersýnilega þrengir heimildir. Ekki starfað samkvæmt lögum Lög eiga að kveða skýrt um við hvaða aðstæður skal afturkalla leyfi. Það eykur fyrirsjáanleika sjókvíaeldisfyrirtækja. Þessar aðstæður eiga svo að sjálfsögðu að tryggja lágmarks vernd lífríkis og náttúru Íslands sem þó verður aldrei örugg á meðan laxeldi í opnum sjókvíum er heimilað. Þá er ágætt að árétta að nú þegar er þessi heimild til afturköllunar í lögum sem ekki er notuð, þrátt fyrir að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi ekki staðist nánast eina einustu eftirlitsskoðun og hafa ítrekað misst frá sér fisk. Auknir starfskraftar í eftirliti gera lítið ef lögheimiluð viðurlög eru ekki virkjuð. Það væri nær að ráðherra sem er svo annt um umhverfið leiðbeini þeirri eftirlitsstofnun sem heyrir undir ráðherra um að starfa samkvæmt lögum. Lög þurfa að vera skýr og ráðherra þarf að skilja lögfræðina í eigin frumvarpi. Það er ekki spurning um hvort lögfræðin og réttsýni almennings fari saman, enda er fræðigrein eðli máls samkvæmt ófær um að fara gegn réttsýni almennings. Hvernig hún er notuð til þess er annað mál. Höfundur er lögfræðingur og er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun